Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Síða 22

Heima er bezt - 01.09.1998, Síða 22
ferð til Færeyja í janúar 1956 og þá í samfylgd Arnar O. Johnson forstjóra Flugfélags íslands. Enn voru aðstæð- ur á Vogey kannaðar og eins við- brögð heimamanna gagnvart væntan- legum flugsamgöngum milli land- anna. Varla er hægt að segja að þeir fé- lagar væru heppnir með veður, eftir stranga sjóferð frá Kaupmannahöfn, því hnédjúpur snjór var yfir allan Vogeyjarflugvöll, svo þeim leist ekki meira en svo á blikuna við komuna þangað. Það rættist þó úr þessu nokkru síðar þegar asahláku gerði, og von bráðar var völlurinn orðinn auður. Enda þótt Vogeyjarflugvöllur hefði verið lítið notaður og lítt við haldið frá stríðslokum, ákvað Örn að fá eina af Douglas DC-3 flugvélum Flugfélags ís- lands, sem um þessar mundir var að leggja af stað heimleiðis eftir skoð- un í Bretlandi, til þess að koma þarna við og taka þá félaga með heim til ís- lands. Það var hinn 29. janúar 1956, sem þeir Aðalbjörn Kristbjarnarson og Jón R. Steindórsson renndu Snæ- faxa, TF-ISD, fyrstum ís- lenskra flugvéla, niður á Vogeyjarflugvöll og tókst lendingin þokkalega, þótt ójöfnur væru á vell- inum, að sögn Jóns R. Steindórsson- ar við greinarhöfund: „Þarna var hópur heimafólks sam- an kominn til að fagna flugvélar- komunni og mér er einn maður sér- lega minnisstæður, þegar hann gekk að vélinni og sló fætinum í annan hjólbarðann, um leið og hann spurði: „Hvað kostar svona flugfar, gamli?“ „Svona eina milljón eða svo,“ svaraði Jón. „Ja, mikið getið þið, íslendingar,“ varð Færeyingnum þá að orði og að- dáunin í svip mannsins leyndi sér ekki um leið og hann skoðaði vélina ennþá betur.“ Skýfaxi nýlentur í Færeyj- ◄ um, sumarið 1949. Eins og sjá má, voru ís- lendingarnir úr Skýfaxa fluttir í land á smábátum, þennan júlídagfýrir nærri hálfri öld. j Um þessa flugferð er eftirfarandi skráð í flugdagbók Aðalbjarnar Kristbjarnarsonar flugstjóra: 27/1 1956: Flogið frá Tollerton til GGBA - flugtími 2:05 klst. 29/1 1956: Flogið frá GGBA til Vaagö - flugtími 3:00 klst. 29/1 1956: Flogið frá Vaagö til Reykjav. - flugtími 3:25 klst. (GGBA voru einkennisstafir fyrir Prestwick-flugvöll í Skotlandi). Um þetta leyti voru samgöngur mjög stopular milli íslands og Fær- eyja, þar eð M/S Dronning Alex- andrine, sem var eina skipið er sigldi reglulega milli landanna árið um kring, hafði verið tekin til Græn- landsferða að hluta til, og m/s Hekla annaðist ferðir aðeins yfir sumartím- ann. Þetta þótti bagalegt, ekki hvað síst vegna þess að margt færeyskt fólk stundaði hér atvinnu á þessum árum. Með hliðsjón af þessu ástandi, sótti Flugfélag íslands um leyfi danskra yfirvalda til Færeyjaflugs með DC-3 flugvélum. A það vildu Danir ekki fallast vegna lélegs ástands flugvallarins á Vogey, en hins vegar vildu þeir leyfa Flugfé- Mikill mannfjöldi var sam an kominn á hafnarbakk- anum í Þórshöfn, í tilefni flugvélarkomunnar og ís- lensku gestanna. Skýfaxi sést bundinn við legufœri utarlega á höfninni. y Ahöfn Catalina-flugbátsins á götu í Þórshöfn. Þeir eru, frá vinstri: Garðar Gíslason flugmaður, Jóhann Gíslason loftskeytamaður, Anton G. Axelsson /Jugstjóri, Asgeir Samúels- son flugvélstjóri. Myndin er tekin í seinni Fœreyjaferð- inni, sumarið 1949. 338 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.