Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 34
„Hver er þessi maður," spurði ég. „Hann heitir Ólafur og býr í nýja húsinu hér uppi í brekkunni." „Hann Ólafur," hrópaði ég, „sem er giftur útlendri konu og ú tvö lítil börn." „Jd, en ég vissi það ekki fýrsta daginn okkar. Og hann er svo óhamingjusamur í hjónabandinu. Hann giftist nauðugur, vegna þess að konan dtti von á barni. Svo er hún vond við hann, t.d. lokar hún svefnherbergisdyrunum fýrir hon- um nótt eftir nótt. Hann ú svo búgt. Og við elskum hvort annað." Ótti minn var því ekki dstæðu- laus. Veslings stúlkan hafði verið svívirðilega flekuð, og hún hafði gengið blindandi út í ævintýrið. „Allt er breytingum húð og stærstu búl geta kulnað," svaraði ég. „Hugsaðu um litlu drengina hans, konuna hans, sem enga ú að, nema hann. Og heimilið þeirra. Þú reynir að gleyma þessu. Þetta er að- eins sumarævintýri." Hrefna lú ú bakinu með lokuð augu. í rökkri sumarnæturinnar sýndist mér nú, að hún væri föl og veikluleg. Einhver kom að tjaldinu, læddist hljóðlega í kringum það og fór síðan í burtu. „Það er hann," hugsaði ég, „fant- urinn, ómennið, lygarinn_" „Það hefur aldrei verið annar maður í mínu lífi," sagði Hrefna. Ég hef verið svo hamingjusöm þessar vikur, að iífið getur ekki gefið mér meir. Ég er með barni." Tvö skref, og ég sat ú rúminu hjú henni. Ég lagði vangann að vanga hennar. „Góði guð, hjúlpaðu," bað ég í hljóði. „Hvers vegna? Hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir?" Ég hef víst túrfellt. Mjúk hönd strauk mér um vangann. „Vertu ekki að gráta yfir mér," sagði Hrefna. Daginn eftir fórum við heim. Þeg- ar við komum að áætlunarbílnum, var Ólafúr þar fýrir. Hrefna rétti honum höndina til kveðju. Hann tók í hönd hennar og augu þeirra mættust. Hvorugt sagði orð en horfðu hvort í annars augu og höfðu auðsjáanlega gleymt öllu í kringum sig. Mér duttu í hug tvö dauðþyrst dýr, sem teyga drykkjar- vatn. Bílstjórinn sat undir stýrinu og var óþolinmóður á svipinn. Einhver flissaði í aftursætinu. Ég gekk til Hrefnu og tók undir handlegg henni. „Komdu," sagði ég. Við settumst inn í bílinn og hann fór af stað. Nokkru seinna leit ég aftur. Þá stóð Ólafur enn á veginum og horfði á eftir bílnum. Hrefna var hjá mér um nóttina. Hún vildi ekki fara heim til sín og henni var velkomið að vera hjá mér eins lengi og hún vildi. Daginn eftir kom móðir hennar. „Komdu heim, elsku barnið mitt," bað hún. „Ég get ekki afborið þá sorg, sem þú veldur mér með því að vilja ekki búa lengur á þínu gamla heimili. Þú veist hversu föður þín- um þykir vænt um þig_" Þannig hélt hún áfram að barma sér og um kvöldið fór Hrefna með henni. Ég sá ekki Hrefnu næstu dagana. Hvert sinn, þegar ég hringdi til hennar, svaraði móðir hennar í símann og sagði að hún væri ekki heima, hefði skroppið út að gera þetta eða hitt. Mér fannst þetta undarlegt, og eitt kvöldið fór ég heim til hennar. Móðirin kom til dyranna. Það var auðséð á svipnum á henni að hún ætlaði ekki að hleypa mér inn, en ég smeygði mér framhjá henni og gekk rakleitt inn til Hrefnu. Hún lá í rúminu. Ég settist á stól við rúmið og tók í hönd henni. „Hvemig líður þér?" spurði ég. Þá fór hún að gráta. „Það var drepið," hrópaði hún grátandi. „Ef ég hefði verið kyrr heima hjá þér, þá hefði þetta ekki skeð. Ég varð að segja mömmu allt, og hún talaði við lækninn. Ég lofaði henni líka að tala aldrei framar við Ólaf. Synd mín er svo mikil að hvorki guð eða ég sjálf getum nokkru sinni fyrirgefið mér. Hvað þarf maður að þjást mikið til að geta dáið?" Andlit hennar var angistarfullt. Ég reyndi að hughreysta hana en hún hlustaði ekki á mig. Yfir rúminu hennar hékk mynd af engli, sem er að vernda tvö lítil börn, er ganga yfir brú. Þessi mynd hafði hangið þarna frá því að við vorum litlar telpur. Út í homi situr gamla brúðan með bros á vör og horfir með gleraugum sínum út í loftið. Upp á veggjum em myndir og minjagripir úr skólaferðalögum. Allt í herberginu minnir á leik barns og skólatelpunnar. En í rúminu liggur fullorðin kona og grætur hamingju sína. Hrefna var veik í nokkurn tíma. Þegar hún komst á fætur aftur, var hún gjörbreytt. Hún, sem áður hafði verið glaðlynd og skrafhreyfin, var nú fálát og alvarleg. Um haustið fékk hún, vegna menntunar sinnar, vellaunaða stöðu hjá ríkinu. „Maður verður að lifa, hvort sem líkar betur eða verr," sagði hún. Dag einn, nokkmm vikum seinna, kom Ólafur heim til mín. Hann var í mikilli geðshræringu. „Ég hef verið að reyna að ná tali af Hrefnu síðan þú tókst hana frá mér, en árangurslaust," sagði hann. „Móðir hennar svarar alltaf síman- um eða dyrabjöllunni og neitar mér um að hafa tal af Hrefríu. Eitt sinn stóð ég fyrir utan húsið hjá henni í þrjá klukkutíma og beið eftir að sjá hana. Loks kom hún út úr húsinu. Ég gekk til hennar en þegar hún sá mig, hljóp hún inn í húsið og skellti í lás. Ég hringdi margoft dyrabjöll- unni, en enginn svaraði. Og nú bið ég þig að tala mínu máli við hana. Ég verð að sjá hana. Mér er sama um allt annað." „En Ólafur," sagði ég. „Hvemig líður konunni þinni og drengjun- um?" „Drengjunum líður vel og kon- unni líka. Hún liggur nú á fæðing- ardeild Landsspítalans og eignaðist þar son fyrir tveimur döqum." „Hvað?" Ég var orðlaus. Hér stóð hann og bað mig um hjálp, til að hitta aðra 274 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.