Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Page 30

Heima er bezt - 01.09.1998, Page 30
Óldnum vini, úrvalsdreng, ei þó gleyma vildi. Verkin, sem ég vann með þér, verma hugann lengi. Minninganna akur er eins og rósavengi. Þiggðu frá mér þökk og hrós, þér ég glaður segi: Trúar þinnar tæru Ijós tindra á mínum vegi. Ljóssins föður lofa ber, lífsins perlur skína. Sunnanblærinn beri þér, bestu kveðju mína. Aðalheiður Kristinsdóttir frá Gafli í Víðidal, seinna bú- sett í Svíþjóð, orti eftirfarandi ljóð, sem hún nefnir Angan af rós Er drýpur af trjánum regnið rótt, ég reika um skógarins lund, ég leita þar nœðis um náttmálastund, ég nýt þess hvað allt er hljótt. % Við ilminn af trjánum og angan af rós, varyndi er sefaði þrá, og myndir í skýjum við mánaljós, svo margar ég fékk að sjá. Hinn barnslegi söngur hann bergmálar enn í brekkum og klettaþröng, og draumarnir runnu' út í sandinn senn, sem nam ég mörg kvöldin löng. I barnsins huga þó birtist Ijós, sem bitur örlögin ná, ég þráði að syngja um sól og rós og segja heiminum frá. En sumrin hverfa í skuggana inn, með skammdegi vetrar á brá, ylurinn lifir þó enn um sinn í arni við minninga þrá. Unnur Elíasardóttir sendir okkur ljóð eftir föður sinn, Elías Kristjánsson frá Elliða, og er það úr bréfi hans til Sigríðar Jóhannesdóttur, móður hennar: Eg girnist ennþá gleðina, með geislastaf um enni, hef þó ótal andvana eignast börn með henni. Sendu nú, fyrst nóg er til og nœgtin ekki þrotin, kœrleiksgeisla og ástaryl inn i dimmu skotin. Aldrei verðum öreigar þó eyði égpundi mínu, meðan gref ég gleðinnar, gull úr hjarta þínu. Oft er hressing hrelldri lund, hörpustrengi að knýja, vefjast hlýrri vinarmund og vondan selskap flýja. Armur minn nœr ei til þín, ástarhót að sýna. Lifðu blessuð Ijúfan mín, lífstíð alla þína. Þennan hluta þáttarins endum við svo á vísu eftir Kára Kortsson, sem hann nefnir Árstíðaskipti Nú haustar að og húmar senn, hœgt að vorum ströndum. Blíðan sumars burtu enn, brunar seglum þöndum. Áskorunin Og þá er kominn tími á nýja áskorun hjá okkur og lát- um við fyrrgreinda Aðalheiði Kristinsdóttur eiga upp- hafsorðin að henni, með þessari vísu: Astin varir alla tíð, innst við hjartarœtur. Hún er bæði grimm og blíð, en best um dimmar nœtur. Og að venju eiga svarvísur að heijast á síðasta staf upp- hafsvísunnar, sem í þessu tilfelli er bókstafurinn „R.“ Efnisval má vera nokkuð frjálst, en ekki er verra ef það tengist eitthvað innihaldi ofangreindrar vísu. Látum við þá lokið að sinni og minnum á heimilisfangið: Heima er bezt, Armúla 23, 12S Reykjavík. 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.