Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 22
Krabbi: Já, það vissi ég. Skammastu
þín ekki fyrir að stela frá húsbónda
þínum? Hvar hefur þú falið pen-
ingana?
1. þj. (með spenntar greipar): Skrín-
ið er grafið niður bak við rósarunn-
ann í trjágarði herramannsins.
Krabbi: Farðu og grafðu það upp
á stundinni, og komdu svo með það
hingað inn, fanturinn þinn.
I. þj. (stamar): É-é-sk-sk-fa-fa-fara
und-und-undir eins, hr. læknir.
Krabbi: Nú gengur það glatt! Ég
er bara svo dæmalaust þyrstur af öll-
um þessum látum, að ég verð að fá
eitthvað að drekka. Átti ég ekki að
hringja?
(Tekur klukkuna og hringir í á-
kafa.)
2. þj. (kemur inn): Óskar herrann
einhvers?
Karen: Já, þetta er annar.
2. þj. (hræddur): Það hlýtur að vera
misskilningur, herra læknir.
Krabbi (vondur): Heldur þú, að ég
viti ekki, að þið eruð þrír og að þú
ert númer tvö? Er það ekki rétt?
2. þj. (á hnjánum): Nú, þegar þér
vitið allt, þá viðurkenni ég, að ég er
einn af þjófunum.
Krabbi: Þvílíkir óþokkar sem þið
eruð. Nú skaltu fara og hjálpa hin-
um við að grafa upp skrínið.
2. þj.: Á stundinni skal ég fara,
herra læknir.
(Hleypur burt.)
Krabbi: Herramaðurinn hefur á-
reiðanlega þrjá þjóna, Karen, og nú
á meðan þeir eru að grafa upp skrín-
ið, getur sá þriðji látið mig hafa eitt-
hvað að drekka.
(Hringir í ákafa.)
Nú það kemur enginn. (Hringir.)
Það er einkennilegt, að enginn skuli
koma, og samt veit ég, að herramað-
urinn hefur þrjá þjóna.
Karen: O, ætli þeir séu nema tveir.
Krabbi: Þrír eru þeir. Svo sannar-
lega sem ég lifi, þá veit ég, að þeir
eru þrír.
Karen: O, ætli þeir séu nema tveir.
Krabbi (stappar í gólfið og orgar):
Þrír eru þeir, og ég skal finna hann
og fram með þig, þrjóturinn þinn,
ella skal ég snúa þig úr hálsliðnum.
3. þj. (skríður undan borðinu): Ég
kem, ég kem, herra læknir.
Krabbi: Sjáðu nú, Karen, Þarna er
sá þriðji.
Karen: Já, reyndar, þarna er númer
þrjú.
3. þj. (á hnjánum): Miskunna þú
mér, ég viðurkenni að hafa verið með
hinum, er þeir tóku skrínið.
Krabbi: Já, einmitt, þú líka. Nú
skaltu fara og hjálpa hinum við að
grafa upp skrínið, og svo komið þið
með það hingað inn.
3. þj. Já, ef þeir eru þá ekki stungn-
ir af með það.
Krabbi: Ja, nú er úti um svala-
drykkinn, Karen mín. En ekki skal
ég gefast upp fyrir því. Ég skal
hringja. þangað til klukkan springur
í ótal stykki.
(Hringir í ákafa.)
Herram. (kemur inn): Hvað gengur
á, Alvitur læknir? Hafið þér fundið
þjófana?
Krabbi: Jæja, er það herramaður-
inn sjálfur? Ég held nú það, mér
brást ekki bogalistin, þessir óþokkar
eru niðri í garðinum þínum að grafa
upp skrínið, og þarna koma þeir með
það.
(Þjónarnir koma með skrínið. Þeir
falla á kné fyrir herramanninum-)
Herram. (strangur á svip): Þarna
komið þið þá, þjónarnir mínir. Svona
launið þið mér þá alla góðsemina,
sem ég hef sýnt ykkur.
Þjónamir: Fyrirgefið okkur, kæri
húsbóndi. Það vantar ekki eina krónu
á peningana.
Herram.: Þið verðið allir hengdár
fyrir sólarlag.
Krabbi: O, látið þá sleppa. Þér haf-
ið jú fengið alla peningana.
Herram.: Nú, þegar læknirinn bið-
ur ykkur griða, er ég að hugsa um að
fara að ráðum hans. Hafið ykkur svo
á burt, slík illmenni, sem þið eruð-
(Þjónarnir þjóta út.)
Krabbi: Nú hefur herramaðurinn
enga þjóna.
Herram.: Það er betra að hafa enga
þjóna heldur en svona fanta.
(Faðmar Krabba.)
En yður, herra læknir, þakka ég af
heilum huga fyrir það, sem þér hafið
gert fyrir mig. Nú skal ég borga yðui-
(Telur peningana.)
Karen: Svo var það nokkuð annað,
sem Krabba langaði að fá.
Herram.: Eitthvað annað en ^u
þúsund, hvað var það?
Karen: Jú, sjáið þér, karlinn minn
er svo þyrstur, gæti hann ekki fengið
eitthvað að drekka.
Herram.: Eitthvað að drekka? Viss
uð þér ekki, Alvitur læknir, að he^
tunna af hinu bezta öli er hér í st0^
unni?
Krabbi: Nei, það gat ég ekki ha^
liugmynd um, og ekki vissi hún Karel1
mín það heldur.
Heílabrot.
Svör: 1. 120 plús 80 eru 200
km. 2. Aðeins einu sinni. N*st
yrði að draga frá tölunni 138-
3. Þetta var ekki rétt lijá kenn-
aranum, — þvi ef hann sagð'
satt, hefði vökvinn leyst upP
tilraunaglasið.
ALYITUR LÆKNIR
130