Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Síða 54

Heima er bezt - 01.07.1999, Síða 54
Ég ótti þá 5 eða 6 kindur, 4ra vetra gamlan hest, folaldið var mér gefið í fermingargjöf. Ég var nákunnugur heimilinu í Blönduhlíð og vissi að á því voru ýmsir vankantar. Þar höfðu um langan aldur, búið hjónin Einar Guðmundsson og Björg Þorvarðar- dóttir, mestu myndar og dugnaðar manneskjur. Einar var ffamúrskar- andi áhuga og dugnaðar maður. Þau áttu mörg börn og þegar hér var komið sögu, bjuggu synir hans tveir á jörðinni, áður nefndur Björg- úlfur og Sigfús bróðir hans. Gömlu hjónin voru í húsmennsku og höfðu lítinn part af jörðinni. Hjá þeim var dóttir þeirra geð- veik. Hún var það mikið veik að ekki þótti óhætt að láta hana ganga lausa og hafði því verið slegið utan- um hana í einu horni stofunnar, þar sem foreldrar hennar sváfu. Þetta setti að vonum dapurleika- blæ á heimilið. En aumingja gömlu hjónin höfðu orðið fyrir fleiri áföllum. Þau höfðu þá nýlega misst tvö uppkomin börn, son um tvítugt og dóttur um þrítugt, en þau höfðu verið stoð og stytta heimilisins. En allt þetta mótlæti báru þau með stillingu. Trúin hefur máski bjargað þeim, því einlægari trú- manneskjur hef ég ekki þekkt. Þar á heimilinu var húslestur les- inn á hverjum sunnudegi allt árið um kring og auk þess á föstunni, daglega. Ég hafði ekki lengi verið í Blöndu- hlíð þegar ég fann að samkomulag- ið á milli heimilanna var meira en í meðallagi stirt. Heimilislífið var þunglamalegt og gleðisnautt. Mér leiddist þar. Ég fann líka fljótt að húsbóndi minn var í meira langi lundstirður. Hefur það sjálfsagt ver- ið upphaf þeirrar veiki, sem síðar kom fram í honum, er kölluð var geðtruflun. Það kom fyrir að hann talaði ekki eitt einasta orð við mig í heila viku. En það þótti mér þó enn verra, hvað hann var vanþakklátur og á stundum ónotayrtur. Mér hætti þá líka til að borga fyrir mig. Þannig myndaðist nokkurs konar veggur á milli okkar. Við vorum aðeins tveir við hey- skapinn svo geta má nærri að lítið var um gleðskap eða samræður daglega. Sumarið var með eindæmum gott og gekk heyskapur vel. Vinnudagur var langur og óreglulegur vinnu- tími. Mun það þá oft hafa farið eftir skapsmunum Björgúlfs hvenær hætt var. Á þeim tíma hafa húsbændur yf- irleitt litið svo á að þeir einir ættu að ráða því hvað vinnutími væri lang- ur. Ég man eftir einu tilsvari Björg- úlfs, sem mér sárnaði og er jafn- framt sýnishorn af mörgum tilsvör- um hans. Það var komið fast að réttum. Við áttum stóran flekk af heyi á flötinni fyrir ofan hlöðuna. Það var komið undir kvöld og farið að skyggja. Veður var þannig að búast mátti við rigningu þá og þeg- ar. Við reyndum af kappi að koma sem mestu af heyinu inn áður en færi að rigna. En erfitt var að koma því fýrir sökum þess að hlaðan var að verða full, svo við þurftum að troða í mæninn. Það stóð á endum að um leið og við komum inn síðustu tuggunni og fylltum hlöðuna, kom úrhellis reigningardemba. Ég varð einhvern veginn svo undarlega sæll og glaður yfir því að koma heyinu inn undan rigningu og einnig að heyfengurinn yfir sumarið var bæði mikill og góð- ur og því ástæða til að fagna yfir því. En í einfeldni minni og barna- skap, hafði ég orð á því við Björgúlf að þetta væri nú orðinn mjög góður heyskapur hjá okkur í sumar. Þá hreytti Björgúlfur út úr sér: „Heldurðu að ég ætli að fara að þakka þér það, þótt eitthvað hafi heyjast betur en venjulega." Ég svaraði: „Þú ert nú víst ríkari af einhverju öðru en þakklæti." Á þeirri stundu var ég ákveðinn að vera ekki lengur í Blönduhlíð, hvað sem við tæki. Ég ætla að geta hér um eitt atvik sem dæmi um lipurð og sanngirni Björgúlfs. Um vorið, skömmu áður en ég fór, var haldið uppboð í Brautarholti. Mig langaði mikið til að fara og vera á uppboðinu. Ég stundi því upp við Björgúlf að mig langaði til að fara. En við það var ekki kom- andi. Hann sagði að ég hefði ekkert þangað að gera, svo mætti hann heldur ekki missa mig. Það þyrfti að taka upp grjót úr flaginu. Ég vildi samt reyna til þrautar og bauð honum að ég skyldi vinna í staðinn á sunnudaginn við flagið, ef ég fengi að fara. Eina svarið, sem ég fékk, var þetta: „Þú hefur ekki þurft að vinna á sunnudaögum hingað til." Og við það sat. Allir karlmenn á heimilinu þar sem ég var, fóru á uppboðið. Strák- ur á líku reki og ég, sem var hjá bóndanum á hinu búinu, fékk um- yrðalaust að fara. Ég mun ekki hafa verið neitt hýr á svipinn þegar ég gekk niður að flag- inu og sá að hinir allir voru að ríða úr hlaði. Ég held að frekar lítið hafi orðið úr verki hjá mér daginn þann. í samningi þeim, er við gerðum um kaup mitt, var svo ákveðið að ég skyldi fá eina viku um sláttinn til að heyja fyrir hestinum og einnig átti ég að fá slægjur eins og ég þyrfti. Það varð svo síðar að samkomu- lagi að ég sleppti því að heyja sér en ynni þessa viku hjá húsbónda mín- um og fengi þess í stað 12 hesta af heyi. Allt gekk nú þetta samkvæmt áætlun. Ég bar heyið upp í galta við endann á kindahlöðunni. 12 torfur fékk ég hjá Björgúlfi að láni, svo að ég gæti tyrft heyið um leið. En þessar torfur áttu eftir að koma aftur til sögunnar. Á krossmessudagsmorgun kom Björgúlfur inn í herbergið til mín, brúnaþungur og fasmikill, með blað í hendi. Það var reikningur yfir viðskipti okkar. Svo virðulegt plagg hafði ég ekki fengið fyrr. Ég harma það mjög að nú skuli það verea glatað. Ég hélt að í raun og veru væri engin þörf á uppgjöri, en Björg- úlfur sagði eitthvað á þá leið, að ég 294 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.