Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Side 35

Heima er bezt - 01.07.1999, Side 35
stúlku, ó meðan konan hans var að ala honum son. „Nei, Ólafur," stundi ég loksins upp. „Nei, ég hjólpa þér ekki til að hitta Hrefnu. Það er best fyrir ykkur bæði að gleyma." „Gleyma?" tók hann fram í fyrir mér og horfði á mig með fjandsam- legu augnardði. „Þú ert skilnings- laus og heimsk, og veist ekki hvað þú talar um. En ég mun ekki gefast upp við svo búið. Hrefna skal verða ...annars..." Og hann þaut út úr húsinu. Seinna frétti ég að hann hefði dtt tal við Hrefnu. Hvað þeim fór á milli veit ég ekki. í marsmdnuði næsta vetur, stóð fréttaklausa í dagblöðum bæjarins, með fyrirsögninni: „Maður skaut sig til bana í Hljóm- skdlagarðinum í gær." Daginn eftir birtist dónartilkynn- ing í blöðunum: „Maðurinn minn og faðir okkar, Ólafur... o.s.frv., andaðist af slysför- um 6. þ.m." og undir stóð nafn konu hans og bama. Um þetta leyti sd ég Hrefnu vin- konu mína mjög sjaldan. Hún var alveg hætt að koma til mín,og þeg- ar ég heimsótti hana, var hún svo fúldt að mér fannst ég vera óvel- komin. Hið sama var með aðrar vinkonur hennar. Svo var það einn dag að ég mætti Hrefnu ú götunni. Við höfðum ekki sést í mörg dr. „Komdu sæl og blessuð," sagði ég og rétti henni höndina. Hún hneigði höfuðið aðeins örlít- ið til kveðju, en lést ekki sjd útrétta hönd mína. Síðan hraðaði hún sér dfram. Ég tók eftir því hvað hún var orðin ellileg, grdhærð og feitlagin, enda þótt hún væri ekki gömul að drum. Klæðnaður hennar var ósmekklegur og göngulagið þung- lamalegt. Ég stóð kyrr nokkra stund og horfði d eftir henni, þar sem hún gekk niður eftir götunni. Mér fannst eitthvað þungt leggjast fyrir brjóstið ó mér. Kæra Hrefna. Hvers vegna tók lífið þig svo hörðum tökum? Sögusviðið er tiltölulega afskekkt sveit austur á Fljótsdalshéraði, og árið er 1944. Aðalsögupersónan er sá er þetta ritar, þá Jjögurra ára strákpatti. Eg sit á útidyra- tröppunum á bœnum Hrafnsgerði í Fellum, þar sem ég og foreldrar mínir og bræður bjuggum um tíma, á meðan verið var að byggja nýja steinhúsið innan við Hrafnsgerðisána, í um 400 metra fjarlœgð. Þetta eru steintröppur, 4-5 þrep, og það liggur sprunga í miðjum tröppunum, allt frá efsta þrepi og niður úr. að er annað hvort síðla hausts eða í vetrarbyrjun. Það marka ég nú af því, að þó að hddagur sé, nær sólin ekki að teygja sig langt upp fyrir Austurfjöllin og enda þótt sólin skíni, er ekki verulega hlýtt i veðri, heldur húlfköld utangjóla. Hún amma mín er að passa mig, að ég fari mér ekki að voða. Ég man enn hvað hún er að syngja. Hún er að syngja lagið Kirkjuhvol, eftir Áma Thorsteinsson, við ljóð Guð- mundar Guðmundssonar skóla- skdlds. „Hún amma mín það sagði mér, um sólarlags bil, á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til." Enda þótt ég væri ekki aldinn að drum, er þetta gerðist, þd hafði ég þó nokkuð örugga vissu fyrir því að úti í heimi geisaði skelfilegt stríð. Reyndar vissi ég harla lítið um út- lönd d þeim tíma. Hafði þó gmn um að þaðan kæmu kaffi, sykur og aðr- ar „nýlenduvömr," er svo vom kall- aðar, og fengust í kaupfélaginu d Reyðarfirði, er farið var í kaupstað- arferðir. Upplýsingar um stríðið og gang þess bdmst einkum með tvennum hætti. í fýrsta lagi í gegnum dag- blaðið Tímann, sem pósturinn kom með d tveggja til þriggja vikna milli- bili. í annan stað í gegnum galdra- Heima er bezt 275

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.