Heima er bezt - 01.07.1999, Side 52
Árni Sigfússon Söndahl.
Sigríður Baldvinsdóttir Reykdal
var fædd 28. maí 1855, hún giftist
giftist Sigurbirni fóakimssyni 1882.
Karl Baldvinsson Reykdal og Val-
gerður Benedikta Árnadóttir Söndal
bjuggu d eignarjörð foreldra hennar
í Tieté í Parandfylki. Þau eignuðust
dtta börn, sjö drengi og eina stúlku,
hétu þau íslenskum nöfnum.
Sigurgeir Baldvinsson Reykdal
kvæntist þýskri konu. Bjuggu þau
norður í fylkinu Minas Geraes, og
voru talin vel efnuð. Þau dttu
mörg börn. í bréfi frd 23/3 1934
segir að Valdemar Sigurgeirsson
Reykdal sé staddur í Río. Var hann
kosinn d þing fyrir verkamanna-
flokkinn.
Hallgrímur Þorkelsson, f. í Víðikeri
31. janúar 1838, d. í nóvember
1880. Kona hans var Anna Páls-
dóttir Þorkelsson og böm þeirra: Páll
11 ára, Vernharður 10 ára; Sigtrygg-
ur 7 ára; Hólmfríður 3 ára og Þor-
kell 1 árs. Þau nefndu sig Þorkels-
son í Brasilíu. Anna lést 28/2 1923.
Sigtryggur H. Þorkelsson varð ekki
gamall. Eiturnaðra beit hann í
fingur og varð það hans bani.
Hólmfríður Margrét H. Þorkelsson
Guðrún Magnúsdóttir Söndahl.
giftist Márisio Jordao af svissneskum
og frönskum ættum. Börn þeirra
hétu Friðrik og Júlía. Márisio var
bróðir fyrri konu Þorkels bróður
hennar.
Þorkell H. Þorkelsson giftist dóttur
svissnesks-fransks sögunarmyllueig-
anda. Hún lést 1905 frá sjö börn-
um. Þorkell giftist aftur konu af
pólskum ættum og áttu þau fjórtán
börn. Þorkell var á lífi 1937 og tal-
inn ríkur.
Páll H. Þorkelsson giftist brasilískri
konu og áttu þau fjögur börn (sam-
kvæmt heimildum 1917).
Vernharður H. Þorkelsson var
myrtur í febrúar 1915, þegar ítali
lagði hann hnífi í kviðinn.
Sigurbjörn Jóakimsson, f. á Sig-
urðarstöðum í Bárðardal um 1850.
Hann hóf smíðanám hjá Jónasi
bróður sínum í Curityba, en lauk
því ekki og stundaði síðan ýmsa
daglaunavinnu, mest við smíðar.
Sigurbjörn keypti litla bújörð með
bústofni í nágrenni Curityba og tók
til sín tengdaforeldra sína. í október
1882 giftist Sigurbjörn Sigríði Bald-
vinsdóttur Reykdal. Börn þeirra
sem lifðu voru: Karl Baldvin, f.
1883; Georg Harald, f. 1885; Jón Al-
Dr. Magnús Ámason Söndahl.
vin, f.1887; Karlotta Sigríður, f.1892;
Teresa Lúísa, f.1894 og Agnes Elísa,
f. 1898. Sigríður hafði áður eignast
dótturina Karólínu með þýskum
manni. Börnin gengu öll í þýska
skóla og lærðu bæði þýsku og portú-
gölsku og skildu íslensku þótt þau
töluðu hana ekki rétt. Sigurbjörn
andaðist 31. desember 1911 og Sig-
ríður Baldvinsdóttir lést 15. júní
1930.
Árni Kristjánsson, f. á Finnsstöð-
um í Kinn, 22. sept. 1842. Ámi dó í
pestinni, sem kom upp í útflutnings-
skipinu í Hamborg.
Jens Jensson Buck, f. á Ingjald-
stöðum í Reykdælahreppi 25. júlí
1841. Hann stundaði daglauna-
vinnu. Jens lést af slysförum í ágúst
1892, þegar skurðbakki féll yfir
hann.
Heimildir:
Ævintýrið fra íslandi til Brasilíu, eftir Þorstein
Þ. Þorsteinsson. útg. 1937-1938.
Einarssaga Ásmundssonar I., eftir TUnór Sigur-
jónsson, útg. 1987.
Öldin okkar, eftir Gils Guðmundsson, útg.
1955 og 1956.
Framtíðarlandið, ferðasaga frá Brasilíu 1957,
eftir Vigfús Guðmundsson, vert.
Sjálfsævisaga Jakobs Hálfdánarsonar, útg.
ísafoldarprentsmiðja h/f, 1982.
Saga íslendinga 9. bindi, eftir Magnús Jóns-
son, útg. Menntamálaráð & Þjóðvinafélag.
292 Heima er bezt