Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Side 40

Heima er bezt - 01.07.1999, Side 40
nema staðar, og ennfremur nokkur lík. Meðal þeirra var lík yfirforingj- ans, sem fannst inni í botni dalsins, en þar hafði þjónn hans skilið við hann um nóttina. Enn vantaði þrjá menn, og fundust tveir þeirra um hádegi, báðir lifndi, en annar and- aðist skömmu eftir að hann var fluttur heim til okkar. Lík hins þriðja fannst ekki fyrr en daginn eftir, rekið af sjó. Enginn sími var á bænum og var því ekki hægt að kalla þannig á hjálp, þegar dagaði. Þó sími hefði verið og hægt hefði verið að ná sam- bandi við stöðina á Eskifirði um nóttina, hefði það reynst tilgangs- laust, meðan á óveðrinu stóð, því Þverámar mnnu saman yfir öll nes og eyrar fyrir neðan brekkur og því ófærar yfirferðar. Vera má þó, að hægt hefði verið að bjarga þeim fjór- um mönnum, sem létu lífið utan við þessar ár. Munu þeir hafa komist á undan aðalflokknum og við illan leik sloppið út fyrir árnar. Því er bræðurnir byrjuðu að leita, var þeim ekki ugglaust um, að þeir hefðu heyrt hljóð utan fyrir ámar, þrátt fyrir vatnagnýinn. Þeir gerðu tilraun til bjargar, en sér til sorgar urðu þeir að viðurkenna, að þeir gátu ekki nálgast hina nauðstöddu menn. Þverár þessar renna skammt fyrir utan Veturhús. Veðrið hélst óbreytt til klukkan þrjú um nóttina, en þá mun hafa farið að draga úr storminum og úr- fellið minnkaði, þó var nokkur rign- ing alla nóttina. Vötn minnkuðu þá fljótt, og klukkan 9 að morgni vom þverámar orðnar væðar fyrir full- hrausta menn. Um klukkan 10 kom breskur yfir- foringi inn að Veturhúsum og sá hvernig komið var. Var hann á leið inn í Eskifjarðardal til þess að vita hvort hann yrði leiðangursmanna var og hvernig ástatt væri fyrir þeim. Brá hann skjótt við út á Eskifjörð og kallaði saman hjálparlið úr hem- um. Komu þá og nokkrir menn af Eskifirði, sem vildu veita aðstoð, t.d. héraðslæknirinn Einar Ástráðsson, og Jón Brynjólfsson bóksali, sem með sinni ljúfu og rólegu framkomu veitti eins konar öryggi og birtu inn í starfið, sem enn var nóg fyrir hendi. Mennimir vom allir fluttir út eftir um kvöldið, og vom þá flestir orðnir svo frískir að þeir gátu gengið út á Eskifjörð, sem er um fimm kílómetra leið. Nokkrir vom þó bornir á sjúkra- börum en lík hinna látnu vom geymd heima á Veturhúsum, að undanskildum þeim, sem létu lífið fyrir utan Þverár. Alls létu þarna líf- ið níu menn. Flestir vom þessi menn vel búnir klæðum en þó munu nokkrir hafa treyst um of á hinn bjarta morgun og byrðina, sem mundi halda á þeim hita hina erfiðu leið. Nokkrir höfðu verið svo óheppnir að tapa af sér skóm og sokkum í aurbleytu og vatnagangi á leiðinni og vom þeir með bólgna og sámga fætur. Vafalaust hefði þessi ferð orðið giftusamlegri ef flokkurinn hefði get- að farið ákveðna leið frá Reyðarfirði um Svínadal og yfir Hrævarskörð niður til Eskifjarðar. En vegna svella og harðfennis urðu þeir að snúa við frá Hrævarskörðum, halda áfram út Svínadal, svo inn Tungudal og þá leið upp á Eskifjarðarheiði. Þetta mun hafa tafið þá um 3-4 tíma. í byrjun ferðarinnar eða í Svína- dal, vom þeir líka í heræfingum, sem tóku nokkurn tíma. Þegar þeir svo loksins komu upp á heiðina, var orðið dimmt. Innst í botni Eskifjarðardalsins renna tvær þverár, Ytri- og Innri-Steinsár, og eru báðar að jafnaði nokkuð vatnsmikl- ar og vondar yfirferðar. í þetta sinn eins og oft áður voru þær ekki færar, og urðu vesalings mennirnir því að klífa upp með þeim aftur og alla leið upp fyrir brúnir, þar sem þær vom ekki orðnar eins umfangsmiklar. Á þeirri leið mun yfirmaður þeirra hafa fótbrotnað og var talið að það hefði á sinn hátt valdið dauða hans. Þess má geta, að maðurinn, sem líkið fannst af út við sjó, hafði geng- ið sig út af kletti inni við Steinsár í myrkrinu. Ólafur Pálsson, bróðir minn, nú bóndi í Byggðarholti við Eskifjörð, bjó, þegar þetta gerðist, í Eskifjarðar- seli beint á móti Veturhúsum. Um kvöldið hinn 20. janúar klukkan að ganga tólf, sá hann af tilviljun ljósin og umferðina á Vetur- húsum. Skildi hann þegar að eitt- hvað mundi vera að. Hann hafði þá tal af Jóhanni Björgvinssyni, sem líka bjó í Eskifjarðarseli, og vildu þeir þá komast yfir Eskifjarðará, sem rennur milli bæjanna, og vita hverju þetta sætti. Hestar vom þá á gjöf og við hendi. En áin rann þá orðið yfir allar eyrar og nes, svo að enginnn vegur reyndist að komast yfir hana. íbúðarhúsið á Veturhúsum var mjög lítið, ein hæð og ris með dálitlu porti. Niðri var aðeins ein stofa, eld- hús, búr og dálítil forstofa. Er því skiljanlegt að þröngt muni hafa ver- ið í húsinu, sem hýsti 48 gesti þessa örlaganótt. Við vomm öll orðin mjög þreytt og af okkur gengin, þegar þessu var lokið, og í fýrstu var þetta allt í með- vitund okkar eins og þungur draum- ur eða martröð. En þakkarorð og fýrirbænir þess- ara góðu gesta yljuðu okkur um hjarta og milduðu það, sem okkur fannst sárast, að ekki skyldi auðið að bjarga öllum þeim, sem þama vom á ferð. Fjárskaði að Borgum í Eskijjarðardal 1906 Veturinn 1906 voraði með ein- dæmum snemma á Austurlandi og var sauðfé þar sleppt víða um sveitir um miðjan apríl mánuð. Þá bjó að Borgum í Eskifjarðardal, Tryggvi Hallgrímsson, ásamt konu sinni, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur og tveimur börnum þeirra, Aðalbjörgu og Ragnari. Að Byggðarholti, næsta bæ við Borgir, sem nú em í eyði, bjó þá Þor- steinn Marteinsson, ásamt konu sinni, Þuríði Andrésdóttur. Byrjuðu þau búskap og fluttust að Byggðar- holti vorið áður eða 1905. Vorið 1906 réðist Þorsteinn kaupa- maður um tíma til séra Jóhanns 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.