Heima er bezt - 01.09.1998, Page 34
finni við Madsenshúsin og heilsað
honum, en hann verið eins og
þrumuský og ekki tekið undir kveðj-
una.
Taldi fólkið þetta feigðarboða.
Viku seinna, þann 23. september
fórst Sigfinnur með þremur dætrum
sínum og þremur sonum Oddfríðar
og Sveinbjöms nágranna hans.
Blaðið Austfirðingur birti eftirfar-
andi frásögn af atburðinum:
„Hörmulegt slys varð hér í firðin-
um þann 23. þ.m. Sigfinnur Mikaels-
son bóndi á Grítáreyri, var að flytja
heim hey, er hann hafði aflað sér á
Dvergasteinsengjum, á litlum vél-
báti, þiljuðum, er hann hafði fengið
lánaðan hjá Sveinbirni Ingimundar-
syni á Vestalseyri.
Bátnum íylgdi elsti sonur Svein-
björns, Jóhann 20 ára að aldri og
tveir yngri bræður hans, Ingvi Hrafn
15 ára og Ingimundur 13 ára. Með
Sigfinni vóru einnig við heyflutning-
inn 3 ungar dætur hans, Helga 13
ára, Pálína 11 ára og Anna Steinunn
10 ára. Báturinn lá fyrir festum ör-
skot frá landi við svonefnda Kol-
staðahöfn í Dvergasteinslandi og var
heyið flutt út í hann á róðrarbáti. En
er síðustu heybaggarnir vom fluttir í
bátinn og allt áður nefnt fólk í hann
komið til heimferðar, hvolfdi bátnum
snögglega, hefúr eflaust verið of há-
fermdur.
Fólk í landi, er var við heyskap
þama skammt frá, sá þegar slysið
vildi til, og var jafnskjótt náð í bát
þann er næstur var, og róinn lífróður
á vettvang. En er að var komið, voru
engin önnur vegsummerki en hey-
baggamir sem flutu um sjóinn, en
allt fólkið drukknað og báturinn á
mararbotni.
Sigfinnur Mikaelsson var um
fimmtugt, vaskleikamaður, glaðvær,
hagyrtur, drengur góður og vinmarg-
ur. Ungmennin 6 er með honum fór-
ust á svo sviplegan hátt, voru öll hin
efnilegustu. Enginn af þeim sem fór-
ust, né þeim er á horfðu, kunnu sund.
Er það meira alvörumál en margan
gmnar og verður að því vikið hér í
blaðinu síðar.
Þegar þetta er ritað hefur tekist að
finna lík allra, sem fórust, nema
yngstu dóttur Sigfinns sál., sem enn
er eigi fundin.“
Sveinbjörn hafði sent Vilberg son
sinn, inn í kaupstað með bréf til
sýslumanns, og varð það honum til
lífs.
Heimildir:
Á dularvegum, eftir Evu Hjálmarsdóttur,
Blaðið Austfirðingur, Seyðisfirði.
Eðvald boðar dauða
Eyjólfs, sonar síns
Eðvald Eyjólfsson póstur, (f. 1870,
d. 1941), kom oft á verkstæðið til
Jóns Grímssonar (f. 1858, d. 1948),
söðlasmiðs á Seyðisfirði, til skrafs
og ráðagerða, og var vinfengi með
þeim.
Aðfararnótt 11. nóvember 1944,
dreymdi Jón Grímsson að Eðvald
Eyjólfsson kæmi til hans á verkstæð-
ið og segði:
?„Nú er Eyjólfur sonur minn dauð-
ur.“
Eyjólfur Eðvaldsson ( f. 1. sept.
1897, d. 10. nóv. 1944), var 1. loft-
skeytamaður á e/s Goðafossi, þegar
honum var sökkt við Garðskaga,
/
Jón Grímsson
hinn 10. nóvember 1944, um klukk-
an 13:00, með tundurskeyti frá þýsk-
um kafbáti.
Eyjólfur særðist illa á andliti við
sprenginguna, en komst á fleka
ásamt fleirum. Vistin á flekanum var
köld, þar sem fólkið sat í sjó, allt til
mittis. Hjálp barst þeim ekki fyrr en
um klukkan 15:30, að annað fylgdar-
skipið, Northern Reward, kom til
björgunar. Eyjólfur var þá svo
mæddur af sárum og vosbúð, að
hann andaðist áður en komið var til
hafnar um miðnættið.
Hafði hann sýnt frábæra karl-
mennsku allt til síðustu stundar.
Goðafoss hafði verið í forystu fyrir
skipalest með fjórum öðrum kaup-
skipum, sem tveir vopnaðir togarar
gættu.
Við Garðskaga komu þeir að olíu-
Eyjólfur
Eóvaldsson
skipi, sem stóð í björtu báli og fóru
þeir til björgunar nítján mönnum,
sem komnir voru í björgunarbát. Fór-
ust þeir síðan allir með Goðafossi
ásamt tíu farþegum og fjórtán úr
áhöfn.
Eyjólfur var háseti á Goðafossi
elsta, þegar hann strandaði á Straum-
nesi í nóvember 1916, og loftskeyta-
maður á e/s Sterling, þegar hann
strandaði á Borgartanga, yst og norð-
anvert við Seyðisfjörð, 1. maí 1922.
Útfór Eyjólfs Eðvaldssonar fór
fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
23. nóvember 1944, og var þá jafn-
framt minningarguðsþjónusta um þá,
sem fórust með Goðafossi.
Jón Grímsson fékk ekki staðfest-
ingu á orðum Eðvalds frá því um
nóttina, fyrr en um kvöldið, þegar
fréttin af slysinu barst til Seyðis-
fjarðar.
Heimildir:
Vilhjálmur Jónsson,
Þrautgóðir á raunastund,
Öldin okkar,
Loftskeytamenn ogfjarskiptin.
gQe
350 Heima er bezt