Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 6
Nú sást heim að bænum.
„Eigum við ekki að koma inn og gera kleinunum skil?“
spurði bóndi. Og hastur í máli bætti hann við: „Þið get-
ið rekið kýrnar út í girðingu, strákar."
„Þakka ykkur fyrir. Ég er að hraða mér.“ Bílstjórinn
kvaddi hjónin. „Og vertu nú blessaður, stúfur minn,“
sagði hann við Inga.
„Ó, farðu ekki, farðu ekki, ég er svo hræddur,“ hugs-
aði Ingi, en harkaði af sér. Bíllinn rann af stað.
Heimadrengirnir lötruðu út tún. Hjónin fóru með Inga
inn í eldhús. Telpurnar eltu, en eftir litla stund fóru
þær 4t. Þorvaldur fór líka. En Halla frænka kom með
mjólk og kleinur handa Inga.
Hann drakk mjólkina, þakkaði fyrir sig og settist á
stól við bekkinn. Halla var smám saman að yrða á hann.
Svo sótti hún þykkan bunka af myndablöðum og lét á
bekkinn hjá honum.
„Hérna er mikið af fallegum myndum, góði. Já, það
er satt, þú ert læs.“ Og svo las hann nokkrar línur fyrir
hana.
Hann húkti lengi á stólnum og skoðaði blöðin. Þarna
var mynd af manni, sem gnísti tönnum, hleypti brúnum
og miðaði byssu á stúlku með opinn munn og æðisgeng-
in augu. Þarna voru tveir menn, sem miðuðu byssum
hvor á annan, hræðilega ljótir menn. Þarna var kona,
sem miðaði byssu á sjálfa sig, og reykurinn, rauður og
svartur, stóð fram úr hlaupinu.
Ingi ætlaði að fara að lesa um þetta fólk, en var of
eirðarlaus til að fylgjast með efni sögunnar. Þá fletti hann
bara blöðum og las stóra letrið:
Næturmorð.
Dularfullt morð.
Morð um miðnætti.
Morðið í gistihúsinu.
Tveir morðingjar.
Blóðuga slæðan.
Blóðuga höndin.
Blóðugur hnífur.
Eitrið brást.
Ást og eitur.
Eiturmorð.
Halla var horfin úr eldhúsinu. Hann svitnaði, rauk á
fætur og hljóp um allt húsið, þó að hann væri gestur, og
fann hana loksins í herbergi uppi á lofti.
„Hvað er þetta? Er þér eitthvað illt, vinur? Þú ert
svo rjóður."
„Nei.“
Þarna voru tvö rúm. Annað var breitt. Það var bæl£
og rúmfötin dálítið velkt. Hitt rúmið var óbælt og allt
hreint í því. Halla vafði saman sængina og koddann, tók
í fangið og bar niður stigann. Ingi elti hana. Þau komo
inn í lítið, blámálað lierbergi. Gluggatjöldin voru hvíb
blóm í glugganum og hvítt lambsskinn á gólfinu. Húo
lagði rúmfötin á legubekkinn.
„Þú átt að sofa í sjálfu gestaherberginu, góði minn-
Ég hugsa, að þér þyki gott að vera í ró og næði. Þú ert
duglegur, að vera orðinn allæs átta ára gamall."
Þau fóru aftur inn í eldhúsið, og hann settist við blöð'
in. Á einu blaðinu stóð verðið, 10,00 kr. Þá datt honum
í hug að telja blöðin og reikna, hvað þau væru dýr, öH
til samans.
„Ég kann að margfalda með tíu,“ sagði hann við HöUn-
„Það er bara að bæta núlli aftan við. Blöðin eru þrjátíu-
Þá kosta þau þrjú hundruð krónur öll.“
Halla leit á hann og hugsaði sig um: „Didda mín senö'
ir okkur þetta, þegar hún er búin að lesa það.“
Hann hélt áfram að skoða blöðin. Halla gaf honun1
gætur og yrti á hann öðru hverju. Einu sinni sótti hu*1
honum rúsínur. Öðru sinni færði hún honum mjólk °S
smákökur. Hann hafði litla lyst.
Skarkali og skvaldur heyrðist úti. Bræðurnir komu m11
og telpurnar tvær rétt á eftir.
„Ef maður hefði nú haglabyssu," sagði Eiríkur.
„Svaka væri maður kaldur," sagði Geir.
Sá litli flissaði.
„Svona, drengir mínir, sýnið þið honum Inga fraenú*1
ykkar nú búið ykkar."
Mamma þeirra talaði í myndugum tón.
Eiríkur gerði sér upp digurbarkalegan hlátur: „Bu1
114