Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Page 18

Heima er bezt - 01.11.2000, Page 18
ar. Ég fann það þó seinna að maður hafði mjög gott af því að fara eftir föstum reglum. Næst ætla ég að minnast á sönginn. Eins og ég gat um áður kenndi Stjóri okkur söng. Hann bjó til karlakór og blandaðan kór. Ég held að blandaði kórinn hafi verið sæmilega góður, enda mun hann hafa valið í hann þá, sem voru skástir að syngja. Sá kór kom oft fram á skemmtunum og var gerður góður rómur að. En mig minnir að allir eða flestir strákarnir væru með í karlakórnum hvort, sem þeir gátu sungið eða ekki. Enda kom sá kór aldrei fram á neinum skemmtunum. Ég álít að þetta hafi verið hárrétt stefna hjá Stjóra að taka alla með. Ég var einn af þeim sem aldrei hef getað sungið, en þrátt fyrir það hafði ég mjög gaman af þessu og eftir þetta hlustaði ég öðruvísi á tónlist en áður og svo mun trúlega hafa verið um fleiri. Borðfélagar í matsal Eiðaskóla '41-'42. Höfundur í aftari röð lengst til hægri. í rishæð voru útgönguleiðir út um gluggana vegna hugsanlegs eldsvoða, og voru í flestum herbergjum upp- gerðir kaðlar við gluggana. Kaðlar þessir voru festir tryggilega í annan endann. Þeir voru ætlaðir til þess að síga í út um gluggana ef eldsvoða bæri að höndum. Það voru haldnar brunaæfingar að mig minnir tvisvar sinnum. Þá var hringt skólaklukkunni með sérstökum hætti, sem var búið að kynna okkur og svo var öllum slakað út um glugga og niður á jörð. Þetta var nauðsynlegur þáttur í því að við vissum hvernig við ættum að bregðast við ef eldsvoði yrði. Ekki vissi ég hvernig það byrjaði. En eina nóttina ákváðu einhveijir piltar að síga út um glugga. Ég hélt að hugmyndin væri að reyna að heimsækja stelpurnar og var því með í þeim skemmtilegheitum. En svo kom í ljós að annað hvort var það ekki hægt eða stóð aldrei til, því að við fórum alveg niður á jörð. Og síðan var farið inn í kjallarann og í búrið og þar fengu rúsínu- og sveskjukass- arnir leiðinda heimsókn. Eitthvað fleira hefur sjálfsagt verið skemmt, ég bara man það ekki. En allir komust aft- ur upp á vistina. En daginn eftir byrjuðu yfirheyrslur. Auðvitað komst þetta upp og við vorum allir kallaðir fyrir hjá Stjóra. Við vorum sjö og hann virtist vita hverjir við vorum, því aðrir voru ekki kallaðir fyrir. Ég var með þeim síðustu ef ekki síðastur, sem kallaður var fyrir, og þá brúkaði ég kjaft við Stjóra í eina skiptið. En af því að ég tel mig muna þessa yfirheyrslu frá orði til orðs, þá ætla ég að birta hana hér: Stjóri: „Viltu kannast við að hafa farið í búrið umrædda nótt.“ (Ég man ekki dagsetninguna). Ég: „Já.“ Stjóri: „Hverjir voru með þér?“ Ég: „Það segi ég ekki.“ Stjóri: „Fyrst þú ert búinn að játa þetta þá ertu skyldug- ur að segja mér það.“ Ég: „Ég lofaði þeim, sem með mér voru að segja ekki frá þessu. Ég er sjálfráður því hvort ég segi á sjáalfan mig en á aðra segi ég ekki.“ Stjóri: „Það er sama, fyrst þú ert búinn að játa, þá ert þú skyldugur að segja mér þetta.“ Ég: „Það situr illa á manni í þinni stöðu að reyna að fá unga menn til að ganga á bak orða sinna.“ Yfirheyrslu lokið. Skömmu síðar voru allir nemendurnir kallaðir til að hlusta á boðskap Stjóra, en milli kennslustofanna voru breiðar dyr, sem hægt var að opna og var það gert í þetta sinn. Þar hlýddum við á boðskapinn. Stjóri hóf mál sitt á þessa leið: „Nemendur mínir, ég get alveg sagt ykkur það, að þetta eru þau þyngstu spor, sem ég hef stigið upp að þessu púlti.“ Síðan fór hann yfir þessi agabrot og endaði á þeim við- urlögum, sem við þessu lægju. Og útkoman var sú að við ijórir, sem vorum í yngri deild, sluppum með áminningu, en þeir þrír, sem voru í eldri deild, voru reknir úr skóla. Um kvöldið og nóttina á eftir fór fram mikil umræða um það hvernig skyldi bregðast við þessu, lengi vel voru flestir á þeirri skoðun að allir færu úr skólanum. En við 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.