Heima er bezt - 01.09.1998, Side 38
þessu. En eitt var víst. Hólmfríður
Sigtryggsdóttir var komin í vist og
líkaði vel. Hún virtist ætla að komast
yfir ógæfima sem hún varð fyrir af
hendi Sigurjóns á Læk. Sá maður
hafði ekkert sést í Árdalnum, enda
hafði Ásbjörn ekki haldið neina
hreppsnefndarfundi meðan sláttur
stóð yfir. Sumir vildu meina að Sig-
urjón óttaðist að Gangna-Siggi gengi
frá honum ef hann sæist í dalnum, en
flestir héldu það hjóm eitt.
Hvað sem öðru leið, það var komin
sunnudagur, og miðsumarsmessa hjá
Jóni í Árdal. Það var siður manna í
sveitinni að mæta til guðsþjónustu á
miðsumarsmessunni hvernig sem á
stóð í verkum. Þetta þótti hinn besti
siður og enginn harmaði það þó að
missumarsmessuna bæri upp á góð-
viðrisdag. Yfirleitt var þessi messa
kærkomið upplit frá stritinu, góð til-
breyting og ástæða til að hittast. Ekki
þótti síður ástæða til að sækja mess-
una ef góð var tíð. Ef fólk gat ekki
litið upp úr stritinu til að lofa guð
sinn, þá átti það ekki skilið áfram-
haldandi gott veður.
Það, sem gerði þessa messu frá-
brugðna öðrum miðsumarsmessum,
var fyrirhuguð skírn einkadótturinnar
á Hóli. Fólkið í sókninni vildi gjarn-
an vita hvernig barnið þroskaðist og
hvaða nafn hún hlyti. Ásta og Þor-
steinn virtust hafa yngst um mörg ár
við það að fá þessi litlu stúlku og
fólk óskaði þess að þrátt fyrir vafa-
saman uppruna, myndi hún líkjast
kjörforeldrum sínum sem mest. Fólk-
ið í sveitinni samgladdist þeim hjón-
um innilega, því að þó að mikið væri
skrafað manna á millum, þá var ein-
hugur fólksins einlægur ef eitthvað
bjátaði á. Alltaf var næsti maður til-
búinn til að hjálpa ef eitthvað var að,
hvað svo sem gert var eða sagt þess á
milli. Þessi einstæða og ef til vill
undarlega samstaða var eflaust
sterkasta afl sveitarinnar. Og ef til
vill var umtalið dálítið skiljanlegt.
Um eitthvað varð að tala og ekki var
alltaf svo mikið að gerast á lands-
mælikvarða. Þó bar það oft við að
menn komust í ham ef talið barst að
pólitík. Var það nokkuð skipt, flestir
studdu framsóknarflokkinn, utan þeir
bræður Geirmundur og Gangna-
Siggi. Voru þeir raknir sjálfstæðis-
menn og glöddust því mjög er stjórn
Ólafs Thors tók við. Urðu þá oft
snarpar umræður á milli manna, því
framsóknarflokkurinn var í stjórnar-
andstöðu en íhaldið stjórnaði með
krötunum. Þótti bændum þeir hart
leiknir. Samt var ekki svo mikil póli-
tík í sveitinni. Þorsteinn á Hóli og
Sigurjón á Læk voru yfirleitt dugleg-
ir að vinna fyrir framsókn, en vinnan
fyrir íhaldið féll á herðar Geirmund-
ar. Um annað var ekki að ræða í
sveitinni. Menn voru annað hvort
grænir eða bláir, annað var ekki til.
En þennan sunnudag var enginn að
hugsa um pólitík fremur en heyskap.
í Árdal var mikið um að vera. Sigríð-
ur prestmaddama hafði krafist þess
að fá að halda skírnarveislu fyrir
hjónin á Hóli. Sjálf hafði hún séð
stúlkubarnið og langaði til að eiga að
einhverju leyti þátt í tilkomu þess.
