Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Page 18

Heima er bezt - 01.09.1998, Page 18
vegna það var, vissi ég aldrei. Það hafa víst verið einhver vandræði. Ég keypti Kvennafræðarann eftir Elínu Briem og vopnaður þeirri ágætu bók hóf ég matreiðsluna um borð í Sævari. Það hjálpaði mikið upp á sakirnar, sérstaklega í fyrstu, að báðir voru þeir Guðmundur og Sæmundur mjög umgengnisgóðir menn og voru ekkert að gera sér rellu út af mat. Ég leitaði álits þeirra um hvaða mat við ættum að hafa. Guðmundur sagði að kjötsúpa væri sinn uppáhaldsmatur og við Sæ- mundur áttum það sameiginlegt að vera sólgnari í sætsúpu eða rauð- graut. Og þar með var vandinn eigin- lega leystur. Uppskriftirnar voru í Kvennafræðaranum. Matarbirgðir um borð í bátnum voru ævinlega nægar. Það var nóg af öllu. Svokall- aðar nýlenduvörur voru sóttar í verslun, sem gamall maður átti, og var við Vesturgötu. Mig minnir að hún héti Selfoss. Kokkurinn réði út- tektinni í samráði við gamla kaup- manninn og hann var mér hjálplegur við valið, vissi nákvæmlega hvað þurfti. Annað matarkyns, sem ekki fékkst hjá honum, var fengið sitt úr hverri áttinni. Kjöt var aðalfæðan, nýtt íyrstu dag- ana eftir að við komum úr Reykjavík, síðan saltkjöt. Nýjan fisk fengum við einnig í Reykjavíkurferðunum. Stundum gátum við geymt hann í nokkra daga í kassa á dekkinu ef kalt var í veðri, annars var hann hegndur upp og borðaður siginn. Öðruvísi var ekki hægt að geyma hann og jafnan var nóg til af saltfiski, til tilbreyting- ar. Eftirmaturinn var svo kjötsúpa, sætsúpa og rauðgrautur alla daga. Egg, sem um þessar mundir voru ill- fáanleg í Reykjavík, fengum við um borð í Blenheim, birgðaskipi breska flotans í Hvalfirði. Einnig ýmis nið- ursoðin matvæli eins og nautakjöt og annað góðmeti. Verð á þessum matvælum var furðulega lágt, að mér fannst. Auk þess, sem ég hef áður nefnt, var hægt að fá niðursoðinn fisk í dósum. Ég ætlaði mér alls ekki að kaupa hann en spurði þó um verðið og þótti hann dýr í samanburði við annað. Þegar ég hafði orð á því að mér finndist verðið hátt, sögðu Bret- arnir að ástæðan væri sú, að þetta væri íslenskur fiskur og búið væri að flytja hann tvisvar yfir hafið. Brauð og kex höfðum við með okkur að sunnan en stundum, þegar ég fór að verða sæmilega heimavanur um borð í Sævari, bakaði ég pönnu- kökur og lummur. Það var eini bakst- urinn sem ég fékkst við. Eldfærið var gömul, kolakynnt eldavél í lúkarn- um. Kannski var hún besta tækið í þessum vanhirta báti, þótt bakaraofn- inn væri ónýtur. Það var nú svo með þessar gömlu eldavélar, engu var lík- ara en að aldurinn biti lítt á þær. En efitir þetta forskot í lýsingu á því mynstri sem við á Sævari bjugg- um við í okkar daglega lífi, mánuð- ina okkar þar um borð, er best að hverfa til nóvemberdaganna 1942, þegar nýr kokkur var ráðinn þar til starfa. Byrjunarerfiðleikar I byrjun var það fleira en mat- reiðslan, sem vakti mér nokkurn ugg. Útgerðarmaðurinn hafði spurt mig hvort ég væri ekki „sæmilegur í ensku.“ Ég svaraði því svo að ég væri „sæmilegur.“ Nú velti ég því fyrir mér hvort ég hefði kannski sagt of mikið. Kæmi kunnátta mín í málinu, sem ekki var ýkja mikil, og sem ég hafði að mestu leyti aflað mér með samtölum á vinnustað í Hvítanesi, sumrin 1941 og 42 og sumpart var tengd vinnunni þar, svo sem heitum á margs konar hlutum og tækjum o.sv.frv., að því gagni sem nægði nú. Allar aðstæður voru gjörólíkar því sem ég áður þekkti. Þá hafði ég blandað geði við starfsmenn Dorman Long fyrirtækisins, sem byggði bryggjuna í Hvítanesi, og óbreytta dáta í land- og sjóher Breta. Nú var komið að því að taka við fyrirmælum frá yfirmönnum í sjóhernum, þar sem engu mátti skeika. Ég grennslaðist því fyrir hjá Guð- mundi og vildi forvitnast um hvað biði mín. Hann svaraði því einu að óþarfi væri fyrir mig að hafa áhyggj- ur, allt mundi ganga vel. Þegar starfinu á Sævari lauk, að nokkrum mánuðum liðnum, fannst mér hann reynast sannspár. Haldið til Hvalfjarðar Nóvemberdagurinn var að kvöldi kominn þegar ég lagði af stað í mína fyrstu ferð á vélbátnum Sævari. Sú óvissa, sem framundan var, hefur lík- lega valdið mér nokkrum óróa, því lífsreynsla næstu mánaða hefúr vak- að með mér síðan. Dagurinn hafði farið í að tína sam- an matarbirgðirnar, fiskinn í fiskbúð- inni, mjólkina og brauðin í mjólkur- búðinni, kjötið nýtt og saltað í kjöt- búðinni, og svo framvegis. Einnig höfðum við skipverjamir allir þrír, unnið að ýmsu sem við kom útbún- aði bátsins, taka á móti hráolíutunn- um og smurolíubrúsum, festa allt vel og ganga frá eins og þurfa þótti. Það var logn, himininn þungskýj- aður og komið svarta myrkur, þegar báturinn skreið út úr hafnarmynninu. Úti fyrir var eilítil undiralda, veðrið annars eins og best varð á kosið á þessum árstíma. Reykjavík, með sín daufu ljós, fjarlægðist smám saman og við tók „næturferð“ á gangtregum báti, þar sem þörf var á allri aðgát, því að hvergi sást til lands og fjalla, svo til gagns væri. Einnig mátti búast við ljóslausum skipum, sem annað hvort lágu fyrir fbstu eða voru jafn- vel á ferð. Það var stríð og hlutunum snúið við og hagrætt í samræmi við aðstæður. Guðmundur Bæringsson var eng- inn viðvaningur á sjó. Hann stóð við stýrið, þrekvaxinn og íhugull og tuggði tóbak. Mér fannst hann vekja traust strax við fyrstu sýn. Sæmundur vék ekki frá vélinni, enda skildist mér að hún væri hálf- gert „vandræðabarn,“ sem þyrfti sí- fellt eftirlit og aðhlynningu, ef ekki átti illa að fara. 334 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.