Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 34
ÆSKAN
ROBBI OG PAPPÍRSRIGNINGIN
37. Alli cr svo áfjáður í aS komast að ])ví, livort ]>að liefur sömu
töfraáhrifin á hann að snúa sér í hringi, að liann byrjar strax.
Síðan reynir hann aftur og aftur, en ekkert gerist, nema hann
verður dálítið móður. „Ég hef kannski ekki snúið mér á rétta
veginn. Ég ætla að reyna frá liægri til vinstri," segir hann. Og
hann snýr sér og snýr eins hratt og hann frekast getur, ])angað
til hann svimar svo mikið, að hann veltur um koll. „Æ, æ! Nú
snýst jörðin í hringi,“ dæsir hann, „en enn])á liefur ekkert breytzt.
Ég er enn á sama stað!“ — 38. Eftir nokkra stund getur Alli
risið ó fætur og ]>á snýr hann sér aftur að sleðanum sínum.
„Ertu nú viss um, að ]>ú hafir ekki sagt okkur einhverja tilhúna
sögu?“ segir hann hlæjandi. „Já, já, sagan min er alveg sönn,“
segir Robbi. „Kannski hefur snúningurinn aðcins töframátt, ])eg-
ar einhver af litlu mönnunum jólasveinsins er nærstaddur. En
livað um ]>að. Nú verðum við að fara heim. Vertu blessaður.“ í
nánd við heimili sitt sér hann, að bangsapabbi bíður kvíðinn
eftir lionum. „Halló, pabbi!“ kallar hann. „Pappirsrigningin varð
aldeilis upphaf á miklu ævintýri. Komdu inn, ég ætla að segja
|)ér alla söguna!“
Endir.
ROBBI OG PAPPÍRSRIGNINGIN
Engin vissa er um aldur jarð-
arinnar, en visindamenn nefna
um 4 þúsund milljón ár. Þessa
tölu miða þeir við elztu jarð-
lög, sem eru i ytri jarðskorp-
unni. Reiknað hefur verið út,
að það myndi taka olckur jarð-
arbúa 337 ár að fara til sólar-
innar og heim aftur, ef við
ferðuðumst dag og nótt í hrað-
lest, sem æki með 100 km hraða
á klst. Útvarpsbylgjur fara
hraðar en nokkurt farartæki.
Þær berast 300.000 km á sek-
úndu. Eftir því ná þær um-
hverfis jörðina á 1/7 úr sek.
A L D U R jarðarinnar.
Sendið okkur
minnst 100 heil
íslenzk frímerki
(helzt óuppleyst)
og við sendum
ykkur:
Leikaramyndir, servíettur fyrir safnara,
glansmyndir, þrykkimyndir o. fl.
FRÍ MERKJ ASALAN
Lækjargötu 6A.
Hann gleymdi
að endurnýja!
Happdrælti
HÁSKÓLANS