Heima er bezt - 01.09.1998, Blaðsíða 23
laginu að fljúga Catal-
ina-flugbátum sínum
milli íslands og Þórs-
hafnar.
Það gátu ráðamenn
Flugfélagsins ekki sam-
þykkt, þar sem flugbát-
arnir voru í stöðugri
notkun hér innanlands
og önnuðu vart þeim
verkefnum, enda orðnir
úr sér gengnir og við-
haldsfrekir.
Liðu svo allmörg ár
án þess að nokkuð væri
aðhafst í þessum mál-
um, ekki einu sinni SAS virtist hafa
áhuga á að koma Færeyingum í flug-
samband við umheiminn.
Vörið 1962 barst færeyskum
manni, Ragnvald Larsen að nafni,
sem um þessar mundir rak rafækja-
verslun í Reykjavík, bréf frá bróður
sínum, Lars, en faðir þeirra, Kristian
Larsen, var þá sýslumaður á Vogey. í
bréfinu hvetur Lars bróður sinn,
ásamt vini þeirra Hugo Fjördoy til
þess að leigja íslenska flugvél til
Færeyjaferðar um það leyti sem
„Vestlansevnin“-hátíðin standi yfir á
Vogey, dagana 7. og 8. júlí, þá um
sumarið.
Þetta er árviss viðburður á Vogey
og kemur þá ætíð margt fólk frá
flestum eyjanna í heimsókn til há-
tíðahaldanna.
Er ekki að orðlengja það frekar, að
Ragnvald Larsen gekk á fund Arnar
O. Johnson, sem tók málaleitan hans
vel og sagði:
„Ef þú hefur 14 farþega og tilskilin
leyfi fást, þá skal ég sjá um flugvél-
ina.“
Það átti síðar eftir að koma í ljós,
hversu snjöll hugmynd þetta var hjá
Larsen-ljölskyldunni við að koma
Færeyingum í flugsamband við ná-
grannaþjóðirnar.
Á tilsettum tíma að morgni hins 7.
júlí 1962, lyfti Gljáfaxi, TF-ISH,
fullsetinn Færeyjaförum, sér upp af
Reykjavíkurflugvelli með þá Jóhann-
es R. Snorrason yfirflugstjóra og
Guðjón Olafsson flugmann við
DC-3 flugvélin Snœfaxi, TF-ISD,
lenti á Vogeyjarflugvelli fyrst ís-
lenskra flugvéla, þegar hún sótti
þangað Örn O. Johnson og Sigga
flug, þann 29.janúar 1956. Flug-
stjóri var Aðalbjörn Kristbjarnarson
og flugmaður Jón Ragnar Steindórs-
son, síðar yfirflugstjóri Flugleiða.
Tveir af upphafsmönnum Fœreyja-
jlugsins í dyrum Gljáfaxa, þeir Hugo
Fjördoy t.v. og Ragnvald Larsen.
stjórnvölinn og var ferðinni heitið til
Vogeyjar með viðkomu á Egilsstöð-
um. Einnig var Jóhann Gíslason full-
trúi Flugfélags íslands með í för.
Greinarhöfundi er brottför Gljá-
faxa þennan júlímorgun fyrir 36
árum, harla minnisstæð, því hann var
þá starfsmaður Flugfélagsins um þær
mundir.
Flugvélin hafði verið í umfangs-
mikilli skoðun í maí og júní, og allt
endurnýjað í henni sem
þurfa þótti. Meðal ann-
ars voru sæti og öll
innri klæðning endur-
nýjuð og tók undirrit-
aður þátt í þeirri vinnu
með flugvirkjunum.
Þessi flugvél er enn-
þá í gangi eftir 55 ár frá
því að hún var smíðuð í
Long Beach í Californ-
íu, árið 1943.
Síðasta aldarljórð-
unginn hefur hún borið
nafnið Páll Sveinsson,
TF-NKP og því flestum
landsmönnum kunn.
Þrjú fyrstu árin var hún í eigu
bandaríska setuliðsins hér og var þá
kölluð „Ásta.“ Vélin komst í eigu
Flugfélags Islands 1946.
En víkjum aftur að Færeyjaferð-
inni.
Á Egilsstöðum var eldsneyti bætt á
vélina og eins var reynt að hafa
símasamband við Færeyjar, en með
litlum árangri.
„Ég gelymi því seint hvernig mér
var innanbrjósts á leiðinni út,“ sagði
Ragnvald Larsen við greinarhöfund,
er hann var spurður um ferðina.
„Flogið var í skýjum meginhluta
leiðarinnar og ég kveið því mest að
við yrðum að snúa frá Vogey vegna
dimmviðris. Að vísu hafði Gljáfaxi
eldsneyti heim til íslands aftur, en ég
sá einnig fýrir mér að ef áætlun okk-
ar félaganna með þessa flugferð færi
út um þúfur, gæti róðurinn orðið
þungur hvað varðaði næstu hópferð
til Færeyja.
Ég var svo miður mín í þessum
hugleiðingum, að ég hafði hvorki
matarlyst, né löngun í snafs, en hvort
tveggja var þó á boðstólnum í vélinni
og gerðu sumir því góð skil.
Ég var því harla glaður þegar Gljá-
faxi flaug skyndilega út úr skýja-
þykkninu og Færeyjar risu framund-
an, bjartar úr sæ, í allri sinni dýrð.“
Þegar flugvélin lenti á flugvellin-
um um hádegisbilið, hópaðist heima-
fólkið að henni og urðu þarna fagn-
aðarfundir. Kristian Larsen sýslu-
Heimaerbezt 339