Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Side 8

Heima er bezt - 01.09.1998, Side 8
tiL rúmlcga lófastóran garð með brotnum vasahníf. í þennan garð sáði ég gulum heilbaunum, sem ég hafði áður látið spíra í vatni. Þennan garð girti ég með band- spottum, og þarna gat ég setið hugfanginn við að horfa á baunagrasið mitt þjóta upp. Svo voru það smíðarnar. Fað- ir minn var hagur á tré, eins og áður er getið, og smíðaði eitt og annað og gerði við, bæði fyrir sig og aðra. Líklega hef ég erft eitthvað af þessari smíðanáttúru bæði frá hon- um og öðrum forfeðrum, því sá áhugi vaknaði snemma. Ungur fór ég að föndra við eitt og annað í þá veru, tin- spengja brotna leirdiska og smíða ýmsa gripi. Þar mun púltið mitt og skákmennirnir hafa verið einna fyrst og er enn til. A þeirri tíð sem hér um ræðir, var það talið nokkuð sjálfsagt að eitthvert bam tæki við jörð og búi af foreldr- um, ef um sjálfseignarbændur var að ræða. Hér var það ekki um neitt val að ræða og dæmdist að sjálfsögðu á mig. Er ég í fullri sátt við þá niðurstöðu. Þá var talinn góður kostur fyrir bónda að vera búhagur, og því varð að ráði, að ég lærði eitthvað til smíða. Frá sjómennskuárum sínum við Eyjafjörð þekkti pabbi Ólaf bónda og þúsund- þjalasmið í Pálmholti í Möðmvallasókn. Sonur Ólafs var Halldór bóndi og trésmiður í Pálmholti. Og nú kom pabbi því til leiðar að ég réðst til smíðanáms til þessara feðga og var þar hartnær tvo vetur. Sá tími gagnaðist mér vel. Af þessum sökum gat ég innréttað húsið mitt ásamt fleiru. Endurreisn heimilisiðnaðar var ofarlega á baugi um þessar mundir, og varð það eitt af áhugamálum mínum um skeið. Á Víðivöllum í Blönduhlíð var fimmtán þráða spunavél. Þangað fór ég og mældi þessa vél upp og teikn- aði, lagði síðan í að smíða mér eina slíka, og er hún enn til. Þetta var mikið verk og vandasamt. Ég smíðaði öll járnin nema teina og legur, sem ég lqeypti hjá K.E.A. á Akureyri. Sveifina ásamt legum lét ég einnig smíða. Um þessar mundir var ég tekinn við búi og hafði mikið að gera við gegningar, svo óvíst er, hvort ég hefði lokið þessari smíð á einum vetri. En heppnin var hér með í för eins og jafnan. Frændi okkar feðga, Þorsteinn að nafni, kom til okkar í heimsókn, hættur búskap og ekkert að flýta sér. Svo var það einn dag, að hann er allt í einu kominn í smíðina með mér, ótilkvaddur. Þorsteinn var ágætur maður, laginn og ódeigur að fara ótroðnar slóðir. Þessi vél var talsvert notuð bæði af mér og öðrum. Svo keyptum við vandaða prjónavél, sem konan prjónaði mik- ið á, bæði fyrir heimilið og aðra, m.a. á dæturnar okkar. Fjölskyldan Ég var afar vel giftur. Konan min var Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir frá Keflavík í Hegranesi, systurdóttir Jóns Ósmanns Magnússonar, ferjumanns, í Utanverðunesi. Anna var góð kona, falleg og gervileg. Hún ólst upp í stórum systkinahópi. Ein systir hennar var Sigríður, gift Oddi bernskuvini mínum í Flatartungu. Einar, síðar sýslumaður, var þeirra fyrsta barn, gekk fæðingin mjög illa svo vitja varð læknis. Þetta var á síðvetri, og fór bíll- inn ekki lengra en í Silfrastaði. í för með lækni var Anna og ætlaði að vera hjá systur sinni í sængurlegunni, fékk Oddur mig til að sækja þau á hestum í Silfrastaði. Það var í fyrsta sinn sem við Anna sáumst. Við bjuggum saman í farsælu hjónabandi hartnær hálfa öld. Anna lést 20. maí 1982. Börn okkar eru: Kristín f. 16. mars 1934, var skóla- stjóri við Húsmæðraskólann Staðarfelli í sex ár, nú búsett í Kópavogi. Hefúr síðan kennt handmenntir í Reykjavík og Kópavogi yfir 30 ár. Hún er mjög listræn og hefur gert marga fagra listmuni. Hennar maður er Hilmar Jónsson, verkstjóri hjá O.Johnson & Kaaber, ættaður úr dölum vestur. Þau eiga þrjá sonu. Svo er Sigurlaug Rósinkranz, óperusöngkona, f.10. okt. 1935. Hennar maður var Guð- laugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri. Sigurlaug er búsett í Los Angeles í Californiu. Hún á tvær dætur og einn son. Yngst er Sigurbjörg Lilja, f. l.mars 1937. Hún er með BA próf í heimspeki. Hún er nú forstöðukona skóladag- heimilis. Hennar maður er Þór Snorrason, skrúðgarð- yrkjumaður, þau búa í Reykjavík. Þau hjón eiga þrjá sonu. Afkomendur okkar hjóna eru nú 27 og fimmti ætt- liðurinn er nýfæddur. Konuefnið sótt Það var á sunnudagsmorgni seint í maí 1932, sem ég lagði af stað út í Keflavík að sækja heitmey mína, Önnu. Það höfðu gengið hlýindi undanfarná daga og stórflóð í vatnsföllum. Veður var hið fegursta þennan dag, logn og sólskin. Bílaöld var nýlega hafin hér í Skagafirði (fyrsti bíllinn kom til Sauðárkróks 1926) og lítið um fólksbíla. Frændi minn, Gunnar Valdimarsson í Bólu, átti eins og hálfs tonns vörubíl og stundaði jöfnum höndum vöru- og fólksflutninga, og fékk ég hann til þessarar farar, þar eð Anna var með dálítinn flutning. Gunnar renndi hér fram á móti en faðir minn ferjaði mig á hesti yfir Norðurána og ætlaði að sækja okkur að kvöldi. Ferðin úteftir gekk að óskum, en stansinn í Keflavík varð nokkuð langur. Anna mín var að kveðja bernsku- stöðvarnar og liðið var mjög á kvöld, þegar við lögðum af stað heimleiðis. Hraðakstur tíðkaðist ekki á þá daga og vegir voru nánast slóðir, oft illfærar í votviðrum á haustin og þegar klaka var að leysa snemma vors, þurfti þá oft að ýta, jafnvel að bera að grjót og púkka undir, þegar bílar sátu fastir. Sökum hagstæðrar vorveðráttu var ekki um slíkt að ræða nú og gekk ferðin vel fram að Djúpadalsá, sem var nýlega brúuð. Dalsá hafði um langan aldur leikið lausum hala sitt á hvað um víðar Dalsáreyrar og gerði það þar til hlaðið var fyrir efst. Vegna leysinga var hún nú í sínum versta ham og hafði brotið fremur þröngt skarð gegnum veginn skammt utan brúar. Hér varð því að nema 324 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.