Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Page 29

Heima er bezt - 01.07.1999, Page 29
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á... 77. þáttur Aðalheiður Ólafsdóttir frá Stóru-Mástungu II, sendir okkur skemmtileg ljóðabréf, sem Jón Eyjólfsson sendi föður hennar, Ólafi Kol- beinssyni og er það fyrra, sem við birtum núna, upp á 25 erindi. Aðalheiður lætur eftirfarandi upplýsingar fylgja um Ólaf: „Ólafur Kolbeinsson var fæddur 24. júní 1863, dáinn 1955. Hann var fæddur að Hreimstöðum í Norðurárdal. For- eldrar hans voru þau Kolbeinn Sæmundsson og Guðríð- ur Guðmundsdóttir. Hún var dóttir Guðmundar ríka á Hraunsnefi. Hún var tvígift, bjó í Kolbeinsstaðahreppi, átti 8 börn og fóru þau öll til Ameríku nema Ólafur. Ólafur segir frá: „Ég var hjá foreldrum mínum þar til ég var 6 ára, fór þá til föðursystur minnar, sem var gift og bjó á Einars- nesi í Borgarfirði. Þau hjónin fluttu að Svignaskarði og ég með. Þar veiktist ég í fætinum (berklar í hnénu) og var þá orðinn tuttugu og fjögurra ára gamall. Fór út á Akranes til lækninga, lá þar hjá Kristrúnu Hallgríms- dóttur á Bjargi. Ég lá þar í tvö ár og tvo mánuði. Var fluttur til Reykjavíkur á spítala og var skorinn af Dr. Cherbæk og lá á spítalanum í 7 mánuði eftir aðgerðina. Ég var 10 ár á Bíldudal áður en ég flutti að Vindheim- um í Tálknafirði, giftist á Bíldudal 11. október 1902, við dans og gleði. Fór frá Vindheimum 11. október 1933 til Reykjavíkur að Seljavegi 17. Ég hafði ekkert verið að hugsa um kvenfólk, var einn er ég varð veikur, var glaður og gerði að gamni mínu og hugðist alltaf að vera einn, en hitti svo Jónu og tap- aði hjarta mínu til hennar. Jóna Sigurbjörg Gísladóttir, fædd 20. júlí 1880, dáin 1952. Jóna er fædd að Skriðufelli á Barðaströnd. Foreldrar hennar voru þau Bergljót Þórðardóttir og Gísli Snæ- bjömsson. Faðir hennar dó er hún var 10 ára. Hann varð úti í ofveðri. Jóna fór þá til föðursystur sinnar og ólst upp hjá henni. Þau Ólafur og Jóna hittust hjá Thorsteinsens-fjölskyld- unni á Bíldudal, unnu bæði hjá þeim þar til fjölskyldan fór til Danmerkur. Börn [ónu og Ólafs em öll fædd að Vindheimum, nema fyrsta bamið, Guðrún. Hún er fædd í Tungu í Tálknafirði." Frá fóni Eyjólfssyni 1887: Mig þó herjans vanti vín, vart í kvœðum fróður, mynda fer ég mœrð til þín, málkunningi góður. Slíkur ég á Fjölnis fund, fram vil óskir bera, að þér líði alla stund, eins og best má vera. Fyrir jólin fékk ég bréf, frá þér runnur skjalda, þetta eiga þessi stef þér að endurgjalda. Sannarlega sá ég þar, sem minn gladdi huga, þú ei lcetur þjáningar þrekið yfirbuga. Gott er jafnan glaðlyndið, grynna má það trega, þolinmœði móttekið, minnkar allavega. Hvað sem mótdrægt mœta kann, megum glaðir bera, sínum bömum sjálfsagt hann, sér það hollast vera. Það efdrottins þóknast náð, það ei skaltu efa, að hann hefur einhver ráð, aftur fót þér gefa. Fast mig gmnar forlög sterk, þó fyrir sjáist minna, þér muni œtla einhver verk aftur hér að vinna. Ólafur Kolbeinson og Jóna Sigurbjörg Gísladóttir og börn þeirra. Fremri röð: Magnús, María, Aðalheiður. Aftari röð: Valdís, Kristján, Ólafur og Jóna. Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.