Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 71

Heima er bezt - 01.07.1999, Blaðsíða 71
þeirra. Þær urðu að bíta í þetta súra epli, eða vísa henni ó dyr. En það gerði engin þeirra. Þess í stað bdðu þær hana oftar en einu sinni, að framlengja vistina, að liðnum ráðn- ingartíma, og það fannst henni góð meðmæli. Hún vonar að endalokin hér verði á svipuðum nótum. Og út frá þeirri hugsun hverfur veruleik- inn, og kaupakonan svífur létt inn á óskalendur svefns og drauma. Feðgamir ganga saman inn í skemmuna fram á hlaðinu. Að morgni næsta dags ætla þeir í fyrsta skipti á þessu sumri, að bera ljá í gras, og að ýmsu þarf að hyggja. Þeir taka fram orf, ljái og hrífur, yf- irfara verkfærin vandlega og lag- færa það sem með þarf. Kvöldkyrrð og friður gefa ró í sál. Þeir vinna hljóðir um stund. Svo lítur Matthías til sonar síns, sem orðinn er honum ómetanleg stoð og stytta við bú- skapinn, og segir hýrlega: „Þetta sumar leggst vel í mig, Pét- ur Geir, ég held að það verði okkur hagstætt." „Eru nokkur teikn á lofti um ann- að," svarar Pétur Geir. „Og veðrátt- an eins og best verður á kosið." „í byrjun engjaheyskapar kemur svo kaupamaður hingað, eins og venjulega," heldur Matthías áfram. „Ertu búinn að ráða hann, pabbi," spyr Pétur Geir. „Já, þann sama og í fyrra sumar. Hann Ársæll á Syðri-Mörk er svodd- an dugnaðarforkur við sláttinn." Pétur Geir brosir. „Það ætti að verða nóg ljá handa kaupakonunni að raka, þegar Sæli og við tveir höfum raðað okkur á teiginn," segir hann léttum rómi. „Hún annar því ekki ein frekar en forverar hennar hafa gert. Það getur heldur enginn ætlast til þess," svar- ar Matthías. „Krakkagreyið hún Hugborg hefur víst í nógu öðru að snúast, annars hefði ég látið hana grípa í rakstur með kaupakonunni. Hún sýnist hafa alla burði til þeirra verka. Það er ekki að sjá, að fátækt- in í foreldrahúsum hafi kippt úr vexti hennar eða líkamlegum þroska." Brosið er horfið af andliti Péturs Geirs. „Hún hefði víst líka lítið haft með það að gera, að fara í vist hér á bæ, hefði hún verið einhver aukvisi og liðleskja. En þið húsbændurnir berið að sjálfsögðu ábyrgð á því að ofgera ekki óhörnuðu barni með miskunn- arlausum þrældómi," segir hann beinskeyttum rómi. „Það er óþarfi að taka svona djúpt í árinni, drengur , tala um miskunnarlausan þrældóm. Ég held að slíkt fái ekki staðist. En telpan léttir töluvert undir með mömmu þinni, það er satt og rétt," svarar Matthías venju fremur hraðmæltur og brýtur þegar upp á nýju um- ræðuefni. „Hvernig var þetta, Pétur Geir, gaf ég þér ekki loforð fyrir því í morgun, að segja þér á hvem hátt fundum okkar Davíðs, föður telpunnar, bar fyrst saman?" „Jú, víst gerðir þú það," svarar Pétur Geir rólega. „Og ég er tilbúinn að hlusta, þegar þér hentar." „fæja, þá er tilvalið tækifæri núna, til að efna það loforð." Matthías setur sig í þægilegar stellingar, telgir tinda í hrífu og hef- ur frásögn sína: Á unglingsárum mínum var Drangalón aðal verslunarstaður okkar innsveitunga, þar var þá eins og nú, rekin blómleg útgerð og verslun. En í þann tíma var að myndast á Brimnesi fyrsti vísir að þorpi, og aðeins ein smá verslun verið sett þar á fót, og vöruvalið var fábreytt. Ég var mikið fyrir hesta- mennsku í ungdómi mínum, og þess vegna þótti þjóðráð að nota mig í sendiferðir, sem flestar vom farnar á hestum. Ég var meðal ann- ars oft sendur í verslunarerindum út að Drangalóni. Vor eitt bráðvantaði móður mína einhvern smávarning, sem fékkst í aðal versluninni á Drangalóni. Ég var að venju sendur út af örkinni. Vamingurinn var þeirrrar gerðar að hann átti að rúmast í hnakktösku, svo ég fór ein- hesta í þetta skipti. Þennan dag, sem hér um ræðir, var landlega hjá fiskibátunum á Drangalóni og margt um manninn í búðinni. Ölv- un sást á nokkrum mönnum, sem þarna vom, en tveir þeirra höfðu sig mest í frammi. Á meðan ég var að versla varð ég þess áskynja, að þess- ir tveir nágungar fylgdust grannt með mér. Foreldrar mínir vom í reikningsviðskiptum hjá þessari verslun, og létu skrifa nauðsynjar til heimilisins inn á ársreikning. En í þetta skipti hafði móðir mín fengið mér peninga til að greiða með vam- inginn. Hún hefur víst talið að hann væri keyptur einungis í sína þágu, og kosið að borga út í hönd. Þegar ég dró peningaveskið upp úr brjóstvasa mínum til að greiða vör- urnar, fóm náungarnir tveir að stinga saman nefjum, og hurfu svo skyndilega úr búðinni. Reiðhestur minn var geymdur í afgirtu beitar- hólfi skammt fyrir ofan kaupstað- inn, sem ætlað var hrossum ferða- manna, og þangað hélt ég strax að loknum verslunarerindum. Ég átti stuttan spöl ófarinn að beitarhólf- inu, og hugði engar hættur leynast á þeirri leið, nú fremur en áður. En skyndilega spruttu tveir menn eins og upp úr jörðinni, og gripu mig höndum. Þeir höfðu sýnilega legið þarna á milli þúfría rétt utan við götuslóðann, þar sem ég gekk. Hér vom komnir náungarnir, sem áður getur. Ég varð skelfingu lostinn. „Hvað gátu þeir viljað mér, unglingsgrey- inu, þessir ókunnugu, ölvuðu menn," þaut í gegnum huga minn. Ekkert hafði ég gert á hlut þeirra. Ég neytti allrar orku minnar, til þess að reyna að slíta mig lausan. En þeir héldu mér föstum líkt og í járngreip- um. „Fáðu okkur peningaveskið," skip- uðu þeir ógnandi. Ég sagði skjálfandi röddu, eins og satt var, að ég ætti enga peninga í veskinu. „Þú skrökvar, komdu með vesk- ið," öskmðu þeir í eyru mér og köst- uðu mér niður í götuslóðann. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezt 3 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.