Heima er bezt - 01.09.1998, Síða 21
í Þórshöfn var öllum hópnum boð-
ið til veislu af Kjartani Mohn bæjar-
stjóra, Zacharíasi Niclasen forstjóra
Skipafélagsins og fleiri ráðamönnum
í höfuðstaðnum.
Við það tækifæri flutti færeyska
skáldið Hans A. Djurhuus, ljóð.
Er ekki að orðlengja það, að mót-
tökurnar, sem við fengum í Þórshöfn
þetta júlíkvöld, fyrir nærri hálfri öld,
eru mér ógleymanlegar og sömu
sögu höfðu ísfirsku íþróttamennirnir
einnig að segja, þegar við sóttum þá,
hálfum mánuði síðar.
í fyrri ferðinni stönsuðum við í
rúmar átta klukkustundir og flugum
af stað heimleiðis klukkan tvö eftir
miðnætti. Lent var á Reykjavíkur-
flugvelli að morgni 4. júlí, eftir um
fjögurra stunda flug frá Færeyjum.“
Auk Antons flugstjóra voru eftir-
taldir flugliðar í áhöfn Skýfaxa:
Garðar Gíslason flugmaður, Jó-
hann Gíslason loftskeytamaður og
Gunnar Loftsson vélamaður.
I seinni ferðinni, sem farin var f7.
júlí á öðrum Catalínaflugbáti Flugfé-
lagsins, Sólfaxa TF-ISJ, varð sú
breyting í áhöfn vélarinnar, að As-
geir Samúelsson kom í stað Gunnars
Loftssonar. í það sinn var flugtíminn
á leiðinni Reykjavík-Þórshöfn-
Reykjavík, 8 klukkustundir og 5
mínútur.
Eftir að íslenskt millilandaflug
varð að veruleika, kom stundum til
tals hjá flugmálayfirvöldum hér, að
kanna möguleika á flugsamgöngum
við Færeyjar og var þá flugvöllurinn
á Vogey hafður sérstaklega í huga.
Þetta þótti eðlilegt, þar sem Færey-
ingar eru okkar nánustu frændur
meðal erlendra þjóða og land þeirra í
þjóðbraut milli Islands og annarra
Evrópulanda, án allra flugsam-
gangna annarra en þeirra sem áður
er getið.
í maímánuði 1954 fór Catalina-
flugbáturinn Skýfaxi öðru sinni til
Færeyja er Aðalbjörn Kristbjarnar-
son flaug þangað tvær ferðir með 22
færeyska sjómenn, sem verið öfðu
skipverjar á Austljarðatogurum þá
um veturinn.
Fyrsta íslenska flugvélin, sem lenti í
Fœreyjum, var Catalina-flugbáturinn
Skýfaxi, TF-ISK, en það var 3. júlí
1949.
Fyrri ferðin var farin frá Reyðar-
firði 9. maí og hin síðari frá Egils-
stöðum daginn eftir. Lent var í Þórs-
höfn í bæði skiptin.
Upphaflega var ráðgert að fljúga
samdægurs með seinni hópinn, en
vegna hvassviðris í Færeyjum var
beðið næturlangt á Egilsstöðum.
Gekk sú ferð einnig vel þrátt fyrir
slæmt veðurlag og mikinn mótvind,
að sögn Aðalbjörns, en flugið ffá
Austijörðum til Þórshafnar tók að
þessu sinni á fimmtu klukkustund.
Síðar, þetta sama sumar, fór Sig-
urður Jónsson (Siggi flug), þáver-
andi forstöðumaður Loftferðaeffir-
um.
Anton G. Axelsson var fyrsti ís-
lenski flugstjórinn sem renndi far-
kosti sínum til lendingar í Fœreyj-
Eldsneytistaka á Reyðarfirði Jyrir
fyrsta íslenska Fœreyjajlugið, 3. júlí
1949.
litsins hér, með skipi til Færeyja og
dvaldi þar nokkurn tíma,m.a. til þess
að skoða flugvöllinn á Vogey og
ræða við framámenn í færeyskum
samgöngumálum.
Eftir heimkomuna samdi Sigurður
skýrslu um ferðina, þar sem hann
taldi ásigkomulag vallarins svipað
og sumra annarra flugvalla er ís-
lenskir flugmenn yrðu að sætta sig
við að nota, bæði á íslandi og Græn-
landi, á þessum árum.
I framhaldi af þessu fór hann aðra
Heima er bezt 337