Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Síða 31

Heima er bezt - 01.11.2000, Síða 31
Sumarið 1875 sat Tryggvi Gunnarsson ásamt nokkrum helstu bændum af Héraði að morgunverði hjá Sigurði Jónssyni faktor í Gránu á Seyðisfirði. Barst þeim þá sú sorgarfrétt að kona úr Hjaltastaðaþinghá hefði drukknað í lœk á Vestalsheiði. Lœkur þessi var að jafnaði vart nema í hófskegg á hesti, en glaða skólskin var þenn- an júlímorgun, mikill hiti og allar ár ófœrar vegna leysinga. Eyvindarárbrúin, gefin af Tryggva Gunnarssyni, reist 1880. Rétt neðan við vaðið hafði Tryggvi séð að lækurinn rann á milli klappa og tíu álna bil á milli. Var þar auðvelt að brúa. Gestirnir fóru að fárast yfir slysinu en Tryggvi brá þeim um amlóðahátt, að vera ekki búnir að brúa þessa sprænu. Ekki þyrfti annað en leggja tvö tólf álna tré á milli klappanna, til þess að bera uppi brúna. Héraðsmenn báru við féleysi en Tryggvi sagði að féleysi væri ekki um að kenna, þeir myndu eyða meira í brennivín áður en þeir færu heim úr kaupstaðnum en brúin myndi kosta. Lauk þessu tali með því að Tryggvi bauðst til þess að leggja til efni í brúna ef Héraðsmenn önnuðust flutning þess og smíðina. Um haustið fór Tryggvi til Kaupmannahafnar að vanda. Barst honum þá bréf frá Sigurði Gunnarssyni presti á Hallormsstað um það hve hættuleg Eyvindaráin sé. “Þar er 33 álna bil á milli kletta og mun þurfa 36 álna löng brúartré yfir ána. Fyrst þú varst svo höfðinglegur að leggja til brúarefnið, ef við sæjum um verkið, myndum við taka með þökkum brúarefni frá þér yfir Eyvindará.” Tryggvi hafði lofað efni í mun minni brú á lækinn á Vestalsheiði, en ekki á Eyvind- ará. Nú þarf að hverfa aftur í tím- ann. Á Stóru-Tjörnum hafði stofuloft sigið vegna of grannra loftbita og leitaði Þorlákur bóndi til Tryggva um úrlausn. Hann leysti vandann með því að tengja bitana upp í sperrurnar og fá þannig burðinn að ofan en ekki með stoðum að neðan. í þessari lausn sá hann einnig möguleika til brúargerðar. Við lestur bréfsins frá Sigurði riijaðist upp fyrir Tryggva at- burðurinn frá Stóru-Tjörnum rúmum 20 árum áður og teiknaði hann fríhendis mynd af brú, líka sperrunum og bitunum þar. Morguninn eftir átti Klenz timburmeistari erindi við Tryggva. Sá hann brúarteikning- una á borðinu og spurði hvað þetta væri. Sagði Tryggvi honum að þetta væri teikning af brú. Bað Klenz Tryggva að lána sér teikninguna, hann langaði að sýna hana verkfræðingi sem hann þekkti. Verkfræðingnum leist vel á hugmyndina. Tryggvi bað Klenz um verðtilboð í 35 álna langa brú með þessu lagi. Taldi hann hægt að smíða hana fyrir 1650 krónur og tók Tryggvi tilboðinu. Þegar smíðinni var lokið fór Tryggvi að skoða brúna. Leist honum vel á smíðina, en öll trén voru 11 þumlungar á kant og 12 til 15 álnir á lengd. Svo mikinn þunga gætu Einar Vilhjálmsson: Fyrsta brúin á Eyvind- ará reist 1880 Heima er bezt 423

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.