Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 13
Frá borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í febrúarbyrjun 1985. Borgin er eitt blóma- og trjáahafog metingur mikill meðal íbúa um hver geti skartað fegursta garðinum. Á myndinni er Ástríður, kona Guðleifs. og síðan möl þar sem áttu að vera stéttir eða slíkt. Ég setti mikinn skít í þetta og lét það brjóta sig í tvör ár og plantaði ekki í lóðina fyrr en á þriðja ári. Arfinn varð heldur aldrei vandamál hjá mér. Hér á Suðurnesjum er vel hægt að rækta með því að skipta um jarðveg og gefa gróðri skjól. í kringum húsið mitt var orðinn þvílíkur frum- skógur. í fyrsta skipti sem ég reyndi að planta í lóðina setti ég niður út með götunni. Þegar ég vaknaði morguninn eftir þá lá allt á hliðinni vegna þess að það hafði hvesst um nóttina. Brot- in mómold er ekki föst fyrir. Ég rauk síðan í að girða þriggja metra háa trérimlagirðingu á milli húsa. Þetta brýtur vindinn og er besta skjól sem þú færð. Ef þú skapar hérna skjól er mikið fengið og ræktunin verður auðveldari. Seltan er ekki verst, það er næðingur- inn." Ferðumst fyrir mismuninn Fyrír nokkrum árum ákváðu Guðleifur og Astríður kona hans að selja einbýlishúsið sitt og fá sér minna húsnœði enda bömin þá farin að heiman. Fyrir milligjöfina við híbýla- skiptin ákváðu þau síðan að leggjast í ferðalög og njóta lífs- ins. „Við höfðum lítið farið erlendis fyrir þann tíma. Farið þó eina ferð til Spánar og einu sinni til Ítalíu og í Norð- urlandaferð. Annað höfðum við ekki farið þegar við seldum húsið 1987. Síðan erum við búin að ferðast geysimikið og þar á meðal í kringum hnöttinn. Við vor- um þrettán manns sem tókum okkur saman og fórum á eigin vegum. Það var alþjóðamót St. Georgsskáta (fé- lags eldri skáta), sem haldið var á Nýja-Sjálandi og við fórum með danskri ferðaskrifstofu. Það var einn úr hópnum, Guðni fónsson, sem annaðist skipulagning- una, en hann komst síðan ekki sjálfur með okkur eins og hann ætlaði. Við byrjuðum að undirbúa ferðalagið með tveggja ára fyrirvara. Við lögðum af stað í janúar 1985 og fyrst var flogið til London og þaðan fyrir sunnan ísland yfir Suður-Grænland inn yfir Kanada og niður til Los Angel- es, þar sem við vorum í fimm daga. Síðan var haldið í gegnum Hawai niður til Nýja-Sjálands og vorum við þar í næstum hálfan mánuð, skoðuðum mikið og ferð- uðumst þar um. Fórum þar næst til Sydney í Ástralíu og dvöldum í þrjá daga. Þaðan til Singapour og Bangkok. Héldum síðan í gegnum Barin í Persaflóa og til London. Eftir fimm daga þar var flogið heim. Mér þóttu allir þessir staðir eftirminnilegir hver á sinn hátt nema London. Þetta var mikil upplifun fýrir okkur sem lítið höfðum ferðast og eftir þessa 40 daga ferð fengum við ferðabakt- eríuna. Viku áður en við héldum af stað í þessa heims- reisu fékk ég bréf frá frænku minni sem býr í Kanada og bauð hún okkur að koma um sumarið. Ég sagði kon- unni að ég ætlaði nú að bíða með að ákveða það þar til ég kæmi tilbaka. Rétt eftir að við erum komin heim í mars, hringir þessi frænka mín, Elinor, frá Kanada, og spyr hvort ég ætli ekki að fara að svara bréfinu hennar. Við hjónin tókum bara ákvörðun um það þarna um kvöldið, að fara til Kanada þá strax um sumarið. Ég átti inni mikið sumar- frí frá árinu áður, þó ég hefði farið í þessa löngu ferð fyrr á árinu, svo við slógum til og þarna vorum við á ís- lendingadaginn. Síðan höfum við farið tvær ferðir til Grænlands. Við eigum son sem býr þar. Hann fór upphaflega sem múr- ari til að byggja sjúkrahús í Manitsok og síðan keyrði hann vörubíl og kynntist þar grænlenskri konu. Við höf- um verið þar samtals í sjö vikur og ferðast mikið um. Heima er hezt 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.