Heima er bezt - 01.09.1998, Side 20
Guðmundur
Sæmundsson:
Flugvélin nálgast Fœreyj-
ar. Framundan er eyjan
Koltur, en fjœr sér til
Vogeyjar, þar sem flug-
völlurinn er.
Færeyjaflugsins
r
Fyrstu flugferðir milli Islands
og Færeyja eru bundnar sjófluginu
á þriðja ogfjórða áratugunum,
þegar ofyrhugar þeirra tíma voru
að kanna flugleiðina yfir
Norður-Atlantshafið, ýmistfrá
austri eða vestri.
Margir af eldri kyn-
slóðinni, muna
enn þessar flug-
hetjur, er þeir renndu far-
kostum sínum til lendingar
á Reykjavíkurhöfn:
Locatelli 1924, von
Grauno 1929, Cramer,
Lindbergh, Griemson, dr.
R. Light, Thor Solberg,
danska liðsforingjanum
Rasmussen á „Dantorp
201.“
Allir áttu þessir menn það sameig-
inlegt að hafa viðkomu á Islandi og í
Færeyjum. Á heimsstyrjaldarárunum
síðari gerðu Bretar flugvöll á Vogey,
einni Færeyja og mun herflugvélum
Bandamanna þá hafa verið flogið
milli landanna, þó að tölur þar að
lútandi liggi ekki fyrir.
Laust eftir styrjöldina var stofnað
flugfélag í Færeyjum, „Föroya Flog-
felag,“ til þess að halda uppi ferðum
á milli Vogeyjar, Skotlands og Dan-
merkur.
Helstu hvatamenn að stofnun þess
voru Nicalsen-bræðurnir í Þórshöfn
og C. Moritzen. Leigði félagið þá
þegar DC-3 flugvél af skosku flugfé-
lagi, sem hóf ferðir í júlí 1946.
Einnig var keypt af Bretum, lítil
flugvél af Walrush gerð, „Erla
kóngsdóttir,“ (Maríuerla), en hennar
naut skamma hríð.
Þessar ferðir lögðust fljótt niður og
fyrirætlanir félagsins fóru út um þúf-
ur.
Næstu árin voru flugferðir milli
Færeyja og annarra landa mjög fátíð-
ar, þótt flugvöllur væri á Vogey.
Fyrstu íslensku flugvélarnar sem
fluttu farþega milli íslands og Fær-
eyja voru Catalínaflugbátar frá Flug-
félagi Islands, sem leigðir voru til
hópferða með íþróttafólk eða sjó-
menn og lentu þeir í hafnarmynninu
á Þórshöfn.
Fyrstu ferðina af þessu tagi fór
Anton G. Axelsson á Skýfaxa TF-
ISK, í júlímánuði 1949,
með 20 manna íþrótta-
hóp frá ísafirði. Var flog-
ið frá Reykjavík til ísa-
Qarðar að morgni 3. júlí
og haldið þaðan við-
stöðulaust austur á Reyð-
arljörð, þar sem elds-
neyti var bætt á vélina,
því það var ekki fáanlegt
í Færeyjum.
„Það var tekið frábær-
lega vel á móti okkur í Þórshöfn, rétt
eins og flughetjunum í gamla daga,“
sagði Anton flugstjóri greinarhöf-
undi, þegar hann var inntur eftir
ferðalaginu.
„Ég hafði í hyggju að lenda á Sör-
vogsvatni á Vógey, væri eitthvað að
veðri í Þórshöfn, því vitað var að
Bretarnir höfðu haft þar bækistöð
fyrir flugbáta sína á stríðsárunum.
En í Þórshöfn reyndust öll skilyrði
hin ákjósanlegustu og þar lentum við
kl. 17.30, eftir rúmlega tveggja og
hálfrar stundar flug frá Reyðarfirði.
Fljótlega dreif að fjölda smábáta
og mikill mannfjöldi var saman kom-
inn á hafnarbakkanum, en Skýfaxi
var fyrsta flugvélin sem lenti í Þórs-
höfn eftir styrjöldina.
336 Heima er bezt