Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 56

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 56
Guðlaug Einarsdóttir frá Sellátrum í Tálknafirði: Rokkurinn Sumarið var liðið, haustverkum að Ijúka. Spunakonurnar, móðir mín og amma, búnar að taka fram spunarokka sína til undirbúnings bandframleiðslu. Ur því skyldi vinna klæðnað á heimilisfólkið áður en vetur gengi í garð, svo sem peysur, sokka, vettlinga og nœrföt. S g var þá yngsta barnið á bænum, rétt orðin fimm ára gömul. Ég sat löngum stundum og horfði á þegar ullarkembumar mnnu úr höndum þeirra er við rokkana sátu og urðu að bandi. Ég dáðist að því þegar það vafðist utan um rokksnælduna og áður en varði var hún orðin fullsetin. Ég hafði mikla löngun til þess að taka þátt í vinnuferlinu og sóttist eindregið eftir því að fá að sitja við rokkinn og spinna. Reynt var að telja mér hughvarf. Var mér sagt að ég væri of ung að ámm til þess að stunda spunalistina, auk þess væm rokkarnir of stórir fyrir mig. Ekki gat ég sætt mig við þessi málalok. Tók þá móðir mín til þess ráðs að setja mig í spunakonusætið. Þá vildi ekki betur til en svo að fætur mínir reyndust of stuttir til þess að ná niður á fótafjöl rokksins. Vonbrigðin urðu mér sár, mér lá við gráti. Ég dró mig í hlé, reyndi að hugsa hvemig leysa mætti vandann. Á heimilinu var aldraður maður er Guðjón hét. Hann hafði verið vinnumaður hjá foreldrum mínum á sínum yngri ámm, en sat nú í Guðlaug Einarsdóttir frá Sellátrum. horni hjá þeim eins og sagt er. Ég var vön að leita til hans ef upp komu mál sem ég taldi ekki leysanleg nema með tilstilli hans. Beið ég nú eftir tækifæri, þegar heimilisfólkið lagði sig útaf í rökkrinu, eins og þess var siður áður en tekist var á við verkefni kvöldvökunnar, sem endaði með húslestri. Gamli maðurinn hafði einnig lagt sig útaf í þetta sinn. Annars var vani hans að segja okkur krökkunum sögur meðan á rökkurstundinni stóð. Ég laumaðist til að setjast á kistil sem stóð við rúmið hans, í þeirri von að hann vaknaði á undan hinu fólkinu. En viti menn, hann reis þá upp í rúminu og bauðst til þess að segja mér sögu. Beið ég þá ekki boðanna og spurði hann beint út, „Guji, viltu smíða fyrir mig rokk?". Eitthvað hefur spurningin komið honum á óvart, því hann spurði með undmn í röddinni: „Rokk? Hvað ætlar þú að gera með rokk?" Það stóð ekki á svari hjá mér. Ég ætlaði að spinna band. Ég beið róleg eftir svari meðan hljóðlátur, dillandi hlátur hans gekk yfir. Ég fann ekkert athugavert við hláturinn, því það var einn þáttur í rökkursöguferlinu hjá honum að hlæja, sérstaklega þegar hann var búinn að framkalla fmmsamda sögu frá mér. Svar hans var stutt. „Ekki veit ég hvort ég get smíðað rokk.” Nú fóm spennandi tímar í hönd fyrir mig. Ég reyndi eftir ffemsta megni að fylgjast með ferðum Guja, sérstaklega ef leið hans lá til skemmunnar, þar sem smíðatólin voru geymd og biðu notenda sinna. Ég tók til þess ráðs að leika mér með bolta og hoppa og hlaupa á hlaðinu fyrir framan skemmuna þegar ég vissi að Guji var þar inni. Ég vonaðist til að geta með því vakið eftirtekt hans á mér og kannski fengi ég aðeins að sjá í 296 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.