Heima er bezt - 01.11.2000, Qupperneq 22
arnir sæmilega af í þá daga enda
minni kröfiir um lífsþægindi en nú
tíðkast. Margir höfðu skepnur til
búdrýginda; kýr, kindur, svín og
hænsni. Sérstakt hverfi gripahúsa var
vestan við kaupstaðinn og gekk undir
nafninu fjósahverfið.
Á sumrin var staðurinn því í aðra
röndina einnig líkur rólegu sveita-
þorpi. Kvölds og morgna sáust kýr
silast eftir götunum án nokkurs tillits
til umferðar fólks og farartækja.
Margan sumardaginn mátti einnig sjá
fólk keppast við að heyja túnblettina
sína suður með Vatninu. Heyið
var síðan bundið og flutt í hlöður
gripahverfisins.
Með aukinni velmegun í lok
sjötta áratugarins lagðist þessi
landbúskapur smám saman af.
Annað hverfi var í norðanverð-
um bænum. Það var mikil þyrp-
ing “beituskúra” upp frá bryggj-
unni sem trillukarlamir áttu. í
því hverfi voru alls kyns rang-
halar, hið mesta völundarhús og
kærkominn leikstaður okkar
strákanna. Vor, sumar og haust
ræddu menn um fátt annað í Ólafs-
firði en hvernig fiskaðist þegar róið
var. Eldsnemma á hverjum morgni
þegar sjór var sóttur, fóru karlar og
konur út í skúrana til að beita línuna,
því það varð að vera búið áður en bát-
amir kæmu að. Þá var nóg að gera og
mikill hamagangur við að landa aflan-
um upp úr bátunum, aðgerð og söltun
og bjóðin urðu að vera tilbúin fyrir
næsta róður.
Þannig gekk mannlífið í Ólafsfirði
fyrir hálfri öld.
Saga sjávarplássanna á Islandi frá
aldamótum og fram um miðbik 20.
aldar, þegar þau voru flest að mótast
og festast í sessi, er vissulega kapítuli
út af fyrir sig í þjóðarsögunni og er
Ólafsljörður engin undantekning frá
því.
Allt framundir 1960 leitaði fjöldi
vinnufærra manna til Suðurlands á
vertíð yfir vetrarmánuðina frá janúar
til maí ár hvert, en eftir að varanleg
höfn varð til í Ólafsfirði breyttist þetta
og vertíðarferðimar suður lögðust af.
Eftir því seni líða tók á 20. öldina
hafa orðið stórstígar breytingar og
Gamla Hvassafellið losar kol í Ólafs-
firði haustið 1952.
Kolum mokað inn í gamla sláturhúsið
við Strandgötu. Mennirnir eru, talið frá
vinstri: Vigfús Skíðdal, síðar bygginga-
meistari, sem öðrum fremur færði
Ólafsfjarðarkaupstað til nútímahorfs í
húsakosti, Jakob Einarsson og loks
Andrés Kristinsson, síðarþekktur
hrossabóndi á Kvíabekk.
Eitt aflitlu handverksstœðunum í
Ólafsfirði. Sæmundur Jónsson rokka-
og söðlasmiður að störfum.
Gatnamót Aðalgötu og Kirkjuvegar
1954. Þarna má þekkja málarastofu
Sigurðar Hallssonar, Syðstabæ, Leyn-
ing, Sveinshúsið, Villahúsið, Sóleyjar-
húsið og Stjánahúsið.
framfarir í Ólafsfirði. Þar reis upp
mikill fiskiðnaður og útgerð jókst í
samræmi við það. Ný viðhorf og
straumar bárust þangað frá umheim-
inum með nýrri kynslóð og mannlífs-
bragurinn sem þar var í heiðrum hafð-
ur fyrir hálfri öld, heyrir nú sögunni
til. Hins vegar virðist nýtt mál í upp-
414 Heima er bezt