Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 5
'iHm
? ðgðn^ ,*
■
Rætt við Guðleif Sigurjónsson
fv. garðyrkjustjóra í Keflavík.
Guðleifur Sigurjónsson er borinn og barnfœddur Keflvíkingur.
Eins og títt var um börn og unglinga við sjávarsíðuna á upp-
vaxtarárum hans, var snemma farið að taka til hendi og
draga björg í bú. Keflavík var þá fyrst og fremst verstöð, þaðan
sem tugir aðkomubáta sóttu sjó á vertíð og plássið fylltist af
fólki hvaðanœva að aflandinu til að starfa við sjófangið. Ið-
andi mannlíf, angan affiski og skellir mótorbáta að koma og
fara, og lífsbjörgin var fiskur.
Svo var komið að vertíðarlokum, bátarnir og fólkið sem
fylgdi þeim hurfii á braut.
Ungur drengur, rétt tíu ára gamall og elstur fjögurra systk-
ina, missir foður sinn og finnur að á herðum sínum hvíla
skyldur við móður og systkini, að afla matbjargar. Hann hafði
átt sér þann draum að ganga menntaveginn en slíkar vœnt-
ingar urðu nú að engu. Tvítugum opnast honum þó nýr heim-
ur. Sem sumarmaður austur í sveitum, kynnist hann garðyrkju
sem atvinnugrein, heillast afhenni og sest síðan á skólabekk
til að fullnuma sig í frœðunum.
Áratugum saman tengdist hann síðan gróðri og garðyrkju
og ekki að ófyrirsynju að hann gengur undir nafhinu Grasa-
Leifi.
Hann gerðist garðyrkjustjóri Keflavíkur, sá fyrsti sem gegndi
því starfi, hafði forystu um að friða Reykjanesið fyrir ágangi
búfjár og var einn afbrautryðjendum um skógrœkt á Suður-
nesjum.
En Guðleifur lét sig ekki aðeins varða gróður jarðar því frá
unga aldri hefur hann sinnt því hugðarefhi sínu að bjarga
sögulegum munum og minjum frá glatkistunni og frá árinu
Heima er bezt 245