Heima er bezt - 01.11.2000, Side 27
Landnemarnir
á Dröngum og
Grænlandi
Þorvaldur Asvaldsson og Eiríkur rauði sonur hans afJaðr-
inum sunnan Stafangurs í Noregi komu síðla landnámsald-
ar út til Islands. Varð þá ekki valið úr til byggðar og ból-
festu, en hafa ber í huga, að mikið hlýviðrisskeið var
hér á Norðurhafseyjunum, Islandi og Grœnlandi, frá
vel hálfnaðri 9. öld og fram yfir þúsaldamót. Hefur þá
verið gras gróandi miklu
meir en nú á Dröngum og í
Skjaldabjarnarvík norður
undir Geirólfsgnúpi á
Ströndum.
Eiríkur Þorvaldsson fekk
Þjóðhildar Jörundsdóttur á
Stóra-Vatnshorni í Hauka-
dal. Ólíklegt er annað en
hún færi norður til hans. Elztur sona
þeirra var Leifur, nefndur við mann-
dómsaldur hinn heppni, en viður-
nefnið alkunnugt vegna þeirrar gæfu
hans að bjargaði mönnum af
sökkvandi skipi — eða skeri við
Óbyggð á Grænlandi,— eins og
Austurströndin var nefnd í fornum
íslenzkum frásögum.
Agreiningur um fæðingarstað
Leifs Eiríkssonar er ekki djúpfund-
inn. Sjálfsagt eru það Drangar, en
barnsskónum hefur hann slitið í
Haukadal, þar sem faðir hans reisti
skála og átti skammtímavist, þegar
óvel farnaðist á Norðurströndum,
síðar einnig nefndir Eiríksstaðir, þeg-
ar hann átti vist og veru í Breiða-
fjarðareyjum.
Litla
isöld
Austurbyggð
nær mannlaus.
Vesturbyggð
leggst í eyði.
^Eiríkur rauði
finnur Grænland
2000
Kaldara , Hlýrra en nú
1800
1600
1400
h 1200
1000
h 800
600
A.D.
Línurityfir hitamunsþróunina á
Grœnlandi í 1400 ár, byggð á rann-
sókn borkjarna úr jöklinum 1985.
Heimild: Qilakitsog.
Þjóðhildur kristna
í þúsaldar-minningu landafunda
Leifs Eiríkssonar, langt sunnan og
vestan Grænlands, getur þess sjaldn-
OF
■THÉ' fÍO,PV
GF 'S-óEL'AHO
ON THE 'QÍ^
IHOóSAWDTM
ANNíVEP-SARY
OF JKF ALTHIHó
Leifur Eiríksson — sonur Is-
lands, sem fann Vínland. Styttan
er gjöf Bandaríkjamanna á þús-
und ára afmœli Alþingis 1930.
ar, að hann var kristniboði Ólafs
Noregskonungs, sem varð svo
ágengt, að íslendingar á Grænlandi
urðu kristið þjóðfélag að kalla fyrir
nær þúsund árum. Skálann, sem
reistur hefur verið á s.n. Eiríksstöð-
um í landi Stóra-Vatnshorns í nafni
Leifs Eiríkssonar og landafunda
hans, hins mikla sægarps og sigl-
ingamanns, hefði gjarna helzt mátt
binda nafni móður hans. Þjóðhildur
átti hrakningssama ævi með manni
sinum, unz þau fóru til Grænlands
982 eða 983 og námu hið fríða
Brattahlíðarland við Eiriksfjörð 3
árum síðar, er Eiríkur kom aftur vest-
ur þangað með á 3ja hundrað land-
námsmanna af íslandi. Þar virðist
henni hafa tekizt að halda vígfúsa,
norska manninum sínum í skefjum,
enda bundu drengirnir þeirra höndur
hans, kristnir eins og móðirin. -
Kunnara er en frá þurfi að segja, að
Heima er bezt 419