Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 28
stór og þung svo ég varð að spyma í brúnina á pallinum undir kennara- borðinu til að ná sem skjótustum ár- angri. Við þetta missti hún jafnvæg- ið að nokkru leyti, svo ég gat ekki sleppt af henni takinu fyrr en hún hafði rétt sig af. Við vorum komin fram á mitt gólf þegar við stöðvuð- um okkur og ég sleppti henni. Þá var hún orðin dimmrauð í framan og ég vissi að hún var að sækja í sig veðrið til að segja eða gera eitthvað ljótt. Ég beið ekki eftir því, heldur sýndi henni krepptan hnefann og hvæsti út á milli samanbitinna tannanna. „Farðu í sætið þitt, Sigríður!" Stelpan settist þegjandi og ég hafði engin óþægindi af henni framar. Seinna kom ég að borðinu til henn- ar og bað hana að líta til með stelp- unum sem næstar henni voru og þurftu stöðuga aðstoð. Hún tók því vel og það lá við, að við yrðum vinir áður en kennslu minni lauk og hún hjálpaði mér talsvert með stelpum- ar, sem sátu kringum hana. Þannig gat hún að einhverju leyti svalað sinni miklu athafnaþrá. Stóri strákurinn lét sig aldrei og viðskiptum okkar þama í bekknum hefði aðeins lokið með einu móti, ef ég hefði verið þama mikið lengur. Við hefðum flogist á upp á líf og dauða. Það urðu aldrei átök milli okkar svo heitið gæti og þar beið ég hærri hlut. Ef til vill hafa þau átök orðið þess valdandi, að hann hafi ekki orðið eins viss og áður um að hann ætti í öllum höndum við mig. Ég ætla ekki að nafngreina þennan pilt, en til hægðarauka ætla ég að nefna hann H. Á næsta borði aftan við H sat smá- vaxinn drengur. Ég tók einu sinni eftir því, að hann sat álútur og nuddaði aðra öxlina og tár hmndu niður kinnar hans. Ég laut niður að honum og spurði hvað væri að, en hann vildi ekkert segja. Ég stoppaði ögn hjá honum og loks fékk ég hann til að hvísla í eyra mér, að H hefði verið að berja hann með stórri reglustriku og hann sagði einnig, að hann gerði það oft þegar hann vissi að kennarinn sæi ekki til hans. Ég spurði H hvort hann hefði verið að berja drenginn með reglustriku en hann hélt nú ekki. Hann sagðist aldrei hafa gert honum mein og hann skildi ekkert í drengnum að vera að ljúga svona upp á sig. Hon- um tókst að vera afar sannfærandi og ég lét eins og ég tryði honum al- veg og sneri mér rólega frá honum eins og ég ætlaði að ganga burt. Mér datt í hug, að nú mundi drengurinn fá vel útilátið högg til refsingar fyrir að segja eftir, svo ég sneri mér eldsnöggt við og hitti á rétta augan- blikið. Reglustrikan var komin á loft og mér tókst að grípa um hana með annarri hendinni og ná svo taki með hinni strax á eftir, en það gerði H líka, en varð heldur seinni en ég, svo mér gafst ráðrúm til að setja snöggan snúning á reglustrikuna, svo hún snerist innan í lófum hans. Það hefur víst verið sárt, því hann sleppti snöggt og neri saman lófun- um. Ég stoppaði ögn við og sagði H að ég mundi fara með reglustrikuna til skólastjórans og hann gæti vitjað hennar til hans á eftir. Þetta var ekk- ert smáræðisvopn. Hún var úr harð- viði, trúlega hálfur cm á þykkt, 8 cm breið og ekki minna en 60 cm á lengd. H hafði ekki vitjað hennar til skólastjórans þegar ég kvaddi skól- ann svo sennilega hefur hún orðið eign skólans. Eftir þennan atburð varð bekkur- inn heldur jákvæðari í minn garð en áður, en H sat áfram við sinn keip og fór ekki eftir neinu sem ég sagði. Mér fannst ekki ástæða til að gera rellu út af því, vegna þess að ég átti ekki eftir að vera lengi hjá þeim. Seinustu dagana mína þama voru próf í skólanum og þá þurfti ég bara að semja þau, vinna úr þeim og sitja yfir. Skólastjórinn (Jón Gissurar- son) var mér þakklátur þegar ég fór og ég sjálfur varð afar feginn að losna. Ég var orðinn úttaugaður af erfiðinu, því ég þurfti jafhframt að fylgjast með náminu í Kennarskól- anum og sitja þar í tímum fram að hádegi. Eftir að ég var búinn að ljúka mínu námi og farinn að kenna, fór ég að hugsa um það, að sennilega hefði ég lært meira í umgengni við nemendur á þessum tíma í Lindar- götuskólanum en á öllum árunum sem ég var í Kennaraskólanum. (Ég bjóst ekki við að ég mundi nokkm sinni frétta neitt af þessum nemendum mínum þama í Lindargötuskólanum, eða öllu heldur vonaði ég það. Samt fór það svo að ég átti eftir að frétta afpilt- inum, sem ég kalla H. Þá var ég búinn að kenna fjóra vetur í Sólgarði. Ég hitti Hermann Jónsson á Möðmvöllum í jóla- fríinu. Hann var nemandi í Hólaskóla þennan vetur. Ég spurði hann frétta úr skólanum og þá sagði hann mér sögu af pilti, sem minnti mig mjög á H í Lindargötuskólanum. í stuttu máli var frásögn hans á þá leið, að þetta vœri piltur, sem Reykjavíkurborg hafði komið þarna fyrir til dvalar og borgað vel með honum. Það var nœstum frágangssök að koma honum á fœtur á morgnana, svo allir uppgáfust við það eftir skamm- an tíma. Bœði kennarar og nemendur voru líka fegnir að vera lausir við hann úr kennslustundum, því hann var alltaf að trufla kennsluna með einhverjum kjaftagangi, sem kom kennslunni ekkert við. Hann fékk því brátt að sofa svo lengi sem hann lysti fram á daginn. Á kvöldin var hann útsofinn og gekk þá milli herbergja og reifrúmfótin ofan af skólapiltunum svo þeir vöknuðu við vondan draum. Við þetta skemmti hann sér fram eftir nóttu og gekk sjálfur ekki til náða fyrr en undir morgun. Skólapiltar undu þessu illa en það þýddi ekkert fyrir þá að takast á við hann, því hann var jötunn að stœrð og burðum svo það voru vísar meiðingar, efeinhver œtlaði að verja sig. Mér fannst þessi mannlýsing og framferði minna afarmikið á H svo ég spurði seinast, hvað þessi maður héti. Hermann nefndi hann fullu nafhi og þá kom í Ijós, að þetta var nemandinn minn úr Lindargötuskólanum, sem ég hef hér auðkennt með H. Síðan hef ég ekkert afhonum frétt, sem betur fer.) 268 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.