Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 7
Uppvaxtarárin
Ekki urðu böm Egilsárhjóna fleiri og má kalla, að ég hafi
alist upp einn, því Freyja fóstursystir mín var talsvert eldri.
Við Freyja vomm bræðraböm. Hún varð síðar húsffeyja á
Tyrfingsstöðum, giftist Jóhanni Eiríkssyni bónda þar.
Einkabam þeirra er Kristín Friðfinna, fyrrum húsfreyja að
Tyrfingsstöðum og á þá jörð, nú búsett á Sauðárkróki.
Foreldrar mínir voru alin upp í fátækt en komust í
sæmileg efni með tíð og tíma. Móðir mín var mikil bú-
kona og ákaflega vinnusöm og verkhyggin. Hún saumaði
og prjónaði en faðir minn óf voðir nærfellt hvern vetur.
Þannig klæddist heimafólk mest heimafengnu og móðir
mín saumaði flest nema jakkaföt. Faðir minn sagði oft, að
henni væri það mest að þakka, að þau komust í efni. Ætla
ég það sannmæli, þótt ekki skorti hann dugnað. Mamma
var glaðlynd, félagslynd og líklega draumlynd, hafði gam-
an af að lesa. Skáldsögur voru hennar eftirlæti, einkum
ástarsögur. Hún las oft upphátt á kvöldin, þegar allir voru
háttaðir í baðstofunni, en faðir minn hraut fram við stokk,
því hann var ákaflega kvöldsvæfur. Pabbi var mikill
bókamaður, hafði enga fræðslu fengið í bernsku og sakn-
aði þess alla ævi. Hann notaði hverja stund sem gafst til
lestrar, mest voru það fræðibækur og hetjusögur, sem
hann las stundum upphátt. Skáldsögur nutu lítillar virð-
ingar í hans huga og kallaði hann þær skáldsögurugl,
hafði þó gaman af sumum.
Gestakomur voru talsvert tíðar, jafnvel langferðafólk
kom til að gista, því aldrei var seldur greiði á Egilsá.
Gestum var jafnan vel fagnað með líflegu spjalli og góð-
um veitingum í mat og drykk. Oft voru þetta kunningjar.
Þá var líka glaumur og gleði, sagðar kátlegar sögur og
mikið hlegið. Aldrei sótti föður minn svefn að kvöldi,
þegar næturgestir voru, var þó árla á fótum sem áður.
í bernsku og frameftir árum var
ég hálfgerður hrakfallabálkur og
næmur íyrir sjúkdómum, kann
það að hafa valdið því ásamt öðr-
um kringumstæðum, að ég var
talsverður einfari. Þegar ég var
frískur var ég hins vegar ijörkálfur
hinn mesti og þótti ákaflega gam-
an, ef krakkar af grannbæjum
komu í heimsókn, en það var
alltof sjaldan. Helst voru það
drengirnir í Flatartungu, Þorsteinn
og Oddur Einarssynir, og urðum
við Oddur miklir bernskuvinir.
Svo voru það börn hjónanna á
Ytri-Kotum, Gunnlaugs móður-
bróður míns og Friðbjargar Hall-
dórsdóttur. Við vorum nánast eins
og systkini. En óbrúaðar ár voru
milli þessara bæja, sem torveld-
uðu samgöngur. Af þessum sökum varð ég að mestu að
skapa mína leiki sjálfur og lifði tíðum í hálfgerðum
draumaheimi þar sem ýmislegt skrýtið gat gerst og mér
fannst reyndar mjög gaman. Þannig samdi ég í huganum
ýmislegar furðusögur, stundum með kóng og drottningu
og trúlega prinsessu síðar, þegar hvolpavit fór að koma í
strákinn. En að skrifa, það datt mér síst í hug. Reyndar
fór ég eitthvað að pára, þegar sá tími kom en mest voru
það sendibréf.
Skólaganga (barnaskóli) var heldur lítil í þá daga, en
mest var það heimanám með yfirheyrslu. Farskóli var í
sveitinni og kennarinn oftast tvær til þrjár vikur á hverj-
um stað í senn. Þetta var helst svona á betri bæjum, þar
sem var þrifnaður og ekki mjög léleg húsakynni, þó var
víðast kennt í baðstofum. Ég var í barnaskóla, en ekki
voru það margar vikur. Farkennarinn var Jón Kristjáns-
son, gæðamaður og góður kennari, lét okkur krakkana
syngja: „Við börnin þín? ísland við elskum þig öll.“
Jón var eitthvað hjá okkur á Egilsá. Svo tók pabbi
kennara, og það gerðu fleiri. Ég var látinn taka fullnaðar-
próf þrettán ára, og eftir það tók pabbi kennara fleiri vet-
ur, þ.e. að segja tíma úr vetri, mánuð eða svo. En heima-
námið varð maður að stunda nokkuð stíft.
Seinna fór ég á Laugarvatnsskóla, var þar einn vetur,
þann næsta í bændadeild á Hólum.
Bóndinn og skáldið
Þegar í bernsku eignaðist ég áhugamál af margvislegu
tagi og ætla að ræktunaráhuginn væri þar einna efst á
baugi. Ein af mínum fýrstu bemskuminningum er bundin
baunagarðinum mínum í íjósþekjunni heima. Þar bjó ég
Heima er bezt 323