Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1969, Qupperneq 18

Æskan - 01.09.1969, Qupperneq 18
 Ti Teð sigri sínum yfir Kerchak apakóngi varð Tarzan æðstráðandi í flokki sínum og tók nú að stjórna þessum villtu dýrum eftir því, sem hann taldi hyggilegast hverju sinni. Hann vissi, að gnótt fæðu var að finna á ökrum svert- ingjanna og íór því oft þangað að næturþeli. — Hann bannaði þó félögum sínum að æða um allan akurinn og troða hann niður, eins og þeir mundu hafa gert, ef þeir væru látnir sjálfráðir. Þarna kom til skjalanna vit mannsins. Tarzan vissi, að þeir svörtu mundu gefast upp við akuryrkjuna ef mikill ágangur yrði á sáðlandinu, og einn- ig ástæðulaust að spilla ökrunum að óþörfu. Svertingjarnir voru raunar sárreiðir yfir skemmdunum á sáðlandi sínu, en vonuðu þó, að þeim mundi linna einhvern tíma. 7 apabróðir Oft þurfti Tarzan að ná sér í örvar í þorpinu og not- aði sér þá næturmyrkrið til að læðast inn í einhvern kof- ann. Þeim svörtu stóð stuggur af þessu og til þess að blíðka þennan óþekkta anda settu þeir matarforða undir tré eitt utarlega í þorpinu. Tarzan komst fljótlega að þessu og tók að sækja þennan mat og gaf þá oft öpuntinr það af honum, sem hann hafði ekki lyst á. Kóngur sveringjanna — Monga — var alveg dolfall- inn yfir þessu. Aldrei hafði hann vitað til þess, að skógar- andar beinlínis kæmu og sæktu fórnir þær, sem bornar voru út til að bæta skap þeirra. — Monga var því að hugsa um að taka sig upp með flokk sinn og flytja sig langt inn í skóginn, svo langt að þeir kæmust út fyrir áhrifa- svæði þessa magnaða skógaranda, sem þáði fórnir þeirra, en stal þó frá þeim örvum og gerði þeim lífið leitt á ýinS' an hátt. Tarzan bar þann ótta í brjósti, að svertingjarnir mundu finna kofann hans á ströndinni og eyðileggja hann. Hann hélt því flokki sínum á skógarsvæðinu sem næst lá kofanum og sjálfur eyddi hann J>ar öllum sínum frístundum. 374

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.