Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 13

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 13
ÆSKAN Ari’ý í Bergen. Markaðstorgið er að baki, en húsin með burstun- um eru flest frá dögum „Hansa“-kaupmanna. En það var sem sagt rigning þegar lestin var komin til Bergen með Árnýju og margar regnhlífar við stöðina til að sjá. Einhver í vagninum hafði orð á því að í ^ergen væri alltaf rigning, en þessu var mótmælt af öðr- lI|n, sennilega innfæddum „Bergenser“, en eins og lesend- Ul' Æskunnar sjálfsagt vita, þa hafa þeir í Bergen þótt Aldrei hafði Árný lent í annarri eins rigningu og þetta kvöld á leiðinni í bíóið. En þrátt fyrir rigninguna skemmtu þau sér konunglega, meðan þau horfðu á norska kvikmynd, sern látin var gerast í nyrztu héruðum Noregs, um nábúakrit og smábæjarbrag norður þar. Þegar þau komu út úr bíóinu, var stytt upp. Unga fólkið þyrptist að pylsusölu og þar var rnikil þröng á þingi. Árný og Gylfi fóru í pylsuslaginn og enda þótt margt væri um manninn, komu þau von bráðar með myndarlegustu pylsur með sinnepi og öllu tilheyrandi. Eftir að þau koniu heim í gistihúsið, ræddu þau hvernig morgundeginum skyldi varið. í Bergen eru margir fal- legir staðir, sem vert er að heimsækja, svo sem Ulriken, Flöyen og Hákonarhöllin, að ógleymdu fiskaburinu, eða öllu heldur lagardýrabúrinu, því þar er fleira að sjá en íiska. Þau gáðu til veðurs, áður en gengið var til náða, því auðvitað vonuðust þau eftir sólskini, eða að minnsta kosti þurru veðri. Laugardagurinn rann upp, og þrátt fyrir dálitla regn- dropa var veðrið ágætt, eða svo fannst Árnýju. Yfir morgunverðinum ákváðu þau að fara fyrst að verzla, því hver veit nema á meðan stytti alveg upp. Þau tóku því Ferá verðbunaMa ÆSKUNNAR og FLUGFÉLAGS (SLANDS til NOREGS U°kkuð góðir fyrir sinn hatt; hafa ekkert gefið hinum eftir þegar til mannjafnaðar kemur. Bergen var í gamla daga ein af verzlunarhöfnum ^iansa-kaupmanna, sem réðu lögum og lofum í verzlun- Ulni hér fyrir eina tíð, og Árný vissi, að ennþá stóðu ntörg af verzlunarhúsum þeirra í Bergen, þrátt fyrir stór- ''tuiia, sern sú borg lieiur orðið fyrir hvað eftir annað; S;i síðasti átti sér stað fyrir um það bil tíu árum. Gylfi Adolfsson, fulltrúi Flugfélags íslands 1 Bergen, beið eftir Árnýju og íerðafélaga liennar á járnbrautar- stöðinni. Eins og aðrir í þessari borg, bar Gylfi stóra tegnhlíf, og Árný sagði, eftir að hafa heilsað honum, að regnhlífar væru nokkurs konar einkennismerki þeirra llarna. Gylfi brosti. Hann sagði sér sérstaka ánægju að t'tka á móti Árnýju og eftir að þau höfðu nað 1 töskurn- ‘,r sínar, var ekið að gistihúsinu. Ung og snotur stúlka tók á móti þeim. Árny mátti sbrifa nafn sitt í gestabókina og síðan var henni vísað á lumgott og vistlegt Iterbergi. Gistihúsið stendur í hjarta bæjarins, rétt við markaðs- torgið. Eftir að hafa þvegið af sér íerðarykið, fóru þau ^ruý, Gylfi og Sveinn niður í borðsalinn, þar sem góm- Sactur kvöldverður beið þeirra. Á eftir fóru þau 1 stutta &bllgu og síðan í kvikmyndahús og það var nú bíó í lagi. regnkápur sínar (því þau áttu engar regnhlífar) og örk- uðu af stað niður á markaðstorgið. Aldrei á ævi sinni hafði Árný séð neitt þessu líkt. Þarna, sem í gærkvöld var aðeins autt svæði, úði nú og grúði af fólki, og það höfðu verið settir upp litlir söluturnar og sumir höfðu komið með vagna með varnirigi og aðrir höfðu bara borð og opnar töskur undir það, sem þeir höfðu til sölu. Árnýju fannst krabbarnir heldur ljótir.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.