Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Side 31

Heima er bezt - 01.09.1998, Side 31
Einar Vilhjálmsson: L V Fyrirboðar og vitranir Þegar vélbáturinn Alda, NS 202, fórst Vetrarvertíðina 1946 gerði Þórar- inn Björnsson útgerðarmaður á Seyðisfirði, út bát sinn m/b Öldu, NS 202, á línu frá Hafnarfirði. í áhöfn voru Hrólfur Sigurðsson skip- stjóri, frá Húsavík, 24 ára, Ársæll Þórarinsson 1. vélstjóri, frá Seyðis- firði, 19 ára, Jón Sigmundsson 2. vélstjóri, frá Helgafelli á Svalbarðs- strönd, 19 ára, Guðmundur Magnús- son háseti, frá Seyðisfirði, 19 ára og Hákon Sigurðsson, háseti, frá Seyð- isfirði, 45 ára. Landmenn voru: Þórarinn Björns- son, landformaður, Guðjón Þórarins- son frá Seyðisfirði, Jóhann Gunnars- son frá Húsavík og Jóhann Dag- bjartsson frá Seyðisfirði, Sigurður Júlíusson frá Seyðisfirði og Steindór Úlfarsson frá Seyðisfirði. í byrjun febrúar forfallaðist Hákon Sigurðsson og Jóhann Gunnarsson fór nokkra róðra í stað hans. Þegar Alda kom úr róðri hinn 8. febrúar, flutti Jóhann sig í land og þvertók fyrir að fara fleiri róðra. Þór- arinn Björnsson útgerðarmaður Öldu, bað hann að fara einn róður í viðbót en Jóhann sat við sinn keip, honum varð ekki þokað. Ástæðan var sú að Jóhann hafði dreymt illa á landleiðinni og slíkur óhugur fylgdi draumnum að hann ákvað að fara ekki fleiri róðra, hvað sem í boði væri. Auk þess hélt hann að Hákon væri kominn til heilsu og mundi fær um að fara næsta róður, en svo reyndist ekki vera. Þórarinn sneri sér þá til Jóhanns Dagbjartssonar og bað hann að fara á sjóinn, en hann neitaði ákveðið í fyrstu. Elendína, móðir hans, hafði tekið af honum loforð um það, þegar hann fór í verið, að hann færi alls ekki á sjó. Þórarinn gekk fast á hann og gaf Jóhann að endingu kost á því að fara þennan eina róður, með því móti að móðir hans fengi ekki spurn- ir af þvi. Að kvöldi 8. febrúar fór Alda í róður, enda gott sjóveður, veðurspáin hagstæð og almennt róið. Þegar leið á nóttina tók veður að versna með norðvestan hvassviðri. Þegar leið að hádegi var komið fárviðri, 12 vind- stig með stórsjó og éljagangi. Margir bátar lentu í hrakningum og urðu sumir fyrir áfollum og fjórir bátar fórust. Þeir voru: Magni NK 68, Geir GK 198, Max ÍS 8, og Alda NS 202. Brak úr Öldu rak á fjörur á Mýrum og var þá sýnt að hún hafði farist með allri áhöfn. Alls drukknuðu í þessu veðri tutt- ugu sjómenn, átján með bátunum sem fórust en tvo tók út af m/b Há- koni Eyjólfssyni, GK 212. Heimildir: Þrautgóðir á raunastund III, eftir Steinar J. Lúðvíksson, Jóhann Gunnarsson, Húsavík, Guðjón Þórarinsson, Keflavík. Draummaður Ingvars Pálmasonar, útgerðar- manns á Norðfirði Árin 1893 til 1898 stundaði Ingvar Pálmason útgerð frá Norðfirði á ára- báti, við þriðja mann og var sjálfur formaður á bátnum. Hafði hann þá draummann, sem var honum vinveittur og sagði hon- um margt gagnlegt. Fyrsta koma draummannsins tegndist eftirfarandi atburði: Móðir hans, Guðrún Sveinsdóttir, lá í lungnabólgu, en ekki þungt hald- in. Einn dag sem oftar, lagði Ingvar sig til svefns í herbergi í rishæð húss- ins. Móðir hans lá í herbergi þar inn af. í svefninum þykist hann eiga tal við ókunnan mann, er vitraðist hon- Heima er bezt 347

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.