Heima er bezt - 01.09.1998, Qupperneq 11
Kristín, Sigurbjörg og Sigurlaug, þá hjónin Guðmundur og Anna, svo Anna Mar-
ía, dóttir Sigurlaugar.
var leyfi fyrir mjög mörgum
börnum og skorti aldrei á að full-
skipað væri. Allt þetta, bygging-
arárin og árin með börnunum
fannst mér mjög skemmtilegur
tími. Mér hefur jafnan liðið vel,
þegar ég hef haft mikið umleikis
og yfirleitt fannst mér börnin
skemmtileg. Þau voru aldrei und-
ir strangri dagskrá en sköpuðu
sína eigin leiki að mestu, voru
með mér eins mikið og þau fram-
ast gátu. Ég leit á þau sem mín
börn, þótti vænt um þau og svo
er enn. Ég er líka svo lánsamur,
að nokkur þeirra halda enn
tryggð við mig, koma til mín og
kalla mig enn afa, en sú hefð
skapaðist þegar Anna María var
hjá okkur. Þá kom ömmu og afa
titillinn eins og af sjálfu sér. Oft
var þetta þó erfitt, einkum fyrir
konuna, og mikil ábyrgð. Þó
höfðum við lengst af kokk og
auðvitað starfsfólk. En við vorum svo lánsöm að hafa
sum börnin mörg sumur, þau urðu leiðandi kraftar. Ég
hugsa oft til þessara góðu ára og trúi því að yfir þessu
starfi og heimilinu yfirleitt, hvíli mikil blessun.
Ritstörf og skógrækt
Þessu öllu til viðbótar bættist svo skógræktin við, sem
við hjónin og síðan ég hef stundað með hléum frá 1942,
nú nytjaskógrækt, sem ásamt áðurgreindu hefur svalað
sköpunarþrá minni, þó ekki dygði til. Þá voru það rit-
störfin, öll þessi ósköp, sem mér hefur dottið í hug, jafn-
vel truflað svefn. Tvær fyrstu bækurnar mínar komu út
1950, svo ég var hartnær fimmtugur, þegar ég byrjaði að
skrifa og fór í íyrstu mjög dult með vegna feimni. Fyrstu
bókina mína „Bjössa á Tréstöðum," skrifaði ég mestan
part þannig, að ég gekk með blaðsnepil og blýant í vestis-
vasanum og skrifaði, hvar sem ég var staddur og tóm
gafst til. Stundum settist ég á garðabandið og skrifaði á
meðan féð var að éta. Það var góð skrifstofa, sem ég
alltaf sakna. Þessa snepla fór ég með til dr. Brodda Jó-
hannessonar, feiminn og vandræðalegur og bað hann að
lesa. Þegar við fundumst næst sagði Broddi:
„Það er fyrst og fremst tvennt, sem ég undrast mest.
Það er hvað málið er gott og svo skíturinn."
En þessir sneplar voru auðvitað óhreinir, því ég gekk í
ýmis konar verk, ekki öll hreinleg. Þetta varð til þess, að
ég brenndi draslið, en hefði haft gaman af að eiga það nú.
Ég hef aldrei skrifað á sumrin, og oft á hlaupum á vet-
urna, en mér hefur alltaf þótt gaman af að skrifa, enda
jafnan unað mér vel í annríki. Eins og þegar er fram kom-
ið hef ég haft gaman af að fást við eitthvað nýtt og fara
lítt troðnar slóðir. Svona er þetta með ritstörfin. Trúlega
er það þessi árátta, sem veldur því að ég hef fengist við
flestar greinar ritlistar, skáldsögur, smásögur, ljóð, ævi-
sögu og þjóðleg efni en mest gaman hefur mér þótt að
skrifa leikrit. Leiksvið er mér framandi, og enn hef ég
ekki fundið leikhúsmann, sem einhverju ræður og hefur
haft tíma til að setjast niður með mér og leiðbeina, en
þess er mér vant. Hins vegar hef ég unnið sumar skáld-
sögur mínar upp úr leikritum, sem ég hef áður samið.
Eitthvað svipað er það með gagnrýnanda. Hlédrægni
mín olli því, að hans var mér vant, þar til dr. Broddi kom
mér á fúnd Ásgeirs S. Björnssonar, en það var bara nokk-
uð seint. Ásgeir var einstakur maður, gáfaður, skarpur og
fjölhæfur. Hann veitti mér ómetanlega aðstoð við „Örlög
og ævintýri,“ ásamt fleiru og hvatti mig til að skrifa Þjóð-
líf og þjóðhætti, þótt ekki entist honum aldur til að lesa
það handrit, því miður. Ásgeir var hinn ágætasti maður,
og við urðum miklir vinir. Nú eru allir mínir gömlu vinir
horfnir mér - farnir i leit að betri heimi, þó þessi heirnur
sé meir en fullgóður handa mér. Því miður sjá menn oft
ekki fyrr en á efri árum hvílíkt undur lífið er í fjölbreyti-
legum myndum sínum og heimurinn fagur.
Yfirstrikað P
Nei, mér fannst ekki svo slæmt að keyra í Reykjavík,
þar sem ég var kunnugur en oft var erfitt með stæðin. Ég
ætti kannski að trúa þér fyrir því, þegar ég lagði undir
Heima er bezt 327