Heima er bezt - 01.07.1999, Qupperneq 32
Ekið var greitt um grundir og hóla,
grjót og sanda, holt og börð.
Getinn var kostur á gömlum skóla
og gist að Lundi við Axarfjörð.
(Á leið til Vopnafjarðar)
Hér var kot við kaldan mel,
komið löngu í eyði.
Gróin rúst við Geitasel,
grá er Seljaheiði.
(Útsýn fró Lundi):
Undurfógur austurfjöllin,
eru böðuð Ijósi sólar.
Þar í björgum búa tröllin,
bera lyngið fjöll og hólar.
Haldið var í Hólmatungur,
höfðum sólskin daginn langan.
Um skógargöng og brekkubungur,
barst að vitum gróðurangan.
Fyllir hugann ferðaþráin,
fógru skrúði klœdd er jörðin.
Vígaleg og voldug áin,
varpar sér í Axarfjörðinn.
Þó komnar úr móð séu kirkjugöngur,
sem klerkurinn boðar þó sinni hjörð,
þá heyrðist frá Skinnastað himneskur söngur,
er hljómaði um gjörvallan Axarfjörð.
Frá Lundi var haldið þá helgin var liðin,
um Hólssand og Möðrudalsörœfin löng.
í Möðrudalskirkju, þar fundum við friðinn
og fengum útrás í glöðum söng.
Loks var nú ekið af örœfaleiðum
og iðgrœnar sveitimar tóku völd.
Náttstaður beið okkar austur á Eiðum,
þar endaði dagleiðin undir kvöld.
Þaðan var ferðast um hálendar heiðar,
hrikaleg fjöll og vegi með sœ.
Flestallar voru þó götumar greiðar,
en gínandi hengiflug hrellir mig œ.
Áskorunin
í 74. þætti vörpuðum við fram áskorun til lesenda
með vísu eftir Jón S. Bergmann frá Króksstöðum í Mið-
firði, er var svona:
Oft við skál ég fer á fold,
furðu hála rinda,
þegar sál og syndugt hold,
saman bálið kynda.
Upphafsstafur áskorunar var „A."
Brynjólfur Bergsteinsson frá Hafrafelli, 701 Egilsstaðir,
svarar áskoruninni svona:
Aftur þegar upp ég stend,
undarlegum fótum,
sár með trega sálin brennd,
særð á vegamótum.
Dulrún segir svo þetta:
Amor hann er alltafhér,
albúinn með strákapör.
Stöku halur þessa þér,
þakkar smáa Dulrún snör.
Og hún heldur áfram og segir:
Slyngur sendirAmor inn,
einatt skjótar pílur sínar.
Viskípela í vasa finn,
vaka menn og konur fínar.
Petra frá Kvíabekk svarar áskoruninni með eftirfar-
andi:
Alioft skálin léttir lund,
lœðir gleði víða.
En svo mun hún aðra stund,
auka böl og kvíða.
Kári Kortsson hefur líka kíkt á málið og hann bregst
við svona:
Alltaferþað unaður,
oní glas að kíkja,
og gamall verða grunaður,
um gráa sál að mýkja.
Og þó að sjáist syndugt hold,
það síst mun gleði rýra,
„meðan gróa grös ímold,
og glóir nokkur" týra.
Látum við svo lokið að sinni en minnum á heimilis-
fangið:
Heima er bezt,
Pósthólf8427,
128 Reykjavík.
272 Heima er bezt