Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 21
þrátt fyrir engan Múlaveg né göng í
gegnum það mikla fjall sem nú er
orðið að veruleika. Aðeins vegurinn
yfir Lágheiði til Fljóta í Skagafirði
var opinn yfir sumarmánuðina með
tilurð hans frá árinu 1948.
Flóabáturinn Drangur (I) kom
tvisvar til ijórum sinnum í viku og var
sannkölluð líftaug byggðarlagsins.
Strandferðaskipið Skjaldbreið kom
einu sinni til tvisvar í mánuði og önn-
ur flutningaskip eins og “fossamir”
og “fellin,” komu sjaldnar.
Um þetta leyti (1950) voru íbúar
Ólafsfjarðar um 900 talsins. Sex
verslanir voru í plássinu, tvö frysti-
hús, tvö síldarplön og nokkrir salt-
fiskverkendur. Þá var trésmíðaverk-
stæði, vélaverkstæði, skósmíðastofa,
rafverkstæði, málarastofa, bakarí,
mjólkurbúð, söðlasmiður og jafnvel
byssusmiður.
Ég hafði strax óskaplega garnan
af því að vera fluttur í kaupstað og
það var raunar merkilegt livað jafn-
aldrar mínir í Ólafsfirði tóku þessum
sveitastrák úr Fljótum vel og hve fljótt
ég samlagaðist mínum aldurshópi á
staðnum.
Aðalgata 11-b, Brautarhóll eða
“Sóleyjarhúsið,” eins og það var oftast
kallað eftir frænku minni, sem þar
hafði búið við rausn með fjölskyldu
sinni í meira en aldarfjórðung, var
heimili mitt árin sem ég var búsettur í
Ólafsfirði og litla súðarherbergið sem
var verustaður minn á fimmta ár,
sneri glugganum fram yfir ljörðinn,
eins og sjá má á myndinni í upphafi
þessa greinarkorns.
Þetta herbergi geymdi mínar verald-
legu eigur á þessum árum; dívan,
rúmfataskáp, bókahillu og síðast en
ekki síst grammófón og nokkurt
plötusafn.
Úr herbergisglugganum gat ég
einnig fylgst með ljósa-, síma- og aug-
lýsingasturninum góða við Sveinshús-
ið (Aðalgötu 8), sem einnig var stund-
um kallaður “Völlustaurinn.” Þama
safnaðist unglingahópurinn saman
þegar kvölda tók og lagt var á ráðin
um hvað gera skyldi hverju sinni.
Sóleyjarhúsið stóð í röð þriggja
húsa sem öll urðu að víkja við breikk-
un Aðalgötunnar um 1960.
Olafsfíörður um 1950
Kapproðrarbatur og hluti veiðiflota
Olafsfirðinga í júní '53.
Sigríóur Hafdís Jóhannsdóttir (systa
lœknisins) fór með hlutverk Fjallkon-
unnar í Olafsfirði 17.júní 1954.
Strax eftir áramótin 1950/51 innrit-
aðist ég í unglingaskóla staðarins,
þannig að allir vetur mínir í Ólafsfirði
voru jafnframt skóladagar.
Við skólann störfuðu úrvals kennar-
Einn stœrsti farþegabíll landsins kom
til Olafsfjarðar með reykvíska kepp-
endur á sundmeistaramót Islands,
sem haldið var þar sumarið 1954.
ar undir stjórn Sigursteins Magnús-
sonar skólastjóra. Má þar nefna Björn
Stefánsson, Ragnar Þorsteinsson,
Tómas Einarsson, Ingimar Sveinsson,
Birnu Friðgeirsdóttur, og síðast en
ekki síst, Sigurð Guðmundsson
íþróttafrömuð og núverandi farar-
stjóra Heimsferða, en hann var drif-
fjöðrin í íþrótta- og félagslífi Ólafs-
firðinga á þessum árum.
Ólafsfjörður var sannkallaður ævin-
týraheimur í mínum huga, þó að
nokkurt atvinnuleysi væri viðvarandi
á þessum tíma, er olli fólksfækkun
urn hríð. Þrátt fyrir það komust íbú-
Heima er bezt 41 3