Heima er bezt - 01.07.1999, Page 18
allt austur að Búðarhamri.
Næst, austan Langadals, er
Slyppugil, en þar hafa Farfuglar
löngum haft sinn samastað.
Austan þessa svæðis liggja
Slyppugilshiyggir og gengur Búð-
arhamar suður úr þeim, hdr og
þverhníptur, fast við
Krossáraura. Er umhverfi hans
einkar hlýlegt og viðkunnanlegt,
grasflesjur og skógarbrekkur.
Þar má finna hrúta- og jarðar-
ber.
Húsadalur er aftur á móti í
norðanverðri
Mörkinni og er
greiðfær göngu-
leið þangað úr
Langadal. Þar er
einnig gras- og
skóglendi.
Hellisskúti er í
dalnum sunnan-
verðum og heitir
Snorraríki, en
vestast í Húsadal
er svonefndur
Sóttarhellir.
Úr Húsadal er
góð útsýn til vest-
urs, en með því
að ganga á Vala-
hnjúk sunnan-
vert við dalverp-
ið, hefur maður
eina fegurstu út-
„Strax á landnámstíð hefur svæði
það, sem liggur í kverkinni milli
M^hdalsjökuls að austan og Eyja-
sýn yfir nær allt Merkur-
svæðið og „Eyjafjalla-
skallinn gamli" blasir
við, með bröttum, gil-
skomum undirhlíðum og
skriðjökultungum. Þá sér
einnig inn til Goðalands-
jökuls, Merkurjökuls og
Almenninga.
Á Emstmm, norður af
Almenningum, sjást m.a.
Hattfell, Mófell og Stór-
konufell. Yfir Markarfljót-
saurum í vestri rís Stóri-
Dímon upp af flatneskj-
unni og setur svip á lands-
lagið. Lengra til norðurs sér til Þór-
ólfsfells og Fljótshlíðar. Ofar rísa
Tindfjöll og Tindfjallajökull.
Allt er þetta sjónarsvið með marg-
víslegum myndum, háum hömrum,
djúpum giljum, tíbrá og blárri fjar-
lægð.
Eins og nefnt er í upphafi, hefur
Þórsmörk orðið nokkmm yrkisefhi í
bundnu og óbundnu máli. Gefum
nú einum þeirra orðið, Jóhannesi
skáldi úr Kötlum, sem lengi var
skálavörður Ferðafélags íslands í
Þórsmörk:
258 Heima er bezt