Dóttur hafði hún sjálf ekki eignast,
en óskaði þess í bænum sínum að
brátt yrði hún amma. Það hlaut bara
að vera að Páll og Sigurveig færu að
gifta sig og færa henni í heiminn
kærkomin ömmubörn.
Ásta á Hóli hafði sjálf viljað halda
skímarveislu fyrir dóttur sína en að
lokum hafði Sigríður talið hana á sitt
band.
- Þú átt að hugsa urn barnið, elsk-
an mín, sagði hún. Ekki standa í
kökubakstri og trakteringum. Mig
langar að gera þetta, ég vil ekki
missa af því að hafa messukaffi á
miðsumarsmessunni.
Það endaði því með því að þær
gerðu þetta í sameiningu og það var
mikið bakað á bæjunum þeim.
Svo ótrúlega vildi til að allir á bæj-
unum sem tilheyrðu Árdalssókn, gátu
mætt í miðsumarsmessuna. Gangna-
Siggi mætti með sína fjölskyldu alla
og þótti mörgum það hinn fríðasti
hópur. Ungir sem aldnir komu til
messu þennan dag og mikið stóð til.
Fólkið safnaðist saman fyrir utan
kirkjuna, búið í sitt fínasta púss.
Heiða á Hóli stóð hjá frænku sinni og
gjóaði augunum í kringum sig. Hún
hafði vonast til að hitta Árna við
messuna, en hann var hvergi sjáan-
legur enn. Þó var heimafólkið komið
út og presthjónin búin að heilsa öll-
um kirkjugestum. Þegar gengið var
til kirkju sá Heiða hvar Ámi kom, en
það var enginn tími til að heilsast.
Séra Jón var genginn til kirkju með
söfnuðinn á hæla sér.
Það var falleg athöfn í kirkjunni í
Árdal þennan dag. Sólin skein inn
um gluggana. Séra Jón var í essinu
sínu og mæltist vel. Hann lagði út frá
mannkærleika og samhug öllum til
handa. Einnig lofaði hann drottinn
fyrir gott sumar og bað fyrir söfnuði
sínum. Þá var komið að skíminni.
Litla stúlkan var klædd í fallega kjól-
inn sem Sigríður hafði fært henni.
Hún svaf róleg í fangi móður sinnar,
sem hafði pela innan seilingar. Hún
vildi ekki að litla prinsessan færi að
öskra mikið í kirkjunni. Björn, faðir
Ástu, hélt á stúlkunni undir skírn, en
hinn afinn og amman, tóku að sér
hlutverk guðmóður og föður. Barnið
var skírt Sóley. Sú stutta var róleg á
meðan séra Jón jós hana vatni og tók
hana í söfnuð Jesú Krists. Að lokum
bauð séra Jón öllum til kaffidrykkju í
húsi sínu og gat þess að Sigríður og
Ásta væru í sameiningu að bjóða til
veislunnar.
Athöfninni var lokið og allir voru
glaðir. Sóley var nafn sem virtist
sóma sér vel á litla stúlkubarninu.
Hún hafði jú sprottið óvænt upp í
sveitinni þeirra þetta sumarið, og var
kærkomið blóm í garðinum þeirra.
Það var ekki lítið rausnarlegt kaffi-
borðið í Árdal. Rjómatertur og hnall-
þórur ýmiskonar virtust óendanlega
margar. En sveitungarnir neyttu veit-
inganna óspart. Ýmsir gaukuðu líka
aur eða einhverju öðru að litlu
stúlkunni á Hóli og hún var mun rík-
ari eftir daginn en áður.
Bændurnir komu sér allir fyrir inni
í betri stofunni og ræddu landsins
gagn og nauðsynjar. Séra Jón gaf
mannskapnum í nefið og gömlu
mennirnir tóku vel í það. Þeir ræddu
354 Heima er bezt