Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1998, Side 33

Heima er bezt - 01.09.1998, Side 33
son komust upp á Faxasker, en af- drep var ekkert. Þegar björgunar- menn komust í skerið, fjörtíu klukkustundum síðar, voru mennirn- ir látnir. Faðir Óskars, Magnús Þórðarson, bjó á Skansinum. Nóttina eftir slysið brast ein rúðan og flugu brotin inn á gólf. Taldi hann það boða sér lát son- arins. Magnús hafði búið þarna í áratugi og rúða aldrei brotnað vegna veðurs eða áfoks. Forspá Garðars Guðnuindssonar frá Rafnkelsstöðum I lok síldarvertíðar haustið 1959, lá m/b Rafnkell GK 510, við Hafsilf- ursbryggju á Raufarhöfn. Ahöfnin var að þrífa bátinn eftir úthaldið og búast til heimferðar. Utan á Rafnkeli lágu nokkrir norskir síldveiðibátar. Ég var að fara til þess að tollafgreiða þá þegar Garðar Guðmundsson skip- stjóri á Rafnkeli, kallaði til mín og bað mig að koma til sín upp í stýris- hús. Við vorum lítillega kunnugir og fór hann að segja mér frá áhyggjum sín- um varðandi bátinn. „Síðan ég kom um borð í þennan bát, hef ég haft það á tilfinningunni að hann væri að sökkva undir mér, hann er svo slappur á afturendann. Andstætt því, sem ætti að vera, þá líður mér illa þegar ég afla vel. Það er verið að byggja bát í Hollandi, sem ég á að taka við í vor, en hann kemur of seint fyrir mig, ég ferst með þessum báti.“ Við kvöddumst og fundum okkar bar ekki saman aftur. Um klukkan tvö, aðfaranótt fjórða janúar 1960, fór Rafnkell í línuróður ásamt öðrum bátum, sem reru frá Sandgerði. Hvasst var og vont í sjó, en þó talið línuveður. Klukkan fimm um morguninn hafði Eggert Gíslason skipstjóri á Víði II., talstöðvarsam- Garðar Guð- mundsson, f. 2.4. 1918,frá Rafnkelsstöð- um í Garði. band við Rafnkel. Var þá ekkert að hjá þeim. Nokkru síðar sá Sigurður Bjarnason skipstjóri á Mumma, til ferða Rafnkels. Það var það síðasta sem sást til hans. Leitarflokkar, sem gengu fjörur fimmta janúar, fundu brak úr Rafnkeli og veiðarfæri merkt honum. Var þá orðið ljóst um örlög báts og manna. Þeir, sem fórust, voru: Garðar Guðmundsson skipstjóri, Garði, 41 árs; Björn Antoníusson stýrimaður frá Fáskrúðsfirði, 31 árs; Vilhjálmur Ásmundsson 1. vélstjóri, Sandgerði, 33 ára; Magnús Berents- son matsveinn, Sandgerði, 42 ára; Jón Sveinsson háseti, Sandgerði, 36 ára og Ólafur Guðmundsson háseti, Sandgerði, 36 ára. Heimildir: Þrautgóðir á raunastund XIV., eftir Steinar J. Lúðvíksson, Guðmundur Garðarsson skipstjóri, Ytri Njarðvík, Garðar Guðmundsson, skipstjóri, Garði. Örlagaspá Síðsumars árið 1930 kom Eva Hjálmarsdóttir í heimsókn á Sjúkra- hús Seyðisfjarðar. Forstöðukonan, Sigrún Grímsdóttir, bauð Evu til kaffidrykkju, ásamt Oddfríði og nokkrum öðrum konum. Oddfríður þótti snjöll að lesa í bolla og var þá mjög alvarleg á svip- inn. Konurnar notuðu tækifærið og fengu hana til þess að lesa þeim spár. Þegar kom að bolla Evu, var henni spáð langri sjúkrahúsvist í Reykja- vík. Rættist þessi óvænta spá skömmu síðar. í bolla Bjargar Grímsdóttur kvaðst hún sjá þá stærstu jarðarför sem hún hefði augum litið. „Þetta getur vel verið,“ svaraði Björg rólega. „Hann bróðir minn er alltaf að jarða annað slagið.“ Þegar Oddfríður leit í sinn eigin bolla roðnaði hún upp í hársrætur. „Hún er þarna líka, þessi jarðarfor, það lítur út fyrir að hún sé eitthvað viðkomandi mér sjálfri,“ sagði hún. Þetta var á sunnudegi en Sigfinnur Mikaelsson, þrjár dætur hans og þrír synir Oddfríðar, drukknuðu á fimmtudeginum 23. september 1930, eins og síðar verður vikið að. Heimild: A dularvegum, eftir Evu Hjálmarsdóttur (Norðri 1953). Feigð Sigfinns Mikaelssonar Um miðjan september 1930, var verið að skipa út saltfiski úr Mad- senshúsum á Seyðisfirði og lá skipið við Madsensbryggju. Kom þá Sig- finnur Mikaelsson heim í Garðhús, hús Hjálmars Guðjónssonar og Elísa- betar Baldvinsdóttur. Sigfinnur var aufúsugestur hvar sem hann kom, var hann bæði fróður og sagði skemmti- lega frá. Elísabet húsfreyja bauð honum til stofu, þar sem Eva dóttir hennar lá. Var honum borið kaffi og var að segja Evu skemmtilegar sögur af Oddi Hjaltalín landlækni. En skyndi- lega brá svo við að andlit hans for- myrkvaðist og ólýsanleg angist skein úr augum hans. Eva sat á móti Sig- finni við borðið og brá mjög við, einnig móður hennar. Sigfinnur hætti við kaffið, stóð upp frá borðinu, tók húfu sína og gekk út án þess að segja orð. „Guð hjálpi honum,“ sagði hús- freyja, „hann hlýtur að vera feigur.“ Skömmu síðar kom Hjálmar heim og spurði hvort Sigfinnur hefði kom- ið í heimsókn. Kváðu mæðgur svo vera. Hjálmar sagðist hafa mætt Sig- Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.