Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 42
skála í Helgustaðahreppi, Jónas Sím- onarson, ásamt konu sinni Guð- björgu Jónsdóttur, Jónssonar íyrrum bónda að Áreyjum í Reyðarfirði og síðar að Eskifirði, næsta býli innan við Eskiíjarðarkauptún. Fluttist hún þaðan 14 ára gömul að Svínaskála og átti þar heima til æviloka. Svína- skáli var, eins og kunnugt er, næsti bær utan við Eskifjarðarkauptún, en er nú í eyði. Byggð var þá ekki orðin mikil á Eskifirði, og átti Svínaskála- bóndinn hús fyrir ær sínar yst í þorp- inu, þar sem það stendur nú. Voru þar og einnig nokkur íbúðarhús. Hafði fónas oft um fjóra vinnu- menn, þar sem hann barg búi sínu, bæði á sjó og landi. Þennan vetur var beitarhúsasmali að Svínaskála maður að nafni Jónas Matthíasson. Gætti hann að ám Jónasar bónda á áður nefhdum hús- um. Munu þær hafa verið eitthvað um hundrað að tölu. Fór hann þennan janúarmorgun, eins og hans var venja, til beitarhúsanna og var kominn þangað um klukkan níu. Var þá logn en loft mjög þung- búið. Virtist þó eldá sjáanlegt neitt óveður í nánd. Ekki var um mikla beit að ræða fyrir sauðfé á þessum slóðum, því að töluverður snjór var á jörðu og nokk- uð kalt í veðri. Taldi Jónas sér samt myndi vera óhætt að hleypa ánum niður í fjöruna, sem þama er skammt frá, á meðan hann hreins- aði húsin og gæfi heyið á garðana. Ekki var þá um grindur að ræða í fjárhúsum, og urðu kindur því að liggja þar á skán. Tók oft nokkum tíma að hreinsa, þótt röskur maður gengi þar að verki. Svo fyrirvaralaust skall veður þetta á, að klukkan um tíu, þegar Jónas hafði lokið stafi sínuí fjárhusunum og hugðist ganga út úr dymm til þess að líta eftir ánum, buldi við norðvestan ofsarok með skara og fannkomu, svo að engri skepnu virt- ist lífsvon, sem úti var. Sá Jónas sér þama engan veg færan til þess að ná saman fénu eða koma því til húsa. Komst hann sjálfur með naumindum í íbúðarhús, sem þama stóð skammt frá fjárhúsunum. Hélst veður þetta alla nóttina og ffarn um hádegi daginn eftir. Var þá strax hafin leit að ám Jónasar bónda. Höfðu þær hrakið undan veðrinu út í sjóinn og síðan rekið upp á fjömna út með ströndinni. Missti Jónas þar allar sínar ær. í sama veðri missti Sigurður Finn- bogason, þá lausamaður að Bakka- gerði í Reyðarfirði, allt sitt fé. Hleypti hann því út úr húsum eins og aðrir fleiri þennan morgun, því að eins og áður segir, var veður kyrrt þótt þungbúið væri. Hlupu þær ofan í fjöm skammt frá bjæjarhúsum. Um leið og veðrið skall á, fór Sigurður niður að sjó og ætlaði að sækja kind- ur sínar. Vom þær þá komnar nokk- uð frá bænum út með fjömnni. Heppnaðist honum samt fljótlega að finna fé sitt og koma því saman í einn hóp, en þá var þegar komið svo mikið skefli í fjömna, að hann gat ekki rekið það upp frá sjónum. Var Sigurður karlmenni mikið og rammur að afli. Tók hann nú það ráð að lyfta hverri kind upp á snjóskaflinn. Barð- ist hann þar lengi við, en svo var veðurofsinn mikill að kindumar köstuðust allar jafnóðum tilbaka út af skaflinum og að Sigurði aftur. Snjóskaflinn færðist óðfluga eftir fjömborðinu, nær og nær sjónum, og snjóhríðin hrakti kindurnar hverja af annarri út í sjóinn, þangað til engin skepna var orðin eftir í höndum Sigurðar. Komst hann að lokum til húsa þama í þorpinu, en með naumindum þó. Þegar veðrinu létti, fundust allar kindur Sigurðar reknar af sjó sunn- an við fjörðinn á svonefndri Sléttu- strönd. Átti Sigurður þá, eins og aðr- ir fleiri, enga kind eftir þetta veður. Bmgðust Reyðfirðingar þá vel við, til þess að bæta honum að einhverju þennan mikla skaða. Var honum bættur skaðinn að einhverju leyti af mönnum þar í sveit. Sigurður fluttist síðan að Stuðlum á Barðsnesi. Var hann dugandi og greindur í besta lagi, búmaður góð- ur og efríaðist vel. Þennan vetur var nokkur síldveiði í Reyðarfirði. Vom Norðmenn þar þá mikið við veiðar. Fjórir Norð- menn, sem áttu síldamet skammt undan Sléttuströnd sunnan við Reyðarfjörð, fómst allir, þegar veður þetta skall á. Aðrir þrír menn, af Eskifirði, vom að koma frá síldamet- um og áttu aðeins nokkum spöl ófarinn, til þess að ná bryggju á Búðareyri í Reyðarfirði, hröktu yfir fjörðinn og ráku upp á svokallaða Hrútseyri sunnan við Reyðarfjörð. Vissu þeir lítið af ferðum sínum, en svo einkennilega vildi til, að þeir héldu allir lífi og sakaði ekki. Frásögn Skráð eftir Lánisi Kjartanssyni, Jyrrum bónda í Bvggðarholti, er studdist við dagbœkur sínarfrá 1916. Það var hinn 19. febrúar 1916, að Tómas P. Magnússon útgerðarmað- ur á Eskifirði, hitti mig að máli og bað mig blessaðan að fylgja tveimur mönnum til Seyðisfjarðar, sem nú væm gestir hjá sér. Mennimir vom Karl Bender eldri og Böðvar Jónsson skósmiður. Þeir höfðu farið með skipi frá Seyðisfirði suður til Djúpa- vogs til þess að bjóða vömr fyrir verslunarhús í Reykjavík. Höfðu þeir svo haldið tilbaka með bátum, eftír því sem ferðir féllu til milli fjarða, og vom nú komnir til Eskifjarðar og sestir upp, því að langt var þangað til von væri á skipi á norðurleið. Datt þeim þess vegna í hug að fá sér fylgdarmann og fara fótgangandi. Vildu þeir reyna að komast yfir Jök- ul (Fönn) til Seyðisfjarðar, sem talin var stytsta leið. Ég hafði nokkmm sinnum farið þessa leið, þegar mikið lá við, meðal annars með Kristjáni Jónssyni pósti á Blómsturvöllum á Eskirfirði, svo að ég lét tilleiðast að fara, enda virtist veðurútlit ekki slæmt. Að vísu hafði snjóað talsvert undanfama daga og snjómullan var orðin jafrífallin upp undir hné, en nú var komin hæg vestanátt með vægu ffosti. Morgun- 282 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.