Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Page 30

Heima er bezt - 01.11.2000, Page 30
sjó, veiðistöðvum og feng suður með vesturströndinni. Urðu þeir fyrst manna varir í Vestribyggð, fáeinna niðja íslenzku landnámsmannanna, sem hér höfðu tekið sér bólfestu 360 árum fyrr. Upprunans ólíkindi Þegar við fyrstu fundi urðu grun- semdir með hinu gerólíka fólki ásýndum, máls og menningar. Lauk svo, að landar okkar í Vestribyggð dóu út. Bar brátt að, enda varla fleira fólk en 80 manns, sem bjó í mikilli fjarlægð 4 kirkjusókna, innst í löngum fjörðum, enn við bú, sem voru allt að einu og tíðkanlegt var á Norðurlöndum og jafvel suður á meginlandi Evrópu. Telur merkur norskur fræðintaður, að íslendingar á Grænlandi hafi drepið sjálfa sig af skandinaviskri íhaldssemi landbún- aðar og þráhyggju, allt frá því er veðrátta gerði sauðíjár- og nautabú- skap óvinnandi þegar á 12. öld. Þess vegna fækkaði í báðum íslendinga- byggðunum á Grænlandi jafnt og þétt, fyrst og meir í Vestribyggð. Lífsvonin var veiðimennska við eyjar og útnes. Urðuð bein og grafreiti er lítt að finna né marka, því að bæði Sarqaq og Dorset-fólkið brenndi lík til feiti í ljósmeti í hinu langæja vetr- armyrkri. Ný-Eskimóar höfðu áþekka grútarlampa, sem hérlendis nefndust svo og þekktust fram á síð- ustu öld, þ.e. 20. öldina, sem ég tel að lyki við þúsaldamót 25. marz, á boðunardag Maríu. íslendingabyggð norðurfrá hefur lokið a.m.l. vegna þess að menn vildu ekki viðurkenna, að búskap á suðurskandinaviska vísu var ekki unnt að reka til lífsframfæris. Þeir vou stoltir og afar íhaldssamir ein- staklingshyggjumenn. Það svo, að örlar á stærilátri stórbænda- og eigin- virðingu höfðingjans. Þoldu illa fá- tæktina og áttu hvorki vilja né þor til að færa byggð sína út að ströndinni. Beitarland var upp urið, sandfok og eldiviðarleysi. Þorri fólksins var dáinn af næring- arskorti, sulti og seyru. Hinir fáu, sem Ný-Eskimóar fyrirhittu voru upp dregnir og karftlausir. Auðunnin Helgra guðsbarna legstaðir í Ang- magsalík umdæmi á Grœnlandi. Mvnd: A.S., 27. sept. 2000 bráð herskárra, nýrra landnema, sem voru raunar Skrælingjar, svo mjög sem Ný-Eskimóar voru blendingar af Indíána kyni. Þegar þeir, sem eru forfeður núverandi Inúita á Græn- landi, drápu hvítan mann, allt fram á 20. öld, var það ekki mannvíg og morð, heldur landhreinsun. Á 14. öld voru aðfarirnar steinkast og harpún, er þeir hlupu Vesturbyggja uppi og komust í návígi. Einnig munu sannindi, að þeir brenndi fólk inni, jafnvel umkringdi dalabæina, svo að svalt til dauða, en birgðalaust og búrið autt. Fengu Eskimóar þar nokkurt ljósmeti, þó að fólkið væri horað. Hafi Ný-Eskimóa munað til nor- rænna kvenna, var því svo illa tekið, að eiginmennirnir voru drepnir í hefndaræði móðgunarinnar. Þótt manneðlið sé hið sama, var siðferðið, menningin, sjálfsvirðingin og hjóna- ástir niðja íslenzku landnámsþjóðar- Við Kap Dan, sem nú heitir Kulusuk, á Austurströnd Grænlands í sept. sl. Mynd: Á.S. innar gerólík því, sem fram undir vora daga er og tíðkast með Eskimó- um. Gildir jafnt um karla og konur hinnar ljórðu landnámsþjóðar á Grænlandi. Um blóðblöndun hinna fáu, úrkynjuðu og ófrjósömu frænda vorra og Eskimóa var því ekki að ræða. Öld síðar en frændur vorir urðu al- dauða í Vestribyggð, voru hvítir menn að hverfa í óminnishaf í Eystribyggð. Sjómenn og særeifarar sunnan úr Evrópu, í fyrstu helzt Baskar og Bretar, höfðu grisjað mjög stofninn við mannrán, úr valið til uppboðs á þrælamarkaðnum. Sífelld harðindi á 15. öld, sem hér á landi er kölluð hin myrka öld og fólksfækkun í báðum svartadauða fallsóttununi var geigvænleg, en harðæri og hung- ur surfu að, ullu miklum manndauða á Grænlandi. Eystribyggð varð þá nýtt og stækkað landnám Ný-Eski- móa. All lengi tórðu þó hinir síðustu af- komendur íslenzku landnámsmann- anna frá 986, sárafátt fólk í af- skekktri landsveit, sem heitir Vatna- hverfi enn í dag. Á kenninguna um seiglu þess fólks við eymdarlíf verður drepið í næsta þætti um hið íslenzkumælandi þjóð- arbrot vestan Grænlandshafs og norðan Hvarfs. 422 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.