Heima er bezt - 01.11.2000, Side 6
þessu af mikilli ljúímennsku en hafði þó orð á að ekki
þætti sér líklegt að til sín gæti ég sótt neitt það sem bita-
stætt yrði fyrir alþjóð til lesturs. Eg taldi óhætt að láta á
það reyna og leyfi mér að birta hér árangur af spjalli sem
við áttum yfir kaffibolla eftirmiðdag nokkurn á heimili
mínu fyrir skemmstu.
Og upphaf samtalsins var að sjálfsögðu hin afar hefð-
bundna og óskáldlega spurning um nafn viðmælandans,
uppruna og foreldra:
Ég er fæddur á ísafirði 4. júlí 1924. Foreldrar mínir voru
Magnús Guðmundsson, af svonefndri Pálsætt af Strönd-
um, fæddur á Kaldbak í Kaldraneshreppi og Karítas
Skarphéðinsdóttir, fædd í Æðey í Snæfjallahrcppi.
Um Pálsætt hafa verið gefnar út þrjár bækur í samantekt
Pálínu, yngstu systur minnar, sem lagt hefur mikla vinnu í
að leita uppi niðja þessara forfeðra okkar.
Faðir minn vann lengst af sem húsasmiður, en skorti þó
öll réttindi í þeirri iðn. Hann var mikill hagleiksmaður að
upplagi og lagði á margt gjörva hönd. Einhverra réttinda til
viðgerða á bátavélum hafði hann aflað sér og var oft sóttur
til þess starfa ef mikið lá við. Þá var hann einnig góður
vefari og vann nokkuð við það framan af ævinni. Söng-
hneigður var hann og hafði góða söngrödd, enda forsöngv-
ari við kirkju um langt skeið. Einhverja tilsögn hafði hann
fengið í söng og tónfræði hjá barnakennara sem hann var
samtíða vetrarpart á Stað í Steingrímsfirði. Þetta glæddi
músíkáhugann og varð m.a. til þess að hann tók sér eitt
sinn fyrir hendur að smíða langspil, en þótt það hljóðfæri
sé í dag lítið þekkt var það um langt skeið algengasta
hljóðfærið í hinum dreifðu byggðum þessa lands, þar sem
húsakostur var þröngur og íjármunir til hljóðfærakaupa
lágu ekki á lausu. Hann hafði verið giftur áður og átti fjög-
ur böm með fyrri konu sinni, sem hann missti skömmu
eftir fæðingu yngsta barnsins. Leystist heimilið þá upp og
bömin voru send til fósturs. Öll urðu þessi systkini mikið
manndómsfólk og nokkrir afkomendur þeirra þjóðkunnar
persónur. Þrír synir sem allir stunduðu sjósókn og útgerð
og ein dóttir, sem lengst af var búsett á Flateyri. Elsti son-
urinn Sófus bjó um langt skeið á Drangsnesi og stundaði
þar jöfnum höndum sjósókn og búskap. Þorvaldur stund-
aði sjóinn lengst af ævinnar og munu flestir Islendingar
sem komnir em yfir miðjan aldur kannast við hann af
mynd sem víða hefur birst í blöðum og tímaritum um ára-
tuga skeið og hefur verið notuð sem tákn fyrir hinn ís-
lenska sjómann. Sonur Þorvaldar er hinn kunni sprett-
hlaupari Finnbjörn Þorvaldsson, sem var í hópi þekktustu
íþróttamanna okkar um miðja tuttugustu öldina. Yngsti
sonurinn, Óskar, gerði út eigin bát frá ísafirði og fórst með
allri áhöfn í stórviðri að vetri til. Sonur hans Þórður settist
síðan að á Akranesi og hóf þar rekstur útgerðar, m.a. tog-
ara sem bar föðumafn hans, Óskar Magnússon, og var
þekkt aflaskip um áraraðir
Síðustu starfsár föður míns stundaði hann mest viðgerðir
á smærri hlutum og hafði þá vinnuaðstöðu í skúr sem hann
átti í grennd við bamaskólann á ísafirði. Margir komu til
Karítas móðir mín og faðir hennar Skarphéðinn
Elíasson.
hans með saumavélar sem höfðu bilað og hann hafði kom-
ið sér upp einhverju af varahlutum svo þetta spurðist víða
og eftirspunin eftir þessari þjónustu óx með hverju ári.
Þess voru jafnvel mörg dæmi að honum væru sendar
saumavélar til viðgerðar alla leið frá Reykjavík, sem sýnir
það að þess konar þjónusta hefur varla verið þar í boði,
nema ástæðan hafi verið sú að hann hafi verið talinn öðr-
um færari á þessu sviði. En auðvitað gaf þetta dútl lítið í
aðra hönd.
Þegar foreldrar nn'nir giftust var móðir mín langt innan
við tvítugt og hann vel tuttugu árum eldri. Þetta var erfið
lífsbarátta því þau eignuðust átta börn. Húsnæðið var auó-
vitað orðið afar þröngt og hann farinn að slá af með vinnu-
þrek vegna aldurs. Svo gekk þetta ekki lengur upp og þau
skildu samvistum. Fluttist hún þá með okkur yngstu börn-
in í gamlan timburhjall, sem hafði verið fyrsta heimili fjöl-
skyldunnar á ísafirði. Hún stundaði alla þá vinnu sem
bauðst. Mest var það fiskvinna auk sláturhúsvinnu á
haustin.
Móðir mín starfaði mikið að baráttumálum verkalýðsins
og tók virkan þátt í þeirri pólitísku orrahrið sem ísafjarðar-
kaupstaður var frægur fyrir á þeim árum. Hún skipaði sér á
vinstri vænginn og beitti sér ásamt félögum sínum þar fyrir
framboði til sveitarstjórnar á vegum Kommúnistaflokks-
398 Heima er hezt