Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1965, Page 8

Æskan - 01.03.1965, Page 8
ALMANSOR konungsson. Það er nú orðið nokkuð langt um liðið siðan Leikfélag Reykjavikur Iiefur efnt til sérstakrar leiksýningar, sein ætluð sé við hæfi yngstu leik- húsgesta borgarinnar. Undanfarin ár hefur Þjóð- leikhúsið eitt staðið fyrir liarnaleiksýningura, þar eð aðstæður Leikfélagsins liafa ekki Ieyft ]iað fvrr en í haust, er félagið fékk Tjarnarbæ til umráða, og hefur félagið nú að undanförnu sýnt ]iar barnaleikritið Almansor koijiungsson eftir Olöfu Arnadóttur. Leikrit þetta er fyrsta leikrit höfundar, sem flutt er á sviði. Það er byggt á indversku ævintýri. Leikstjóri er Helgi Skúlason, en leiktjöld og búningar eru eftir Steinþór Sig- urðsson. Fyrr á árura gekkst Leikfélag Reykja- vikur fyrir harnasýningum, sú síðasta var 1947, en ]>á var leikritið Álfafcll eftir Óskar Kjartans- son sýnt. Vonandi er, að félagið sjái sér fært að halda þessari starfsemi áfram, þvi að góð barnaleikrit, sem flutt eru af listafólki, eru svo margfalt betri en lélegar kvikmyndasýningar, eða aðrar skemmt- anir, ef skemmtanir geta kallazt, seni börnum og unglingum er boðið upp á víða í dag. Atriði úr barnaleikritinu Almansor konungsson eftir Ólöfu Árnadóttur. Atriðið gerist í aldingarði álfkonunnar Asjandölu, og sést hún ásamt disum sínum og nokkrum dýranna, en gestkomandi hjá henni er Dassa di Era drottning, móðir Almansors, og hirðmeyjar hennar. (Asjandala: Margrét Ólafsdóttir; Drottningin: Cuðrún Stephensen) Leikstjóri er Helgi Skúlason, leiktjöld eftir Steinþór Sigurðsson, en dansar og sönglög eftir Ólöfu Árna- dóttur.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.