Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Side 26

Heima er bezt - 01.07.1999, Side 26
þriðju hæð og það beið mín matur ó borðum, þegar ég kom inn. Þá fann ég, að ég hafði enga matarlyst. Ég var svo gjörsamlega úttaugaður, að ég fór bara upp á næstu hæð fyrir ofan, inn í herbergið mitt, henti mér upp í rúm og ég held ég hafl verið sofhaður á sömu stund. Ég minnist þess ekki, að ég hafi nokkm sinni orðið jafn þreyttur, en ég var ánægð- ur. Ég lét Hillu vita hvenær þessu yrði útvarpað og þau hlustuðu á þáttinn. Litlu dætur mínar þekktu rödd mína og þær urðu mjög hissa að heyra mig tala úr kassanum. Sumarið 1956 var ég í Torfufelli og tók þátt í heyskapnum með svipuð- um hætti og sumarið áður. Ég minn- ist þess ekki að neitt sérstakt væri í frásögur færandi frá því sumri, en þó finnst mér líklegt að svo hafi ver- ið. Ég hætti að halda dagbækur þeg- ar ég byrjaði á námi, svo það er erfitt að vita hvað gerðist á hverjum tíma. Um haustíð var ákveðið að Hilla yrði hjá mér í Reykjavík seinnipart næsta vetrar. Kristbjörg föðursystir hennar var þá orðin ráðskona hjá ekkjumanni í Auðarstræti og það er ekki langt frá Kennaraskólanum. Trúlega hefi ég ekki verið nema fimm mínútur að ganga þar á milli. Kristbjörg tjáði okkur, að við gætum fengið að vera út af fyrir okkur í hús- inu um veturinn og það þáðum við með þökkum. Bjamey ætlaði að annast dætur okkar heima í Torfu- felli á meðan. Fram að jólum gat ég fengið fæði hjá Kristbjörgu. Ég var mikið í kennsluæfingum þennan vetur, en það sem okkur var kennt þar, kom mér að litlu gagni þegar ég fór að kenna heima í minni sveit, vegna þess að allar kennsluæfingar miðuðust við að nemendur væru allir á sama aldri, með líka námsgetu og hefðu sama námsefni. En heima í sveitinni varð ég að hafa þrjá aldursflokka saman í kennslustundum og stundum fleiri, en við fengum enga tilsögn í að kenna við slíkar aðstæður Mér gekk ekkert verr en öðmm að laga mig eftir leiðbeiningum. Það hjálpaði mér líka mikið, að með mér valdist úrvalsstúlka í æfingam- ar. Hún hét Amheiður Eggertsdóttir og var úr Reykjavík, en starfsvett- vangur hennar varð svo á Húsavík. Síðan atvikaðist það svo, að ég fékk óvænt mikla reynslu í kennslu utan Kennaraskólans. Það hefur trú- lega verið í byrjun desember, sem Freysteinn skólastjóri Gunnarsson, endaði eina kennslustund sína á því að spyrjast fyrir um það, hvort ein- hver nemendanna í bekknum vildi taka að sér að kenna hálfan mánuð til þrjár villur niðri í gagnfræðaskól- anum við Lindargötu. Ekkert okkar gaf sig fram til þess, enda held ég að fáa hafi langað til þess og mér kom það alls ekki til hugar. Næsta dag kom Magnús Jónsson, bekkjarbróðir minn og hagyrðingur, til mín og spurði, hvort við ættum ekki að taka þetta starf að okkur í sameiningu. Ég varð mjög hissa á þessari uppástungu og taldi mig ekki færan til þess, en Magnús sagði, að við ættum að ráða við þetta í fé- lagi. Hann var búinn að kynna sér þetta og ræða málið við Freystein og þeir vom búnir að gera áætlun um það hvemig við ættum að skipta þessu milli okkar. Magnús ætlaði að taka að sér að kenna dönsku í öllum bekkjum. Ég átti að kenna íslensku og reikning í fyrsta bekk og skrift í öllum bekkjum. Magnús ræddi þetta það lengi við mig að ég féllst loks á að reyna þetta. Trúlega hefur það hvatt mig til starfs, að ég sá mögu- leika á að afla mér tekna. Fjárhag- urinn var orðinn þröngur og við lifð- um orðið á láni frá Sigrúnu systur minni, en hún hafði þó ekki mikið aflögu af sínum tekjum. Þennan sama dag fómm við Magnús á fund skólastjórans í Lind- argötuskólanum og ræddum þessa hugmynd við hann. Hann tók okkur afar vel og virtist meira að segja mjög ánægður að fá okkur tíl starfa. Við spurðum ekkert eftir því, hvað hefði komið fyrir kennarann, sem forfallaðist, enda hefur okkur ömgg- lega ekki komið til hugar, að það kæmi þessu máli nokkuð við, en þó var það svo og við hefðum alls ekki látið okkur detta í hug að leggja út í þessa kennslu, ef við hefðum vitað hvað var á undan gengið. I bekknum vom nokkrir nemend- ur af báðum kynjum, sem ekki fóm eftir neinum skólareglum. í þeim hópi vom þó fleiri piltar en stúlkur, enda vom stúlkumar í bekknum færri heldur en strákarinir. Þessi hópur var búinn að reyna svo á þol- rif umsjónarkennarans, að hann neyddist til að taka sér hvíld frá störfum og var lagður inn á sjúkra- hús. Reyndur kennari var svo feng- inn til að taka við starfinu og hann uppgafst eftir rúma viku. Svo kom annar vanur kennari og hann gat rétt haldið vikuna út og svo var hann farinn. Ég hef aldrei kynnst öðm eins fólki og þó var ég kennari við Reykjanes- skóla við ísafjarðardjúp þann vetur- inn, sem erfiðastur var í þeim skóla og var þá orðið langt jafriað. Það máttí skipta nemendunum í þessum bekk í tvo nokkuð jafhstóra hópa eftir viðhorfi þeirra til náms- ins. Annar hópurinn gat ögn lært en vildi það ekki. Hinn hópurinn vildi gjarnan læra en gat það ekki. Út- koman varð sú, að enginn lærði neitt. Mér hraus hugur við þessum flokki þegar ég kom í fyrsta tí'mann. Flestir vildu tala við mig og allir í einu, svo að erfitt var að skilja nokkum skapaðan hlut, en ein- hverjum spumingum gat ég þó svar- að. Ég notaði tímann svo til að fara vel yfir bekkjarskrána og setja sem flest nöfn vel inn í minni mitt og var orðið nokkuð vel ágengt með það um það bil, sem kennslustundimar vom búnar. Mig minnir að ég kenndi bekknum oftast ekki nema þrjár stundir á dag, en þó var það ögn misjafnt. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.