Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Side 47

Heima er bezt - 01.07.1999, Side 47
Ari Söndahl, kona hans og börn, Guðrún Söndahl, maður hennar og börn, ekkja dr. M. Söndahl og tvö börn þeirra. Á jólaföstu skóru bændur fé af fóðrum og burgu búum sínum á þann hótt. Eftir þetta var farið að setja á hey á haustin og fargað fé ef hey voru lítil. Veturinn 1848-9 var harður. Bundust þá tíu þingeyskir bændur samtökum um búferlaflutning til Grænlands og leituðu stuðnings Jóns Sigurðssonar forseta. Ekkert varð frekar úr ráðagerð þeirra. Veturinn 1853 var fellivetur. Var þá mikið drepið af hreindýrum, sem verið höfðu mikil plága, en komu nú að gagni. í annálum er veturinn 1858-1859 nefndur blóðvetur og talinn einn sá harðasti á öldinni. í Þingeyjarsýslu gekk veturinn í garð seint í septem- ber með stórhríð, sem stóð að mestu til 11. október. Þá gekk í sunnan þíðviðri í nokkra daga. í byrjun nóvember gerði frosthríð og stóð sú veðrátta að mestu til páska, 24.apríl. Hafís var þá frá Vestfjörðum til Austfjarða og teppti siglingar ffam á sumar. Dr. Zarathustra Magnússon Söndahl. Ef litið er til harðinda átjándu ald- ar, teygist hörmungasaga þjóðar- innar til muna. Lárus Gottrup, lögmaður segir, að veturinn 1701 hafi ástandið ver- ið verst í Þingeyjarsýslu, flest fé hafi fallið, fiskveiðar brugðist og fólk hrunið úr hungri. í Svalbarðshreppi dóu 20 manns af 14 bæjum, í Reykjadalshreppi dóu 90 af 60 bæjum, í Höfðahverfi dóu 40 af 30 bæjum og álíka marg- ir á Tjörnesi, í Kelduhverfi og Núpa- sveit. Þessi hörmungasaga leiddi að lok- um til þess, að sett voru lög um ásetning búfjár. Eftir blóðveturinn 1858-59 fóru menn að huga að möguleikum á flutningi til annarra landa. Var þá fyrst rætt um flutning til Jótlands eða Grænlands. Fundur um útflutningsmálin var haldinn á Einarsstöðum í Reykjadal árið 1859. Þar talaði Einar Ás- mundsson, bóndi í Nesi og benti mönnum á að menn væru fljótir að gleyma. Sagan um örlög byggða íslendinga á Grænlandi, gæfi ekki tilefni til þess að íslendingar flyttu þangað. Einar Ásmundsson tók forustu fyr- ir væntanlegum útflytjendum og gekkst fyrir stofnun félags væntan- legra útflytjenda. nefndist það „Út- flutningsfélagið." Hann kynnti til- gang þess með umburðarbréfi, sem hann lét ganga um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu. Markmið félagsins var meðal annars, að athuga um óbyggt land handa íslendingum, í Brasilíu og Kanada. Gengu þegar um 150 manns í félagið. Félagsgjaldið var ákveðið fjórir dalir eða tvær spesíur. Til þess að kanna möguleika útflytjenda voru keypt blöð og bækur og menn send- ir til þess að kanna aðstæður í við- komandi löndum. Fyrsti íslenski innflytjandinn í Brasilíu var Kristján Guðmundsson ísfeld fæddur á Ytri-Neslöndum 15. febrúar 1840. Kristján hafði í nokk- ur ár verið að fullnuma sig í tré- smíði í Kaupmannahöfn og einnig numið þar sjómannafræði. Hinn 14. febrúar, 1863 hélt Krist- ján til Hamborgar og munstraðist sem timburmaður á kaupfar, sem átti að fara til Rio de Janeiro með kolafarm. Hann strauk af skipinu í Río og settist þar að. Hann komst fljótlega í byggingarvinnu, en gerð- ist síðan hótelstjóri. Kristján rak þar síðan eigið hótel í Heima er bezt 287

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.