Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 4
Hægara sagt en GERT \4/0 íroddmús stöðvarstjóri í Broddbæ átti fallegasta húsið í öllum bæn- um. Hann átti líka fallegustu kon- una í bænum — fannst henni að minnsta kosti — og af því að hún var svo falleg, fannst henni líka hún hlyti að vera svo gáfuð, að hún gæti gert alla hluti betur en aðrir. Bjallan á járnbrautarstöðinni gall við oft á dag — gling gló, gling gló — og þá varð stöðvarstjórinn að klæðast fína einkennisbúningnum með gull- hnöppunum og setja upp kaskeitið til þess að sjá um, að lestin kæmi rétt inn á stöðina og færi heilu og höldnu út af henni aftur. Þetta var ekki svo afleitt á daginn, að minnsta kosti ekki í upphafi, en lestin ók líka á næturn- ar, og vesalings Broddnrús varð að fara á fætur á öllum tímum sólar- hringsins og annast lestina. Loks var svo komið, að hann var svo þreyttur, að hann megnaði ekki að klæðast og afklæðast einkennisbúningnum. Hann hafði ekki einu sinni orku til að fara í rúmið. Hann stóð allan sólarhring- inn á stöðvarpallinum matarlaus, með kaskeitið niðri í augum — og svaf. Og þegar bjallan klingdi yfir höfði hans, rumskaði hann nægilega til þess að tauta: „Aha — halló, lest!“ Dag nokkurn ákvað kona hans að taka af skarið. Hún setti hendur á mjaðmir, þegar lestin nam staðar við stöðvarpallinn, og hrópaði svo hátt, að það heyrðist um alla lestina og út yfir bæinn líka: „Karlmenn eru til einskis nýtir nema að sofa. Ég ætti að vera stöðvar- stjóri hérna. Þá skylduð þið sjá, hvern- ig stöðvarstjóri á að vera!“ Stöðvarstjórinn rumskaði og sagði: „Gjörðu svo vel, kona góð. Starfið er þitt!“ Og svo skjögraði hann inn til þess að sofa í þrjá til fjóra daga. Á meðan varð frú Broddmús að taka á móti öllunr lestunum og senda þær af stað aftur, og þegar helia Broddmús loksins vaknaði og fór til þess að gefa henni eitthvað a borða, stóð hún og svaf úti á pallh1 um. Hann veigraði sér við að vekja hana, en þá hringdi bjallan enn einu sinni: Gling gló, gling gló. En frulU heyrði ekkert. Þegar lestin brunaði inn á stöðma> hrökk hún upp af svefni sínuffl, eU var svo rugluð og ráðvillt, að a^11 farþegarnir í lestinni fóru að hl®Ja‘ Grísinn, sem var lestarstjóri á dag inn, minnti hana á það, sem húo hafði sagt um karlmennina fjórufi1 dögum áður. Hún skammaðist sín og laumaÖ ist inn í rúm sitt, og upp frá þellU degi hafði hún aldrei orð á því> a karlnrenn væru til einskis nytll„ Broddmúsahjónin hjálpuðust nu a við að gæta stöðvarinnar, og það k1)111 ekki oftar fyrir, að lestin brunaði inU á stöðina í Broddbæ meðan stöðva1 stjórinn svaf. ÍSLENDINGA SÖGUR Dauði Kjartans Ólafssonaf' „Bolli settist undir herðar honunt, ^ andaðist Kjartan á knjám BoIIa. Jðrílnt)r Bolli þegar verksins ok lýsti víg> ® !íCags, sér. Bolli sendi þá Ósvífrssonu til her^ ^ en hann var eftir ok Þórarinn h]a um.“ laxdæla saga. 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.