Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Side 25

Heima er bezt - 01.09.1998, Side 25
Umsjón: Ingvar Björnsson ÁSKRIFANDI FIÓRÐUNGSINS Landshluti: Norðurland Verðlaunaáskrifandi: Kristveig Björnsdóttir Valþjófstöðum 3 Núpasveit við Öxar^örð Verólaun: Bókaflokkurinn „Faðir minn..., “ 6 bindi. Viðmœlandi minn að þessu sinni er Kristveig Björnsdóttir, til heimilis að Valþjófsstöðum 3 í Núpasveit við Öxarfjörð. Spurningum þeim er ég lagði fyrir Kristveigu, svo og því er hana langaði til að koma hér á framfœri, svaraði hún á eftirfarandi máta: r g er fædd á Kópaskeri við Ox- arijörð 2. janúar 1927. For- eldrar mínir voru Rannveig Gunnarsdóttir frá Skógum í Öxar- firði, f. 1901 og Björn Kristjánsson frá Víkingavatni í Kelduhverfi, f. 1880, og var hún seinni kona hans. Þau voru bæði af rótgrónum Norður- Þingeyskum ættum og alin upp við þær aðstæður, þar sem gestrisni og rausn réði ríkjum, enda báðir þessir bæir í þjóðbraut við samgöngur þess tima. Árið 1916 var faðir minn fenginn til að taka við framkvæmdastjóra- starfi við Kaupfélag Norður-Þingey- inga, með aðsetur á Kópaskeri, en fram að þeim tíma hafði fram- kvæmdastjórinn búið annars staðar, sem var til mikils óhagræðis fyrir fé- lagsmenn, eins og samgöngum var háttað og ekki einu sinni sími nema á einstöku stað. Foreldrar mínir settu því saman heimili á þeim stað árið 1918, í ný- lega byggðu húsi Kaupfélagsins, stóru húsi, sem kom til með að gegna margháttuðu hlutverki, hýsa skrifstofúr Kaupfélagsins, síma- og pósthús sveitarinnar, auk stórrar fjöl- skyldu og mikils gestagangs allan ársins hring, en þegar þarna var komið, var aðeins ein Qölskylda fýrir á Kópaskeri og fyrsta íbúðarhúsið byggt 1912. Það má því rekja upphaf þéttbýlis í þorpinu til þessara ára. Foreldrum mínum varð sex barna auðið, en af fyrra hjónabandi átti hann einn son, auk þess tóku þau þrjár telpur, 8-9 ára, til fósturs eftir að þær höfðu misst mæður sínar, en það gerðist ekki á sama tíma, heldur 1918, 1922 og 1935. Auk þess dvöldu fleiri börn á heimilinu um lengri eða skemmri tíma. 20. september 1950 giftist ég Hall- dóri Sigurðssyni, f. 11. febrúar 1925, á Valþjófsstöðum í sömu sveit, Núpasveit. Er sá bær 9 kílómetrum sunnan við Kópasker. Foreldrar hans voru einnig af rót- grónum N-Þingeyskum ættum, þau voru Ingunn Árnadóttir, f. 1899, elsta dóttir þess manns er byggði fyrsta íbúðarhúsið á Kópaskeri, og Sigurður Halldórsson, f. 1886, en hans fólk hefur búið á þessum bæ frá því um Heima er bezl 341

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.