Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Page 12

Heima er bezt - 01.07.1999, Page 12
annan, svo að á hausti var búið að reka það fram og til baka hér um svæðið. Á löngum tíma tókst okkur þó að losna við féð héðan af nes- inu. Ég varð snemma formaður Skógræktarfélagsins hérna og þar fékk ég samþykkt að skag- inn yrði lokaður af fyrir allri beit, utan þess að vera með sér- stök beitarhólf. Ég fékk síðan Skógræktarfélag íslands til að styðja mólið. Ég fór með sam- þykktina til allra sveitarstjór- anna hér ó Reykjanesi og bað þó um að opna bréfið að mér viðstöddum svo ég gæti rætt þetta og fór með jdyrði frd þeim öllum nema Grindvíkingum, þeir voru erfiðir. Girt var í tveim- ur dföngum. Fyrst var girt fró miðjum Stapanum og yfir í Ósabakka, því þar var skógræktar- girðing, og alveg suður á Reykjanes, en við fengum aldrei að loka vegin- um fyrir Vegagerð- inni, þannig að girð- ingin gerði aldrei nægilegt gagn. Síðan, eftir nokkur dr, tókst okkur að koma þeirri girðingu á sem er í dag. Að vísu er hætt að hugsa um hana núna. Land- græðsla ríkisins kom inn í spilið og girti. Þegar ég kom hingað aftur, sem garðyrkjustjóri, hafði Hallgrímur Eg- ilsson á Grímsstöðum í Hveragerði komið hingað með einn vörubíl hlaðinn af plöntum og sumarblómum einn dag að vori og selt hér ú torgsölu. En þegar ég kom, lét ég bæinn versla við hann og tók síðan líka plöntur frd honum í umboðssölu. Ég verslaði líka við fleiri, bæði inn í Fossvogi og víðar. Síðan fékk ég kart- öflugarð til afnota, sem var rétt við hliðina d skrúðgarð- inum og við fórum að selja þar fjölærar plöntur, sumar- blóm og runna. Konan mín sú um þetta fyrst í stað. Síð- an byggði ég mér einbýlishús upp í Þverholti hérna í Keflavík og fékk land þar fyrir ofan og setti upp töluvert mikla gróðrarstöð þar sem ég ræktaði upp og keypti mikið af trjdm og runnum og fjölærum plöntum. Eg setti upp plasthús og reiti og pottaði allt í mjólkurfernur. Það þýddi að fólk gat komið, fram eftir öllu sumri, og keypt. Þetta voru hnausaplöntur, sem hægt var að setja I garðyrkjustöð Jóns H. Björnssonar í Fagra- hvammi í Hveragerði 1960. Frá vinstri: Tvœr sumarstúlkur, Kristján Jensen, Guð- leifur Sigurjónsson, Valgerður Marteins- dóttir og Adolfjóns- son. Áburðarflug á Rosmhvalanesi á níunda áratugnum. niður hvenær sem fólk vildi, að sumrinu. Þessa stöð rak ég meðan ég gat unnið við þetta en síðan tóku við sölunni tvenn hjón, Sigurður Ólafsson, Sturlaugur Bjömsson og konur þeirra. Hætti í garðyrkjunni Fyrir tuttugu árum hœtti Guðleifur í garðyrkjunni en þá var bakið farið að gefa sig og þar sem hann var ekki þannig skapi farinn að vilja standa hjá við verkstjómina, ákvað hann að segja skilið við þennan kafla í lífi sínu en rœktunar- starfið átti áfram hug hans og hann er sannfœrður um að rœktun á hvers konar gróðri er vel möguleg hér á Suðumesj- um sem annars staðar, með skjóli og réttum skilyrðum. „Það er vel hægt að rækta hérna ú Reykjanesi. Reynd- ar er jarðvegurinn sem hér er fyrir alveg ónýtur. Það verður að byrja á því að skipta um jarðveg og setja mó- mold í staðinn. Þegar ég byggði einbýlishúsið lét ég ýta fyrir húsinu og þú hreinsaði ég út úr lóðinni um leið, þar sem útti að vera gróður og setti mómold í staðinn 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.