Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Side 10

Heima er bezt - 01.09.1998, Side 10
Egilsá í Hörgárdal og er kannski nokkuð lang- sótt. Löngu áður en ég heyrði orðið náttúru- vernd dreymdi mig um að sjá holt og mela breytast í eitthvað sem bæri meiri fegurð og meiri arð. Fyrir 1930 var ég byrjaður að breyta holtunum kringum túnið í nýræktartún. Að sjálfsögðu var allt unnið með hestum og kostaði því mikla vinnu fyrir menn og skepnur þó ekki væru flæmistórar spildur. Hesta- verkfæri til heyskapar fékk ég mér svo fljótt sem efni og ástæður leyfðu. Stein- steypta íbúðarhúsið, sem ég enn bý í, byggði ég 1936 við talsvert örðugar að- stæður, því engir bílar komust þá hingað heim. Bæði höfðum við hjónin áhuga á skóg- rækt og gróðursettum við gamla bæinn fimm tré 1933. Var það fyrsti vísirinn að þeirri skógrækt, sem hér er nú. Svo var það um 1940, sem við byrjuðum að und- irbúa trjágarðinn við bæinn og kostaði það mikla tilfærslu á jarðvegi með hestakerrum og moldarskúffum. Þarna ræktuðum við fyrst matjurtir, kartöflur og rófur. Það gerði ég einnig úti í Lundi (nú skógrækt) og fengum við mikla uppskeru á báðum stöðum, svo við gátum selt tals- vert. Árin 1941 og 1942 voru svo gróðursett fyrstu trén hér í garðinum og hafa þau vaxið óaðfinnanlega. Ekki þótti öllum það búmannlega að farið, að taka væna spildu af besta túni undir eitthvað, sem ekki bæri fyrirsjáanlegan ávöxt. Á þeirri tíð og lengi síðan var grafin hola fyrir hverja plöntu, borinn skítur í og síðan gróðursett með miklu nostri, loks vökvað. Þetta var mikið verk en varla henti að planta dræpist. Við bjuggum að stærstum hluta við sauðfé og var búið nokkuð stórt eftir því sem þá gerðist. Þegar fjárskiptin fóru fram um 1950, var ég víst fjárflesti bóndinn í hreppnum, fékk flest lömb, þó fleiri kæmu á suma bæi, en þar voru þá fleiri eigendur. Kúabúið var aldrei stórt, þó seldum við mjólk allar götur þar til brúsarnir voru aflagðir. Barnaheimilið Við hófum búskap 1932, vorið sem við giftum okkur, þó að ekki sé ég skrifaður fyrir búi fyrr en árið eftir. Á þeirri tíð sóttist þéttbýlisfólk eftir að koma bömum í sumardvöl í sveit. Oft komu börnin sjö ára, jafnvel yngri og vom stundum á sama stað allt til fermingaraldurs. Ekki vissi ég til að rætt væri um meðgjöf, en á öld hand- og hestaverkfæra voru oftast nokkur verkefni fyrir þetta unga fólk, sækja kýr og hesta og flytja ásamt fleiri snún- “Faðir og vinur alls sem er, ^ annastu þennan graana reit... J.H. Gef okkur visku til að umgangast landið með virðingu og gát, graeða sár þess, hlífa gróðri þess og lífi, auka fegurð þess og arðsemi og njóta þess og nytja það á heilbrigðan og heiðarlegan hátt. G.L.F. Skiltið við heimreiðina. ingum. Á fyrsta eða öðru búskaparári tókum við börn eitt eða tvö sumar hvert, og hugsa ég enn hlýtt til þeirra allra. Svo var það á sjötta áratugnum, að Sigurlaug dóttir okkar kom með fimm börn ásamt eldri dóttur sinni, Önnu Maríu, átti að greiða með þessum börnum. Þetta var fyrsti vísirinn að því stóra sumardvalarheimili, sem við höfðum um skeið, þó ávallt með heimilissniði. Aðsókn var mikil, fór vaxandi og sprengdi fljótt af sér þau húsakynni sem fyrir voru. Aðeins fá börn komu frá Félagsmálastofnun. Við auglýstum og fólk hringdi og pantaði, oft betri borgarar, eins og það er kallað. Um þetta leyti var ég búinn að byggja húsið í trjágarðinum, og skömmu síðar stofu við íbúðarhúsið sem kölluð var meyjarskemma eða kvennabúr, því þar voru stúlkubörn- in. Sjálfur svaf ég með strákana úti í garðhúsi. En þetta dugði ekki til frambúðar. Þá réðst ég í að byggja stóra húsið eins og það var kallað, var Sigurlaug einnig frum- kvöðull að því. Var þessu verki lokið 1966. Þetta hús er tæpir 376 fermetrar að flatarmáli og nú var allgott pláss með þægindum, sem hæfði þeim tíma. Þetta var mikið átak, því um leið varð ég að færa fjós og hlöðu, gekk það reyndar fyrir, því hús varð að vera fyrir kýr þegar haustaði. Barnaverndarráð íslands veitti starfsleyfi og sendi menn til eftirlits. Svo þurfti læknisvottorð. Nú 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.