Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 63

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 63
hafa lagst að fullu niður á árabilinu 1925-28. Um aldamótin og upp úr þeim var byrjað að gefa út smáblöð, viku- blöð og einnig smábæklinga og bækur, sem ýmsir gerðust áskrifend- ur að í sveitunum. Póstferðimar og það, sem póstarnir fluttu út um byggðir landsins, átti ríkan þátt í að rjúfa einangrunina og gera fólkið frjálsara í fasi. Á æskuheimili mínu, Skógum í Öxarfirði, sem þá var í þjóðbraut, var póststöð, þar sem pósturinn gisti alltaf á ferðum sínum. Mér er enn í fersku minni hvað við krakkarnir hlökkuðum alltaf til komu hans og raunar allt heimilisfólkið. Nokkm seinna var svo síminn lagður hringinn í kringum landið og mun því verki hafa verið að fullu lokið á árabilinu 1906-1916. Um það mál er mikil saga, sem hér verður ekki rakin. En eins og öllum er ljóst var þá hin aldagamla ein- angmn íslenskra byggða enn betur rofin en fyrr, því að nú gátu ná- komnir ættingjar og vinir talað saman um hugðarmál sín þótt þeir væm sinn á hverju landshorni. Já, þetta var nú meira tjöfratækið, sem gerði mönnum kleift að tala saman, eins og þeir væru hlið við hlið, þótt langar leiðir væm á milli. Almenn ánægja og hrifning fylgdi komu símans og var hann strax mikið notaður. Af því að æskuheimili mitt var þá í þjóðbraut, eins og fyrr segir, og hafði lengi verið, og húsakynni rýmri en annars staðar í sveitinni, vom foreldrar mínir beðnir að taka að sér símaþjónustuna og urðu þeir við því. En þessu fylgdi strax tölu- vert mikið starf og stóraukinn gesta- gangur. Og þar sem þetta var um langt árabil eina landsímastöðin í sveitinni, þurfti oft að sækja menn í símann á aðra bæi og var það ætíð hlutverk okkar krakkanna. Svo komu oftast einhverjir daglega ótil- kvaddir, til þess að tala í símann, og allir fengu að sjálfsögðu góðgerðir og ýmsir gistingu, ef þeir komu seint. Eins og geta má nærri, hafði koma landsímans á æskuheimili mitt mikla tilbreytingu í för með sér, annir og umstang. En foreldrar mínir tóku þessari auknu þjónustu af sinni alkunnu einlægni og hjálp- semi, og við krakkarnri höfðum alltaf ánægju af komu símagesta og urðum fljótt frjálsleg í fasi og fram- komu. II. Nokkru seinna tóku svo að berast nýjar og furðulegar fréttir um það að í útlöndum væri farið að senda talað orð og tónlist í loftinu milli fjarlægra landshluta og jafnvel landa, og að það kæmi greinilega fram í tækjum, sem menn hefðu á heimilum sínum og veittu þessu móttöku, svo að hægt væri að njóta þess. Gat þetta raunverulega verið satt!? Gat það verið satt, að hægt væri að heyra tal manna og feg- urstu tónlist, sem bærist gegnum loftið úr mörg hundruð eða jafnvel mörg þúsund kílómetra fjarlægð, án þess að um nokkurn þráð væri að ræða? Það var þó skiljanlegt með sím- ann, því að tal manna barst í gegn- um þráðinn og í tækið, sem maður hélt við eyrað. En að hægt væri að tala langar leiðir þráðlaust í gegn- um loftið, það fannst okkur krökk- unum heima, og einnig flestum full- orðnum alveg furðulegt og raunar með öllu óskiljanlegt. En þó var þetta víst alveg satt, það hlaut að vera það, því að pabbi og mamma höfðu sagt það, og þau sögðu aldrei ósatt. Þetta var bara að verða alveg eins og í ævintýrunum, sem við höfðum svo oft undrast og dáðst að, þegar menn gátu sest á töfraklæði og þot- ið á því í einu vetfangi hvert sem maður óskaði sér. Um þetta brutum við krakkarnir oft heilann og rökræddum tímun- um saman. Og fýrr en varði varð svo þessi undratækni að veruleika hjá okkur á íslandi, landinu okkar fagra og góða, sem hafði svo lengi verið ein- angrað við ysta haf, "langt frá öðr- um þjóðum,” eins og skáldið komst að orði. Nú var þessi aldagamla einangrun innan skamms að fullu rofin, því að auglýst hafði verið oft í blöðum og síma, að útvarpið tæki senn til starfa, nánar tiltekið þann 21. desember n.k., mundum við þá eftir það fá að heyra daglega fréttir og frásagnir frá öllum landshlutum og einnig utan úr víðri veröld. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu ríkisútvarpsins og þróun þeirra merku mála. Það er ekki heldur inn- an ramma þessarar greinar, enda alltof langt mál. Vel á þó við að geta aðeins upphafsins með nokkrum orðum. Fyrstu útvarpslögin voru sam- þykkt á Alþingi árið 1928 og þriggja manna útvarpsráð skipað sam- kvæmt þeim lögum. í því áttu sæti þrír þjóðkunnir menn og voru þar lengi, Helgi Hjörvar, formaður, Al- exander Jóhannesson og Páll ísólfs- son. Síðar var svo tveimur öðrum bætt við, séra Friðriki Hallgrímssyni og Guðjóni Guðjónssyni skólastjóra. Útvarpsráð á að hafa yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi út- varpsins og ber ábyrgð á öllu dag- skrárefni, eins og segir í lögum þess. Tryggvi Þórhallsson, sem þá var forsætisráðherra, skipaði síðan Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra og fól honum, sumarið 1928, að semja nýtt lagafrumvarp um útvarpsmál. Útvarpsstjóri kvaddi sér til aðstoðar og ráðuneytis, Ólaf Kvaran, sem þá var orðinn ritsímastjóri landsímans. Þeir unnu síðan saman að frum- varpinu sem varð undirstaða laga nr. 62, 19. maí 1930, og voru óbreytt í allmörg ár. Jónas Þorbergs- son var síðan lengi útvarpsstjóri, svo sem kunnugt er, eða samfleytt í 23 ár. Þetta eru aðeins örfá orð um fyrstu grundvallardrögin. Þegar fregnirnar góðu um það að ríkisútvarpið tæki til starfa 21. des- ember 1930, bárust út um lands- byggðina, vaknaði mikill áhugi og tilhlökkun á flestum eða öllum heimilum þjóðarinnar á því að fá sér sem fyrst tæki og tilheyrandi út- Heima er bezt 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.