Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 28

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 28
Gæzlumenn sumra basinastúkna hafa stundum látið stúkufclatíí'i einkum ])á eldri, skrifa ritgerðir um bindindismál eða önnui hugsjónamál Unglingareglunnar. Þetta er einkar vel til fallið og vil ég eindregið mæla með, að sem flestir geri það. Börnin æfast i stilleikni og mörg þeirra setja fram liugsanir sínar á skorm- orðan og skemmtilegan hátt. Vel gæti komið til greina -— er raunar sjálfsagt — að veita verðlaun fyrir beztu ritgerðirnar. Gerið nú þessa tilraun, góðir gæzlumenn, og sendið mér síðan 2—4 beztu ritgerðirnar. Ég hef í huga að hirta ]>ær síðan smáiu saman hér í ÆSKUNNI undir fyrirsögninni RADDIR ÆSKUNNAR- Að ]>essu sinni birti ég eina , ritgerð um bindindismál eft*1 félaga úr barnastúkunni EYRARRÓS nr. 68, Sigluíirði. Að bieyta eftir kcnnin^unni. Alltaf er verið að segja okkur börnunum frá ]>vi, að tóbak og áfengi sé skaðlegt. Fullorðna fólkið talar svo mikið um krakka, sem farnir eru að reykja, og ]>að er talað um l>að í útvarpinu, að ungling- arnir drekki sig fulla af áfengi og geri þá ýmislegt Ijótt og ósiðlegt. Okkur krökk- unum, sem ekki erum farin að reykja, finnst skrýtið, að fullorðna fólkið skuli reykja svona mikið, fyrst ]>að er svona óliollt og hættulegt eins og stendur í blöð- unum. Og nú ætla ég að segja stutta sögu, sem er alveg sönn: Einu sinni í vetur var ég að koma heim með mömmu minni. Rétt hjá húsinu heima voru tveir sjö ára strákar, og við sáum, að þeir voru að reykja. Þá segir mamma við ])á: „Hvað eruð ])ið að gera, strákar? Þið eruð ])ó ekki að reykja?“ „Jú,“ segja þeir hreyknir, „við höfum oft reykt.“ Þá segir mamma: „Það er ljótt af ykkur að reykja, og svo er ]>að svo óhollt.“ Þá segir annar strákurinn: „Þú skrökvar þessu. HeW' urðu, að hún mamma reykti, ef það væri óhollt?“ Mér datt þetta i hug núna, þvi að þetta er alveg rétt hjá þessuni strák. Fyrst fullorðna fólkið reykir og notar tóbak mikið, þó það sé svona óhollt, eins og ]>að segir, hvernig getur það húizt við, að börn og unglingar taki ]>að ekki eftir? Mér finns ]>að ætti að segja miklu meira í skólanum frá skaðlegum áhrif um tóbaksins, ]>ví að börnin taka miklu meira mark á því, seI1’ kennarinn segir, en blöðin og hinir og þessir. Áfengið hlýtnr a vera óhollt, því að ég hef stundum séð menn verða svo undai lega og skrýtna af því að drekka vín, og það er víst af ÞV1 _ ])að er eitur i víninu. Ég er i stúku, og þar hefur okkur veri sagt ýmislegt um skaðsemi vínsins, bæði livað það gerir nie!1 vitlausa, svo að þeir vita ekki livað þeir gera, og svo Jivað Þel1 eyða miklum peningum i að kaupa vínið. Sumir eyða kannski svo miklu, að þeir taka peninga frá heimilinu, svo að það vanta' ýmislegt, kannski mat stunduin. Mér finnst líka, að í skólanun1 ætti að segja okkur meira um áfengið, því að það er áreiðanleÞ1 eins skaðlegt og tóhakið. Svo finnst mér, að sem allra flestir ættu að vera í stúku 06 taka þátt í starfinu þar. Það er oft svo gaman á fundunum. Sigríður Þórdís Einarsdóttir. 5<BÍ<B5<B]BS<B><B5<B5<HS<BS<B><B5<B5)5<H><B><B5<H5<H><B5<HS<B5<BS<HÍB><B5<B5<H><B5<B><BSCH5<H><B><B5<HÍ<H5<B5<B5<H5<B5<H5<B3<B><H'R’^ Jolinson forseti er kvæntur maður og eiga þau hjónin tvær dætur. Þegar hann kom til ís- lands í september s.l. var önnur dætranna með í förinni, eins og margir lesendur Æskunnar muna vafalaust. Teikningin lengst til vinstri sýnir Johnson skera af- mæliskökuna, sem Kennedy for- seti sendi honum í ágúst 1963, þegar varaforseti hans varð 55 ára. Þegar kúla morðingjans, sem lá i launsátri í vörugeymslu í Dallas, batt endi á líf Kennedys, lagðist ábyrgðin með öllum sin- um ]>unga á herðar Jolinsons. Ævi hans hafði verið vandlegur undirhúningur á þessu ábyrgðar- inikla starfi. Þegar hann vann embættiseiðinn í flugvélinni, sem flutti lik liins látna forseta til Washington, varð liann ekki að- eins leiðtogi þjóðar sinnar, held- ur leiðtogi allra frjálsra þjóða í baráttunni gegn ofbeldi og kúg- un af öllu tagi. ☆ ■ LYNDON B. JOHNSON Elzta frímerkið- Elzta íþróttafrímerkivC1^ aldarinnar var nýlefia ®e, á 15 ])úsund krónur. A r merlci þessu er mynd a grískum hlaupara. ★ ★ ★ Langur tím» Það mun taka . 6’- fyrir lesendur rússneS^, blaðsins „Nýtt líf‘ > a ... lausn á leynilögreglus1 unni, sem blaðið byrja^_ nýlega að birta sem ,auJ1 haldssögu. Sagan 111 eJJ koma í 157 tölublöðum. blaðið kemur út hálfsl»a aðarlega.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.