Heima er bezt - 01.07.1999, Síða 46
Einar Vilhjálmsson:
Landflótti á
nítjándu öld
Getulausir stjórnmálamenn og embættismenn
deildu hart á umboðsmenn skipafélaga og vestur-
fara agenta, sem lögðu flóttafólkinu lið, til þess að
komast úr örbirgðinni hér heima á 19. öldinni, til
bjargálna í betri löndum með betra stjórnarfar.
Danir gátu lítið hjálpað, þeir lentu í stríði við
Þjóðverja á árunum 1863-1864 og biðu herfilegan
ósigur. Varð þá til ortakið: „Hvad udad tabes, skal
indad vinnes. “ Gröndal var fremstur í flokki róg-
spennanna og skrifaði í Isafold, en Jón Ólafsson
hrakti óhróður hans.
Harðast var sótt að Sigfúsi
Eymundssyni. Hann var
ekki „utanfararagent,"
heldur umboðsmaður
skosks skipafélags og veitti flótta-
mönnum hjálp við að komast úr
landi. Vegna orðróms um slæma
aðbúð farþega, tók Sigfús sér far
með einu útflutningsskipinu, til þess
að líta eftir aðbúnaði farþeganna.
Stjórnvöld gerðu lítið sem ekkert
til þess að bjarga þeim fjölda
manna sem fóru á vergang og urðu
hungurmorða á þessum harðinda
árum. Þeir sem eftir sátu voru betur
komnir, þar sem rýmra varð í
byggðum og eignuðust þá margir
jarðir íyrir lítið eða ekkert. Vestur-
farar fengu oft lítið verð fyrir eignir
sínar og greiðsluskil með ýmsu
móti.
Breyting varð á lífskjörum al-
mennings þegar verslunin var gefin
frjáls. Sjávarútvegur efldist með til-
komu norskra og síðan íslenskra
síldveiðifélaga og þilskipaútgerða
til þorskveiða, sem leiddi tii þéttbýl-
ismyndunar við sjávarsíðuna.
Harðindin á nítjándu öld voru or-
sökin til landflóttans, sem hófst fyrir
alvöru í byrjun áttunda áratugarins
og stóð fram á tuttugustu öldina.
Voru fyrstu íjórtán ár aldarinnar
hafís- og harðindaár, féllu þá bæði
menn og skepnur. Hafísinn teppti
siglingar og grasspretta var lítil sem
engin og fjöldi fólks fór á vergang.
Fyrsta og annað ár aldarinnar
voru vetur afar harðir, felldu bænd-
ur þá á Norðurlandi og Austurlandi,
nær allar skepnur sínar. Talið var
að fimmtíuþúsund fjár hafi fallið í
norður og austur amtinu 1801. Sem
dæmi um ástandið var Hólavalla-
skóla lokað 1804, vegna matar-
skorts.
Árin 1815 til 1821 var árferðið
betra, en veturinn 1821-1822 var
einn versti felliveturinn. í septem-
ber 1845 gaus Hekla. Gerði þá stór-
hríð norðanlands á réttardaginn og
vetrarhörkur uppfrá því, sem stóðu
fram í apríl.
286 Heima er bezt