Heima er bezt - 01.09.1998, Side 28
Öll fjölskyldan saman komin við brúðkaup yngsta sonarins, árið 1992. Fimm
litlar telpuhnyðrur ófæddar.
ánægju. Saman höfum við og farið í
nokkrar utanlandsferðir á seinni
árum. 1991 fór ég með íslenskum
organistum í þriggja vikna ferð til
Parísar, Rómar og Capri, og voru
það ógleymanlegir dagar, og líklega
var hápunkturinn þegar við stóðum
öll uppi á sviði og sungum þjóðsöng-
inn okkar fyrir páfann og fullan,
stóran sal af áheyrendum.
Hér á Valþjófsstöðum hef ég nú
dvalið í 47 ár og unað mér vel. Lífið
hefur í rauninni farið um okkur
mjúkum höndum, þó að mikið hafi
verið unnið og ekki sé hægt að segja
að það hafi allt verið auðvelt fyrr á
árum, meðan þægindi voru minni.
Ég get t.d. sagt með sanni, að ég
upplifði það aldrei á mínum barnaár-
um að setja bleyju í sjálfvirka
þvottavél (hvað þá nota pappírsbleyj-
ur), en daglegt hlutverk var að sjóða
þær í potti á eldavélinni, en á þessum
tíma var aðalþvotturinn aðeins þveg-
inn hálfsmánaðarlega.
Mjólkurverkin reyndust einnig ansi
drjúg, skyr- og mysuostgerð, svo og
smjörgerð og fylgdi
þessu mikill íláta-
þvottur, en auðvitað
var þetta einungis
það sem allir bjuggu
við á þessum tíma.
Ég skil þó varla enn
í dag hvemig maður
komst í gegnum
þetta, ásamt með því
að sauma og pijóna
allflest á bömin og
margt fleira.
Hér er „hátt til
lofts og vítt til
veggja,“ bæjarhús
og heimatún standa á sléttlendi með
lyngi vöxnum móum á þrjá vegu. Þar
ofan við rís svo Valþjófsstaðafjallið í
suðaustri, en í norðvestri blasir
strandlengjan við, allt norður að
Snartarstaðanúpi. Að sunnan tak-
markast svo Núpasveit af Öxarnúpi,
sem er nokkuð uppi í landinu,
skammt ofan við vatnasvæði Jök-
ulsár á Fjöllum. Það er því mjög stutt
héðan í náttúruperlumar Ásbyrgi og
aðra undurfagra staði í nálægð árinn-
%
ar.
Malargryfjan, sem Kristbjörg hóf að
rækta upp rétt ofan við vegamótin
heim að Valþjófsstöðum.
Undan Valþjófsstaðafjalli kemur
samnefnd á, þaðan fáum við frábært
vatn, rennandi beint inn í krana, en
mestu hlunnindin teljast þó raflýs-
ingin, en rafstöð var byggð hér þegar
árið 1930, og hefur hún síðan tvisvar
verið endurbyggð og stækkuð og
veitir nú ljósi og yl í fjögur hús.
Ég er forsjóninni þakklát fyrir það,
hve hún hefur farið mjúkum höndum
um mig og mína. Ég ólst upp við ást
og umhyggju, en einnig það að fá að
taka þátt í daglegum störfum og læra
að bera ábyrgð, sem ég tel ómissandi
hverju barni. Ég fékk að mennta
mig, var einn vetur á Laugarvatni og
síðan tvo í Samvinnuskólanum o.fl.
skólum. Hefði þó kosið að kunna
meira fyrir mér i tungumálum.
Seinna giftist ég góðum manni og
er þakklát fyrir að vera staðsett í svo
nánu sambandi við náttúruna. Ég
held að ég hefði ekki unað mér betur
í þéttbýli, það er svo gefandi að
starfa rneð landinu en um leið að
njóta frelsis og næðis, það er ómet-
anlegt.
Við höfum eignast góð böm, sem
alltaf sýna okkur umhyggju, og nú
eru barnabörnin orðin 21, allt frískir
og duglegir krakkar.
Við höfum allt til alls (en erum
ekki gefin fyrir lúxus) og hvers getur
maður þá meira krafist meðan heils-
an er góð?
344 Heima er bezt